Finnst Stefán Eiríksson vera að lýsa sjálfum sér með eiturummælum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. febrúar 2019 11:30 Eyþór Arnalds, leiðtogi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. vísir/vilhelm Eyþór Arnalds, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir ummæli Stefáns Eiríkssonar borgarritara óheppileg. Stefán lét ummælin falla í gær á lokuðum Facebook-vef sem starfsmenn Reykjavíkurborgar hafa aðgang að. Eyþór var til viðtals um málið í Harmageddon á X-inu 977 í morgun og blöskraði bréf Stefáns. Þar sagði borgarritarinn og einn staðgengill borgarstjóra að við blasti sú staða að fáir borgarfulltrúar eitri starfsumhverfi starfsfólks borgarinnar með fordæmalausri hegðun, atferli og framgöngu. „Gert hefur verið lítið úr störfum hlutaðeigandi, hæðst hefur verið að þeim verkefnum sem viðkomandi starfsmenn sinna, þeir jafnvel vændir um óheiðarleika og hafa í störfum sínum einhvern annan tilgang en að sinna hverju því verkefni sem viðkomandi hefur verið falið af fagmennsku og heiðarleika. Og fáeinir borgarfulltrúar hafa ekki látið þar við sitja heldur jafnframt vegið að einstaklingum, stofnunum og fyrirtækjum sem unnið hafa með eða fyrir Reykjavíkurborg með sama hætti.“ Spyr Stefán í framhaldinu: Hvernig er hægt að stöðva tuddann á skólalóðinni?Stefán Eiríksson, borgarritari.Enginn borgarfulltrúi er nafngreindur í færslunni. Reikna má með því að Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, sé á meðal þeirra sem Stefán vísar til í ljósi fyrri samskipta þeirra. Fjallað var um það í ágúst þegar fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Miðflokksins og Flokks fólksins lögðu fram bókun í borgarráði þess efnis að Stefán hefði haft í hótunum við borgarfulltrúa, fyrrnefnda Vigdísi. „Ég lít svo á að hér sé um harðorðan hótunarpóst að ræða frá embættismanni til kjörins fulltrúa,“ sagði Vigdís á þeim tíma. Hún hefur verið framalega í fylkingu gagnrýni á hendur meirihlutanum í Braggamálinu og SMS-málinu sem verið hefur til umfjöllunar undanfarnar vikur. Til tíðinda dró í því í morgun þegar sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hafnaði að taka kæru Vigdísar til umfjöllunar en vísaði á dómsmálaráðuneytið. Vigdís hefur kært SMS-sendingarnar þangað. Stefán sagði í póstinum til Vigdísar að hann hafi aldrei áður staðið frammi fyrir því „að borgarfulltrúi hafi brotið trúnað með því að miðla upplýsingum sem veittar voru í trúnaði á fundi borgarráðs. Ég hef heldur ekki staðið frammi fyrir því að borgarfulltrúi hafi rangfært niðurstöður í viðkvæmu dómsmáli og úttalað sig um það opinberlega að tiltekinn starfsmaður Reykjavíkurborgar hafi lagt annan starfsmann í einelti. Þá hef ég heldur ekki staðið frammi fyrir því að borgarfulltrúi hafi miðlað opinberlega viðkvæmum persónuupplýsingum í viðkvæmu starfsmannamáli í starfi mínu hjá Reykjavíkurborg“.Vigdís Hauksdóttir borgarfulltrúi Miðflokksins, kærði kosningarnar í borginni til sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu sem hafnaði að taka málið fyrir en benti Vigdísi á dómsmálaráðuneytið þar sem boltinn er nú.Vísir/vilhelmFacebook-færslu Stefáns frá í gær má sjá í heild hér að neðan en Vigdís kallaði eftir því í gær að Stefán, sem borgarritari, æðsti embættismaður Reykjavíkur og staðgengill borgarstjóra, rökstyddi orð sín fyrir opnum tjöldum. „Ábendingar til hlutaðeigandi frá siðanefnd Sambands sveitarfélaga um að framganga af þessu tagi brjóti gegn þeim siðareglum sem gilda um kjörna fulltrúa hafa engin áhrif.“ Eyþór Arnalds, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, tekur undir með Vigdísi. „Þetta orðalag, að koma ekki með dæmi, er búllíismi,“ sagði Eyþór í Harmageddon á X-inu í morgun. „Við erum 23 borgarfulltrúar. Hann er ekket að segja hverjir hafi gert þetta eða hvað,“ segir Eyþór. „Þetta eru dylgjur og gefur í skyn að það séu allir undir grun. Orð hans eiga frekar við um hann sjálfan.“ Eyþór hafnar því að hann og minnihlutinn vaði uppi og séu hávær við hvert tilefni í borgarstjórninni. Eiturummæli Stefáns snúi frekar að borgarritaranum sjálfum. „Ég held að þessi orð séu frekar eitruð gagnvart okkur. Ég hef aldrei talað svona um starfsmenn, aldrei. Mér finnst hann eiginlega vera að lýsa sjálfum sér.“23 borgarfulltrúar eru í borgarstjórn.Fréttablaðið/Anton BrinkBréf Stefáns Eiríkssonar Það er komið nóg Undanfarna mánuði hafa fáeinir borgarfulltrúar ítrekað vænt starfsfólk Reykjavíkurborgar um óheiðarleika og vegið með ýmsum öðrum hætti að starfsheiðri þeirra. Þetta hefur verið gert beint og óbeint, orðum verið beint að nafngreindum sem og ótilgreindum starfsmönnum, starfsmannahópum, einstaka nefndum og fjallað um einstaka starfsstaði með niðrandi og niðurlægjandi hætti. Gert hefur verið lítið úr störfum hlutaðeigandi, hæðst hefur verið að þeim verkefnum sem viðkomandi starfsmenn sinna, þeir jafnvel vændir um óheiðarleika og hafa í störfum sínum einhvern annan tilgang en að sinna hverju því verkefni sem viðkomandi hefur verið falið af fagmennsku og heiðarleika. Og fáeinir borgarfulltrúar hafa ekki látið þar við sitja heldur jafnframt vegið að einstaklingum, stofnunum og fyrirtækjum sem unnið hafa með eða fyrir Reykjavíkurborg með sama hætti. Þessi hegðun, atferli og framkoma þessara fáeinu borgarfulltrúa er til skammar og um leið til mikils tjóns fyrir Reykjavíkurborg, starfsfólk hennar og íbúa alla. Tilraunir annarra borgarfulltrúa, einkum innan meirihlutans en einnig úr röðum heiðarlegs stjórnmálafólks innan minnihlutans, til að reyna að hemja þessa skaðlegu, slæmu og fullkomlega ómaklegu hegðun hinna fáu, hafa takmarkaðan árangur borið. Ábendingar til hlutaðeigandi frá siðanefnd Sambands sveitarfélaga um að framganga af þessum tagi brjóti gegn þeim siðareglum sem gilda um kjörna fulltrúa hafa engin áhrif haft. Starfsfólk Reykjavíkurborgar hefur hvorki vettvang eða tækifæri til að bera hönd fyrir höfuð sér þegar að þeim er sótt á pólitískum vettvangi og í pólitískum tilgangi. Það hefur til þessa getað treyst á heiðarleika þess ágæta fólks sem sóst hefur eftir pólitískum áhrifum innan borgarinnar og að við öll sem störfum í þágu borgarinnar gerum það til að þjóna íbúum hennar eins og best verður á kosið. Jafnframt hefur verið hægt að treysta því að athugasemdir og gagnrýni á okkar störf, sem að sjálfsögðu á rétt á sér, hafi verið sett fram á sanngjarnan og uppbyggilegan hátt. Nú blasir hins vegar ný staða við, þar sem fáir borgarfulltrúar eitra starfsumhverfi starfsfólks Reykjavíkurborgar með fordæmalausri hegðun, atferli og framgöngu eins og að framan greinir. Og hvað er þá til ráða? Hvernig er hægt að stöðva tuddann á skólalóðinni? Þar leikum við öll hlutverk. Við sem verðum vitni að slíku gagnvart samstarfsfólki okkar eigum að láta vita og gera athugasemdir við slíka hegðun. Það eru ýmsar leiðir til þess og við eigum ekki að þurfa að óttast um störf okkar eða starfsumhverfi ef við gerum slíkt. Við sem verðum fyrir slíkum árásum höfum einnig fullt leyfi til að gera athugasemdir við þessa hegðun og koma þeim á framfæri og í frekari skoðun og úrvinnslu hjá t.d. okkar yfirmanni. Það er nefnilega ekki allt í boði í pólitískum tilgangi. Það er ekki í boði að ráðast með ómaklegum hætti gegn starfsfólki sem er að sinna störfum sínum af heiðarleika og fagmennsku. Það er ekki í boði að gera lítið úr störfum fólks og grafa þannig undan starfsánægju og starfsöryggi okkar. Það er heldur ekki í boði að bregðast ekki við þegar slíkar ómaklegar og óheiðarlegar árásir eru gerðar á starfsfólk Reykjavíkurborgar. Það er nefnilega komið nóg. Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða Innlent Fleiri fréttir Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Sjá meira
Eyþór Arnalds, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir ummæli Stefáns Eiríkssonar borgarritara óheppileg. Stefán lét ummælin falla í gær á lokuðum Facebook-vef sem starfsmenn Reykjavíkurborgar hafa aðgang að. Eyþór var til viðtals um málið í Harmageddon á X-inu 977 í morgun og blöskraði bréf Stefáns. Þar sagði borgarritarinn og einn staðgengill borgarstjóra að við blasti sú staða að fáir borgarfulltrúar eitri starfsumhverfi starfsfólks borgarinnar með fordæmalausri hegðun, atferli og framgöngu. „Gert hefur verið lítið úr störfum hlutaðeigandi, hæðst hefur verið að þeim verkefnum sem viðkomandi starfsmenn sinna, þeir jafnvel vændir um óheiðarleika og hafa í störfum sínum einhvern annan tilgang en að sinna hverju því verkefni sem viðkomandi hefur verið falið af fagmennsku og heiðarleika. Og fáeinir borgarfulltrúar hafa ekki látið þar við sitja heldur jafnframt vegið að einstaklingum, stofnunum og fyrirtækjum sem unnið hafa með eða fyrir Reykjavíkurborg með sama hætti.“ Spyr Stefán í framhaldinu: Hvernig er hægt að stöðva tuddann á skólalóðinni?Stefán Eiríksson, borgarritari.Enginn borgarfulltrúi er nafngreindur í færslunni. Reikna má með því að Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, sé á meðal þeirra sem Stefán vísar til í ljósi fyrri samskipta þeirra. Fjallað var um það í ágúst þegar fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Miðflokksins og Flokks fólksins lögðu fram bókun í borgarráði þess efnis að Stefán hefði haft í hótunum við borgarfulltrúa, fyrrnefnda Vigdísi. „Ég lít svo á að hér sé um harðorðan hótunarpóst að ræða frá embættismanni til kjörins fulltrúa,“ sagði Vigdís á þeim tíma. Hún hefur verið framalega í fylkingu gagnrýni á hendur meirihlutanum í Braggamálinu og SMS-málinu sem verið hefur til umfjöllunar undanfarnar vikur. Til tíðinda dró í því í morgun þegar sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hafnaði að taka kæru Vigdísar til umfjöllunar en vísaði á dómsmálaráðuneytið. Vigdís hefur kært SMS-sendingarnar þangað. Stefán sagði í póstinum til Vigdísar að hann hafi aldrei áður staðið frammi fyrir því „að borgarfulltrúi hafi brotið trúnað með því að miðla upplýsingum sem veittar voru í trúnaði á fundi borgarráðs. Ég hef heldur ekki staðið frammi fyrir því að borgarfulltrúi hafi rangfært niðurstöður í viðkvæmu dómsmáli og úttalað sig um það opinberlega að tiltekinn starfsmaður Reykjavíkurborgar hafi lagt annan starfsmann í einelti. Þá hef ég heldur ekki staðið frammi fyrir því að borgarfulltrúi hafi miðlað opinberlega viðkvæmum persónuupplýsingum í viðkvæmu starfsmannamáli í starfi mínu hjá Reykjavíkurborg“.Vigdís Hauksdóttir borgarfulltrúi Miðflokksins, kærði kosningarnar í borginni til sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu sem hafnaði að taka málið fyrir en benti Vigdísi á dómsmálaráðuneytið þar sem boltinn er nú.Vísir/vilhelmFacebook-færslu Stefáns frá í gær má sjá í heild hér að neðan en Vigdís kallaði eftir því í gær að Stefán, sem borgarritari, æðsti embættismaður Reykjavíkur og staðgengill borgarstjóra, rökstyddi orð sín fyrir opnum tjöldum. „Ábendingar til hlutaðeigandi frá siðanefnd Sambands sveitarfélaga um að framganga af þessu tagi brjóti gegn þeim siðareglum sem gilda um kjörna fulltrúa hafa engin áhrif.“ Eyþór Arnalds, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, tekur undir með Vigdísi. „Þetta orðalag, að koma ekki með dæmi, er búllíismi,“ sagði Eyþór í Harmageddon á X-inu í morgun. „Við erum 23 borgarfulltrúar. Hann er ekket að segja hverjir hafi gert þetta eða hvað,“ segir Eyþór. „Þetta eru dylgjur og gefur í skyn að það séu allir undir grun. Orð hans eiga frekar við um hann sjálfan.“ Eyþór hafnar því að hann og minnihlutinn vaði uppi og séu hávær við hvert tilefni í borgarstjórninni. Eiturummæli Stefáns snúi frekar að borgarritaranum sjálfum. „Ég held að þessi orð séu frekar eitruð gagnvart okkur. Ég hef aldrei talað svona um starfsmenn, aldrei. Mér finnst hann eiginlega vera að lýsa sjálfum sér.“23 borgarfulltrúar eru í borgarstjórn.Fréttablaðið/Anton BrinkBréf Stefáns Eiríkssonar Það er komið nóg Undanfarna mánuði hafa fáeinir borgarfulltrúar ítrekað vænt starfsfólk Reykjavíkurborgar um óheiðarleika og vegið með ýmsum öðrum hætti að starfsheiðri þeirra. Þetta hefur verið gert beint og óbeint, orðum verið beint að nafngreindum sem og ótilgreindum starfsmönnum, starfsmannahópum, einstaka nefndum og fjallað um einstaka starfsstaði með niðrandi og niðurlægjandi hætti. Gert hefur verið lítið úr störfum hlutaðeigandi, hæðst hefur verið að þeim verkefnum sem viðkomandi starfsmenn sinna, þeir jafnvel vændir um óheiðarleika og hafa í störfum sínum einhvern annan tilgang en að sinna hverju því verkefni sem viðkomandi hefur verið falið af fagmennsku og heiðarleika. Og fáeinir borgarfulltrúar hafa ekki látið þar við sitja heldur jafnframt vegið að einstaklingum, stofnunum og fyrirtækjum sem unnið hafa með eða fyrir Reykjavíkurborg með sama hætti. Þessi hegðun, atferli og framkoma þessara fáeinu borgarfulltrúa er til skammar og um leið til mikils tjóns fyrir Reykjavíkurborg, starfsfólk hennar og íbúa alla. Tilraunir annarra borgarfulltrúa, einkum innan meirihlutans en einnig úr röðum heiðarlegs stjórnmálafólks innan minnihlutans, til að reyna að hemja þessa skaðlegu, slæmu og fullkomlega ómaklegu hegðun hinna fáu, hafa takmarkaðan árangur borið. Ábendingar til hlutaðeigandi frá siðanefnd Sambands sveitarfélaga um að framganga af þessum tagi brjóti gegn þeim siðareglum sem gilda um kjörna fulltrúa hafa engin áhrif haft. Starfsfólk Reykjavíkurborgar hefur hvorki vettvang eða tækifæri til að bera hönd fyrir höfuð sér þegar að þeim er sótt á pólitískum vettvangi og í pólitískum tilgangi. Það hefur til þessa getað treyst á heiðarleika þess ágæta fólks sem sóst hefur eftir pólitískum áhrifum innan borgarinnar og að við öll sem störfum í þágu borgarinnar gerum það til að þjóna íbúum hennar eins og best verður á kosið. Jafnframt hefur verið hægt að treysta því að athugasemdir og gagnrýni á okkar störf, sem að sjálfsögðu á rétt á sér, hafi verið sett fram á sanngjarnan og uppbyggilegan hátt. Nú blasir hins vegar ný staða við, þar sem fáir borgarfulltrúar eitra starfsumhverfi starfsfólks Reykjavíkurborgar með fordæmalausri hegðun, atferli og framgöngu eins og að framan greinir. Og hvað er þá til ráða? Hvernig er hægt að stöðva tuddann á skólalóðinni? Þar leikum við öll hlutverk. Við sem verðum vitni að slíku gagnvart samstarfsfólki okkar eigum að láta vita og gera athugasemdir við slíka hegðun. Það eru ýmsar leiðir til þess og við eigum ekki að þurfa að óttast um störf okkar eða starfsumhverfi ef við gerum slíkt. Við sem verðum fyrir slíkum árásum höfum einnig fullt leyfi til að gera athugasemdir við þessa hegðun og koma þeim á framfæri og í frekari skoðun og úrvinnslu hjá t.d. okkar yfirmanni. Það er nefnilega ekki allt í boði í pólitískum tilgangi. Það er ekki í boði að ráðast með ómaklegum hætti gegn starfsfólki sem er að sinna störfum sínum af heiðarleika og fagmennsku. Það er ekki í boði að gera lítið úr störfum fólks og grafa þannig undan starfsánægju og starfsöryggi okkar. Það er heldur ekki í boði að bregðast ekki við þegar slíkar ómaklegar og óheiðarlegar árásir eru gerðar á starfsfólk Reykjavíkurborgar. Það er nefnilega komið nóg.
Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða Innlent Fleiri fréttir Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Sjá meira