Edda: Ekki sátt við að læknar setji ungar íþróttastelpur á pilluna ef þær hætta að fá blæðingar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. febrúar 2019 15:00 Þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir. Mynd/Fésbókarsíða Eddu Þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir gefur stelpum á kynþroskaskeiðinu góð ráð í nýjasta pistli sínum þar sem hún segir frá reynslu sinni af því þegar hún hætti að fá blæðingar. Edda Hannesdóttir vinnur nú markvisst af því að verða fyrsta íslenska þríþrautarkonan til að keppa á Ólympíuleikum en hún á möguleika að komast á ÓL 2020 í Tókýó. Edda leyfir áhugasömum að fylgjast með ferlinu frá fyrstu hendi og gefur um leið einstaka sýn inn í hugarheim íþróttamanns sem er að reynast að komast á Ólympíuleika. Edda Hannesdóttir er líka óhrædd að skrifa um öll mál sem koma að því að vera íþróttakona í fremstu röð hvort sem þau eru andleg eða líkamleg. Edda hefur skrifað mikið um andlegu hliðina að undanförnu og hversu mikilvægt það var fyrir hana að hugsa jákvætt. Í nýjasta pistlinum fannst henni tilvalið að skrifa um eitthvað annað til tilbreytingar eins og hún kemst sjálf að orði. „Ég ætla að grafa aðeins í íþróttafortíðina mína í þeirri von að það hjálpi einhverri annarri ungri stelpu í íþróttum. Undanfarið hef ég verið að skrifa í dagbókina mína um það tímabil í mínu lífi sem ég hætti að fá blæðingar,“ skrifar Edda en hún lenti í því að hætta að fá blæðingar þegar hún var sextán ára og léttist þá mikið. „Þegar ég fór til læknisins var liðið ár síðan ég fór síðast á blæðingar, og ég var búin að léttast um 8 kíló. Eftir smá skoðun og spurningar lagði læknirinn það til að ég myndi byrja á pillunni til þess að þvinga fram blæðingar og það var gert. Ég byrjaði á pillunni og fékk blæðingar aftur,“ skrifaði Edda en hún er ekki sátt með þau lausn. „Það var ekki fyrr en mörgum árum seinna sem ég áttaði mig á því hvað var í gangi í líkamanum mínum, og hversu absúrd það var hjá lækninum að "leysa málið" með því að setja mig á pilluna í stað þess að taka á vandamálinu sjálfu,“ skrifar Edda og útskýrir nánar. „Þegar konur hætta á blæðingum (ekki á breytingaskeiði) er það alvarlegt merki sem líkaminn er að senda frá sér! Í langflestum tilvikum þýðir það að líkaminn sé vannærður, undir allt of miklu álagi, sé í miklu hormónaójafnvægi eða ofæfður. Það er ekki merki um hraustleika að missa úr blæðingar, bara alls ekki,“ skrifar Edda. „Kynþroskaskeiðið er erfitt fyrir margar stelpur. Líkaminn okkar er að breytast - við fáum brjóst, rass, mjaðmir og það er mjög erfitt þegar maður er í íþróttum. Á meðan strákarnir verða hraðari á kynþroska hægist oft á stelpum og ég man að mér fannst erfitt að sætta mig við það. Ég skyldi ekki af hverju ég var ekki að fara á sömu tímum í vatninu og áður og svo framvegis. Ef ég gæti sagt eitt við 16 ára Guðlaugu væri það að þetta ástand er bara tímabundið. Þegar líkaminn nær jafnvægi aftur verður hann sterkari en áður, þá sérstaklega ef við hugsum vel um hann, nærum hann rétt og hvílum,“ skrifaði Edda. „Það að missa blæðingar er ekki eðlilegt ástand. Það að fara á pilluna leysir ekki vandamálið, heldur að hvílast, minnka æfingar og borða nóg. Mig langar að skrifa aftur borða nóg - ég þekki svo margar konur í íþróttum (þar með talið mig sjálfa) sem hafa vanmetið hversu mikið við þurfum að borða til þess að fylla á orkubirgðir líkamans fyrir, á meðan og eftir æfingar. Líkaminn er ekki í jafnvægi ef við nærum hann lítið eða illa,“ skrifaði Edda en það má sjá allan pistilinn hennar hér fyrir neðan. Aðrar íþróttir Ólympíuleikar Tengdar fréttir Edda æfir á Mallorca með jákvæðni að leiðarljósi: „Brekkur eru frábærar“ Besta þríþrautarkona Íslands slær ekki slöku við þessa dagana á meðan hún vinnur markvisst af því að vinna sér sæti á Ólympíuleikunum í Tókýó sem fara fram á næsta ári. 20. febrúar 2019 16:00 Eitt af markmiðunum að gera fullt af mistökum Guðlaug Edda Hannesdóttir er fremsta þríþrautarkona Íslands og er að vinna að því að tryggja sér farseðilinn á Ólympíuleikana í Tókýó á næsta ári. 1. febrúar 2019 13:30 Edda: Hefði átt að vera hugrökk og hlusta meira á líkamann minn Íslenska þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir ætlar að einblína á andlega heilsu á nýju ári og þar spilar hvíldin mikilvægan sess. 7. janúar 2019 14:30 Edda í „samfélagsmiðladetoxi“ í Höfðaborg CrossFit konan Katrín Tanja Davíðsdóttir gerði frábæra hluti í Höfðaborg í Suður-Afríku um síðustu helgi og nú er komið að þríþrautarkonunni Guðlaugu Eddu Hannesdóttur. 7. febrúar 2019 15:30 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Í beinni: Las Palmas - Barcelona | Börsungar gætu styrkt stöðu sína á Íslendingaslóðum Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Sjá meira
Þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir gefur stelpum á kynþroskaskeiðinu góð ráð í nýjasta pistli sínum þar sem hún segir frá reynslu sinni af því þegar hún hætti að fá blæðingar. Edda Hannesdóttir vinnur nú markvisst af því að verða fyrsta íslenska þríþrautarkonan til að keppa á Ólympíuleikum en hún á möguleika að komast á ÓL 2020 í Tókýó. Edda leyfir áhugasömum að fylgjast með ferlinu frá fyrstu hendi og gefur um leið einstaka sýn inn í hugarheim íþróttamanns sem er að reynast að komast á Ólympíuleika. Edda Hannesdóttir er líka óhrædd að skrifa um öll mál sem koma að því að vera íþróttakona í fremstu röð hvort sem þau eru andleg eða líkamleg. Edda hefur skrifað mikið um andlegu hliðina að undanförnu og hversu mikilvægt það var fyrir hana að hugsa jákvætt. Í nýjasta pistlinum fannst henni tilvalið að skrifa um eitthvað annað til tilbreytingar eins og hún kemst sjálf að orði. „Ég ætla að grafa aðeins í íþróttafortíðina mína í þeirri von að það hjálpi einhverri annarri ungri stelpu í íþróttum. Undanfarið hef ég verið að skrifa í dagbókina mína um það tímabil í mínu lífi sem ég hætti að fá blæðingar,“ skrifar Edda en hún lenti í því að hætta að fá blæðingar þegar hún var sextán ára og léttist þá mikið. „Þegar ég fór til læknisins var liðið ár síðan ég fór síðast á blæðingar, og ég var búin að léttast um 8 kíló. Eftir smá skoðun og spurningar lagði læknirinn það til að ég myndi byrja á pillunni til þess að þvinga fram blæðingar og það var gert. Ég byrjaði á pillunni og fékk blæðingar aftur,“ skrifaði Edda en hún er ekki sátt með þau lausn. „Það var ekki fyrr en mörgum árum seinna sem ég áttaði mig á því hvað var í gangi í líkamanum mínum, og hversu absúrd það var hjá lækninum að "leysa málið" með því að setja mig á pilluna í stað þess að taka á vandamálinu sjálfu,“ skrifar Edda og útskýrir nánar. „Þegar konur hætta á blæðingum (ekki á breytingaskeiði) er það alvarlegt merki sem líkaminn er að senda frá sér! Í langflestum tilvikum þýðir það að líkaminn sé vannærður, undir allt of miklu álagi, sé í miklu hormónaójafnvægi eða ofæfður. Það er ekki merki um hraustleika að missa úr blæðingar, bara alls ekki,“ skrifar Edda. „Kynþroskaskeiðið er erfitt fyrir margar stelpur. Líkaminn okkar er að breytast - við fáum brjóst, rass, mjaðmir og það er mjög erfitt þegar maður er í íþróttum. Á meðan strákarnir verða hraðari á kynþroska hægist oft á stelpum og ég man að mér fannst erfitt að sætta mig við það. Ég skyldi ekki af hverju ég var ekki að fara á sömu tímum í vatninu og áður og svo framvegis. Ef ég gæti sagt eitt við 16 ára Guðlaugu væri það að þetta ástand er bara tímabundið. Þegar líkaminn nær jafnvægi aftur verður hann sterkari en áður, þá sérstaklega ef við hugsum vel um hann, nærum hann rétt og hvílum,“ skrifaði Edda. „Það að missa blæðingar er ekki eðlilegt ástand. Það að fara á pilluna leysir ekki vandamálið, heldur að hvílast, minnka æfingar og borða nóg. Mig langar að skrifa aftur borða nóg - ég þekki svo margar konur í íþróttum (þar með talið mig sjálfa) sem hafa vanmetið hversu mikið við þurfum að borða til þess að fylla á orkubirgðir líkamans fyrir, á meðan og eftir æfingar. Líkaminn er ekki í jafnvægi ef við nærum hann lítið eða illa,“ skrifaði Edda en það má sjá allan pistilinn hennar hér fyrir neðan.
Aðrar íþróttir Ólympíuleikar Tengdar fréttir Edda æfir á Mallorca með jákvæðni að leiðarljósi: „Brekkur eru frábærar“ Besta þríþrautarkona Íslands slær ekki slöku við þessa dagana á meðan hún vinnur markvisst af því að vinna sér sæti á Ólympíuleikunum í Tókýó sem fara fram á næsta ári. 20. febrúar 2019 16:00 Eitt af markmiðunum að gera fullt af mistökum Guðlaug Edda Hannesdóttir er fremsta þríþrautarkona Íslands og er að vinna að því að tryggja sér farseðilinn á Ólympíuleikana í Tókýó á næsta ári. 1. febrúar 2019 13:30 Edda: Hefði átt að vera hugrökk og hlusta meira á líkamann minn Íslenska þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir ætlar að einblína á andlega heilsu á nýju ári og þar spilar hvíldin mikilvægan sess. 7. janúar 2019 14:30 Edda í „samfélagsmiðladetoxi“ í Höfðaborg CrossFit konan Katrín Tanja Davíðsdóttir gerði frábæra hluti í Höfðaborg í Suður-Afríku um síðustu helgi og nú er komið að þríþrautarkonunni Guðlaugu Eddu Hannesdóttur. 7. febrúar 2019 15:30 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Í beinni: Las Palmas - Barcelona | Börsungar gætu styrkt stöðu sína á Íslendingaslóðum Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Sjá meira
Edda æfir á Mallorca með jákvæðni að leiðarljósi: „Brekkur eru frábærar“ Besta þríþrautarkona Íslands slær ekki slöku við þessa dagana á meðan hún vinnur markvisst af því að vinna sér sæti á Ólympíuleikunum í Tókýó sem fara fram á næsta ári. 20. febrúar 2019 16:00
Eitt af markmiðunum að gera fullt af mistökum Guðlaug Edda Hannesdóttir er fremsta þríþrautarkona Íslands og er að vinna að því að tryggja sér farseðilinn á Ólympíuleikana í Tókýó á næsta ári. 1. febrúar 2019 13:30
Edda: Hefði átt að vera hugrökk og hlusta meira á líkamann minn Íslenska þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir ætlar að einblína á andlega heilsu á nýju ári og þar spilar hvíldin mikilvægan sess. 7. janúar 2019 14:30
Edda í „samfélagsmiðladetoxi“ í Höfðaborg CrossFit konan Katrín Tanja Davíðsdóttir gerði frábæra hluti í Höfðaborg í Suður-Afríku um síðustu helgi og nú er komið að þríþrautarkonunni Guðlaugu Eddu Hannesdóttur. 7. febrúar 2019 15:30
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti