Arnar Grétarsson: Formaður Breiðabliks vissi ekkert um fótbolta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. febrúar 2019 15:30 Breiðablik endaði í 2. sæti Pepsi-deildar karla undir stjórn Arnars árið 2015. vísir/anton Arnar Grétarsson, fyrrum þjálfari Breiðabliks í Pepsi-deild karla, tjáir sig um brottrekstur sinn í viðtali í Hlaðvarpsþættinum 90 mínútur. Breiðablik rak Arnar 9. maí 2017 eða eftir aðeins tvo leiki á tímabilinu en Blikar töpuðu þeim báðum. Arnar var þá búinn að þjálfa liðið í tvö heil tímabil auk þess að vera fyrrum leikjahæsti leikmaðurinn í sögu Breiðabliks í efstu deild. „Það er hægt að skrifa bók um það hvernig að þessu var staðið, maður hefur oft hugsað þegar maður hittir ákveðið fólk sem var í kringum liðið, það setur hausinn ofan í bringu þegar það sér mig og reynir að forðast mig. Ég hef ekkert að fela, það komu rosalega ljótar sögusagnir um mig,“ sagði Arnar í viðtalinu en honum finnst enn brottreksturinn vera galin ákvörðun og skilur hana í raun ekki ennþáþ Tímasetningin á uppsögn Arnars kom vissulega mörgum á óvart ekki síst þar sem skömmu fyrir tímabilið vildu Blikar framlengja samning hans. Hann var síðan rekinn eftir aðeins tvo leiki. „Auðvitað hefðu þeir þá frekar átt að reka mig eftir 2016 tímabilið og ekki að fara í viðræður við mig um veturinn um nýjan samning, um tvö ár í viðbót,“ segir Arnar. Hann er aftur á móti mest ósáttur við þáverandi formann Knattspyrnudeildar Breiðabliks, Ólaf Hrafn Ólafsson. Ólafur Hrafn gaf út yfirlýsingu um að brottreksturinn hafi verið óhjákvæmileg ákvörðun. Í framhaldi af því fóru allskonar sögusagnir af stað. „Þessi formaður sem var þarna, hann veit ekkert um fótbolta og veit ekki hvað þetta snýst um. Hann er bara bankamaður, að koma með svona yfirlýsingu, að nota orðið óhjákvæmilegt. Þá er verið að meina að það sé ekki hægt að vinna með manninum, hann hafi gerst brotlegur í starfi. Gert eitthvað að sér, eitthvað sem er ekki tengt fótbolta,“ segir Arnar og bætir við: „Frekar að segja að hann misst klefann eða úrslitin hafi ekki verið nóg, hvort sem ég er sáttur vð þá skýringu eða ekki, þá er það alla veganna skýring. Gunnleifur Gunnleifsson kom fram og sagði að það hafi ekki verið klefinn, ég átti góð samskipti við alla leikmenn, þetta voru eins og strákarnir mínir. Ég vildi alltaf það besta fyrir þá, ég var aldrei ósanngjarn við þá. Þetta er skrýtinn kafli,“ segir Arnar. Hlaðvarpsþátturinn, 90 mínútur er þáttur sem Hörður Snævar Jónsson, ritstjóri 433.is stýrir og má nálgast allt viðtalið við Arnar Grétarsson með því að smella hér. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Enski boltinn „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Handbolti Tveir létust í hjólreiðakeppni Sport Í beinni: Valur - Vestri | Djúpmenn kasta út neti á Hlíðarenda Íslenski boltinn „Ég er 100% pirraður“ Enski boltinn Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? Íslenski boltinn Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Formúla 1 Lánsmarkvörðurinn frá Liverpool veðjaði við Vinícius og vann Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Vestri | Djúpmenn kasta út neti á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Sjá meira
Arnar Grétarsson, fyrrum þjálfari Breiðabliks í Pepsi-deild karla, tjáir sig um brottrekstur sinn í viðtali í Hlaðvarpsþættinum 90 mínútur. Breiðablik rak Arnar 9. maí 2017 eða eftir aðeins tvo leiki á tímabilinu en Blikar töpuðu þeim báðum. Arnar var þá búinn að þjálfa liðið í tvö heil tímabil auk þess að vera fyrrum leikjahæsti leikmaðurinn í sögu Breiðabliks í efstu deild. „Það er hægt að skrifa bók um það hvernig að þessu var staðið, maður hefur oft hugsað þegar maður hittir ákveðið fólk sem var í kringum liðið, það setur hausinn ofan í bringu þegar það sér mig og reynir að forðast mig. Ég hef ekkert að fela, það komu rosalega ljótar sögusagnir um mig,“ sagði Arnar í viðtalinu en honum finnst enn brottreksturinn vera galin ákvörðun og skilur hana í raun ekki ennþáþ Tímasetningin á uppsögn Arnars kom vissulega mörgum á óvart ekki síst þar sem skömmu fyrir tímabilið vildu Blikar framlengja samning hans. Hann var síðan rekinn eftir aðeins tvo leiki. „Auðvitað hefðu þeir þá frekar átt að reka mig eftir 2016 tímabilið og ekki að fara í viðræður við mig um veturinn um nýjan samning, um tvö ár í viðbót,“ segir Arnar. Hann er aftur á móti mest ósáttur við þáverandi formann Knattspyrnudeildar Breiðabliks, Ólaf Hrafn Ólafsson. Ólafur Hrafn gaf út yfirlýsingu um að brottreksturinn hafi verið óhjákvæmileg ákvörðun. Í framhaldi af því fóru allskonar sögusagnir af stað. „Þessi formaður sem var þarna, hann veit ekkert um fótbolta og veit ekki hvað þetta snýst um. Hann er bara bankamaður, að koma með svona yfirlýsingu, að nota orðið óhjákvæmilegt. Þá er verið að meina að það sé ekki hægt að vinna með manninum, hann hafi gerst brotlegur í starfi. Gert eitthvað að sér, eitthvað sem er ekki tengt fótbolta,“ segir Arnar og bætir við: „Frekar að segja að hann misst klefann eða úrslitin hafi ekki verið nóg, hvort sem ég er sáttur vð þá skýringu eða ekki, þá er það alla veganna skýring. Gunnleifur Gunnleifsson kom fram og sagði að það hafi ekki verið klefinn, ég átti góð samskipti við alla leikmenn, þetta voru eins og strákarnir mínir. Ég vildi alltaf það besta fyrir þá, ég var aldrei ósanngjarn við þá. Þetta er skrýtinn kafli,“ segir Arnar. Hlaðvarpsþátturinn, 90 mínútur er þáttur sem Hörður Snævar Jónsson, ritstjóri 433.is stýrir og má nálgast allt viðtalið við Arnar Grétarsson með því að smella hér.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Enski boltinn „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Handbolti Tveir létust í hjólreiðakeppni Sport Í beinni: Valur - Vestri | Djúpmenn kasta út neti á Hlíðarenda Íslenski boltinn „Ég er 100% pirraður“ Enski boltinn Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? Íslenski boltinn Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Formúla 1 Lánsmarkvörðurinn frá Liverpool veðjaði við Vinícius og vann Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Vestri | Djúpmenn kasta út neti á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Sjá meira