Viðskipti innlent

Toys R´ Us verður Kids Coolshop

Kjartan Kjartansson skrifar
Toys R' Us rekur meðal annars verslun á Smáratorgi.
Toys R' Us rekur meðal annars verslun á Smáratorgi. Vísir/Vilhelm
Leikfangakeðjan Kids Coolshop hefur tekið yfir rekstur Toys R´ Us á Íslandi. Í tilkynningu frá Toys R´ Us kemur fram að nafni verslunarinnar verði breytt á næstu vikum yfir í vörumerki nýja eigandans. Móðurfélag Toys R´ Us var úrskurðað gjaldþrota í desember.

Greint er frá yfirtökunni á Facebook-síðu Toys R´ Us á Íslandi. Þar segir að samningar þess efnis hafi verið kláraðar í gær og að nýir eigendur hafi tekið við öllum verslunum og starfsfólki.

„Næstu daga mun bætast við fjöldi nýrra tilboða og afsláttur á nær allar vörur Toys“R“US og ættu því allir að gera góð kaup síðustu daga Toys“R“US á Íslandi, endilega nýtið gjafabréf en tekið verður við öllum Toys“R“US gjafabréfum þar til ný verslun KiDS Coolshop verður opnuð,“ segir í færslunni.

Kids Coolshop er dönsk netverslun með leikföng sem hefur að undanförnu tekið yfir rekstur leikfangaverslana. Hún tekur yfir reksturinn af Top Toy, dönsku móðurfyrirtæki Toys R´Us á Íslandi, sem fór á hausinn í lok síðasta árs.




Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×