Bæjarstjóri skaut að lögregluþjónum í Flórída Samúel Karl Ólason skrifar 23. febrúar 2019 13:42 Frá æfingu lögregluþjóna í Flórída. Myndin tengist fréttinni ekki með beinum hætti. AP/Omar Ricardo Aquije Dale Glen Massad, bæjarstjóri Port Richey í Flórída, skaut á fimmtudaginn á sérsveit lögreglunnar sem komin var að heimili bæjarstjórans. Lögregluþjónar voru þangað komnir til að handtaka Massad fyrir að stunda lækningar, þar á meðal skurðaðgerð, án réttinda. Chris Nocco, fógeti, segir Massad hafa skotið tveimur skotum að lögregluþjónum áður en hann var handtekinn. Engan sakaði þó en Massad hefur verið ákærður fyrir tvær tilraunir til manndráps.Samkvæmt Washington Post kynntu lögregluþjónar sig og bönkuðu hjá Massad. Þá reyndu þeir að brjóta niður hurðina og skjóta hana af lömunum en uppgötvuðu að hún opnaðist út á við. Eftir að þeir heyrðu tvo skothvelli fóru þeir aftur að bílum sínum og sáu Massad í glugga á efri hæð hússins. Þar stóð hann með byssu í einni hendi og síma í henni. Lögregluþjónarnir réðust aftur til atlögu og handtóku Massad, sem samkvæmt fógetanum lýsti því yfir að hann ætlaði ekki aftur í fangelsi. Lögregluþjónar töldu sig vissa um að Massad væri undir áhrifum fíkniefna þegar þeir réðust til atlögu og hafði hann einnig nýverið verið handtekinn vegna heimiliserja. „Hann er heppinn að vera ekki dáinn,“ sagði Nocco. „Þegar einhver segir að hann ætli sér ekki aftur í fangelsi endar það yfirleitt með skothríð, þeir reyni að flýja eða reyni að fá lögregluþjóna til að skjóta sig. Massad var læknir á árunum 1977 til 1992 en skilaði inn réttindum sínum eftir að þriggja ára sjúklingur hans dó. Samkvæmt Washington Post gaf hann barninu Valíum, án þess að kanna hver leyfilegur skammtur væri í þessu tilfelli, og leyfði tannlækni að gefa barninu svefnlyf, aftur án þess að kanna hver leyfilegur skammtur væri. Barnið dó vegna of stórra skammta. Þá var hann kosinn bæjarstjóri í kosningum árið 2015. Einungis 27 prósent kjósenda í Port Richey, þar sem um 2.600 manns búa, greiddu atkvæði og Massad fékk í heildina 182 atkvæði. Hann sigraði tvo aðra frambjóðendur. Massad og þáverandi kærasta hans voru handtekin í ágúst, vegna heimiliserja, en lögregluþjónar höfðu þá verið kallaðir fjórum sinnum til heimilis þeirra á fáeinum mánuðum. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Sjá meira
Dale Glen Massad, bæjarstjóri Port Richey í Flórída, skaut á fimmtudaginn á sérsveit lögreglunnar sem komin var að heimili bæjarstjórans. Lögregluþjónar voru þangað komnir til að handtaka Massad fyrir að stunda lækningar, þar á meðal skurðaðgerð, án réttinda. Chris Nocco, fógeti, segir Massad hafa skotið tveimur skotum að lögregluþjónum áður en hann var handtekinn. Engan sakaði þó en Massad hefur verið ákærður fyrir tvær tilraunir til manndráps.Samkvæmt Washington Post kynntu lögregluþjónar sig og bönkuðu hjá Massad. Þá reyndu þeir að brjóta niður hurðina og skjóta hana af lömunum en uppgötvuðu að hún opnaðist út á við. Eftir að þeir heyrðu tvo skothvelli fóru þeir aftur að bílum sínum og sáu Massad í glugga á efri hæð hússins. Þar stóð hann með byssu í einni hendi og síma í henni. Lögregluþjónarnir réðust aftur til atlögu og handtóku Massad, sem samkvæmt fógetanum lýsti því yfir að hann ætlaði ekki aftur í fangelsi. Lögregluþjónar töldu sig vissa um að Massad væri undir áhrifum fíkniefna þegar þeir réðust til atlögu og hafði hann einnig nýverið verið handtekinn vegna heimiliserja. „Hann er heppinn að vera ekki dáinn,“ sagði Nocco. „Þegar einhver segir að hann ætli sér ekki aftur í fangelsi endar það yfirleitt með skothríð, þeir reyni að flýja eða reyni að fá lögregluþjóna til að skjóta sig. Massad var læknir á árunum 1977 til 1992 en skilaði inn réttindum sínum eftir að þriggja ára sjúklingur hans dó. Samkvæmt Washington Post gaf hann barninu Valíum, án þess að kanna hver leyfilegur skammtur væri í þessu tilfelli, og leyfði tannlækni að gefa barninu svefnlyf, aftur án þess að kanna hver leyfilegur skammtur væri. Barnið dó vegna of stórra skammta. Þá var hann kosinn bæjarstjóri í kosningum árið 2015. Einungis 27 prósent kjósenda í Port Richey, þar sem um 2.600 manns búa, greiddu atkvæði og Massad fékk í heildina 182 atkvæði. Hann sigraði tvo aðra frambjóðendur. Massad og þáverandi kærasta hans voru handtekin í ágúst, vegna heimiliserja, en lögregluþjónar höfðu þá verið kallaðir fjórum sinnum til heimilis þeirra á fáeinum mánuðum.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Sjá meira