Bíó og sjónvarp

Green Book og Colman stálu senunni á Óskarnum

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Leikarar stilla sér upp með Óskarsverðlaunin sín, Rami Malek laumar kossi á kinn Oliviu Colman á meðan Regina King og Mahershala Ali líta undan.
Leikarar stilla sér upp með Óskarsverðlaunin sín, Rami Malek laumar kossi á kinn Oliviu Colman á meðan Regina King og Mahershala Ali líta undan. getty/ Valérie Macon
Green Book var valin besta kvikmyndin á Óskarsverðlaunahátíðinni í nótt, þvert á spár flestra gagnrýnenda. Hún hlaut alls þrjár styttur, rétt eins og kvikmyndirnar Black Panther og Roma, en almennt hafði verið gert ráð fyrir að sú síðarnefnda myndi standa upp sem sigurvegari næturinnar. Það var hins vegar Queen-kvikmyndin Bohemian Rhapsody sem fékk flest verðlaun, fjögur talsins.

Óskarsverðlaunahátíðinni í nótt hefur verið lýst sem sögulegri, ekki síst í ljósi fjölbreyttra verðlaunahafa, óvæntra úrslita og þess að enginn kynnir var á hátíðinni í ár.

Þannig þótti ýmsum koma á óvart að Olivia Colman, sem þó var talin til alls líkleg, skyldi hreppa Óskarinn sem besta leikkonan fyrir frammistöðu sína sem Anna drottning í kvikmyndinni The Favorite. Colman hafði hlotið mikið lof fyrir frammistöðu sína í aðdraganda hátíðarinnar - en engu að síður var talið að hin reynslumikla Glenn Close myndi hljóta Óskarinn í ár.

Colman var því himinlifandi þegar hún veitti styttunni viðtöku í nótt. „Þetta er í alvöru mjög stressandi,“ sagði Colman í ræðu sinni. „Þetta er sprenghlægilegt - ég fékk Óskar!“ Þrátt fyrir að The Favorite hafi fengið 10 tilnefningar reyndust þetta vera einu verðlaunin sem myndin hlaut í nótt.

Rami Malek hlaut auk þess Óskarsverðlaun fyrir frammistöðu sína sem Freddie Mercury í Bohemian Rhapsody. „Ég var kannski ekki augljósa valið í þetta hlutverk, en það virðist hafa virkað,“ sagði Malek og uppskar hlátur fyrir vikið.

Annar karlleikari, Mahershala Ali, fékk auk þess önnur Óskarsverðlaunin sín fyrir aukahlutverk á þremur árum. Ali þótti eiga styttuna skilið í ár fyrir túlkun sína á jazzpíanistanum Don Shirley í Green Book, en hann hafði áður hlotið Óskarinn fyrir frammistöðu sína í Moonlight.

Þá fékk leikstjórinn Spike Lee loks Óskar, þó ekki fyrir leikstjórn heldur fyrir bestu útfærslu á handriti sem byggir á öðru verki. Kvikmyndin BlackKklansman, sem byggð er á sönnum atburðum, þótti til þess fallin að brjóta Óskarsísinn fyrir Spike Lee, sem fékk heiðursverðlaun árið 2016.

Óskarinn fyrir bestu leikstjórn féll svo í skaut Alfonso Cuarón, sem leikstýrði Netflix-myndinni Roma. Margir höfðu spáð myndinni góðu gengi á hátíðinni en hún hreppti alls þrjár styttur; fyrir leikstjórn, kvikmyndatöku og sem besta erlenda kvikmyndin.

Hér að neðan má sjá lista yfir marga helstu vinningshafa næturinnar.

Hér má sjá Lady Gaga taka við verðlaunum fyrir besta frumsamda lagið, Shallow, sem flutt var í kvikmyndinni A Star is Born

Besta myndin

BlacKkKlansman

Black Panther

Bohemian Rhapsody

The Favourite

Green Book

Roma

A Star Is Born

Vice

Besti leikstjóri

Alfonso Cuaron (Roma)

Yorgos Lanthimos (The Favourite)

Spike Lee (BlacKkKlansman)

Adam McKay (Vice)

Pawel Pawlikowski (Cold War)

Besta leikkona

Yalitza Aparicio (Roma)

Glenn Close (The Wife)

Olivia Colman (The Favourite)

Lady Gaga (A Star Is Born)

Melissa McCarthy (Can You Ever Forgive Me?)



Besti leikari

Christian Bale (Vice)

Bradley Cooper (A Star Is Born)

Willem Dafoe (At Eternity's Gate)

Rami Malek (Bohemian Rhapsody)

Viggo Mortensen (Green Book)

Besta leikkona í aukahlutverki

Amy Adams (Vice)

Marina de Tavira (Roma)

Regina King (If Beale Street Could Talk)

Emma Stone (The Favourite)

Rachel Weisz (The Favourite)

Besti leikari í aukahlutverki

Mahershala Ali (Green Book)

Adam Driver (BlacKkKlansman)

Sam Elliott (A Star Is Born)

Richard E. Grant (Can You Ever Forgive Me?)

Sam Rockwell (Vice)



Besta erlenda myndin

Capernaum (Líbanon)

Cold War (Pólland)

Never Look Away (Þýskaland)

Roma (Mexíkó)

Shoplifters (Japan)

Besta heimildarmyndin

Free Solo


Hale County This Morning, This Evening

Minding the Gap

Of Fathers and Sons

RBG

Besta búningahönnun

The Ballad of Buster Scruggs (Mary Zophres)

Black Panther (Ruth E. Carter)

The Favourite (Sandy Powell)

Mary Poppins Returns (Sandy Powell)

Mary Queen of Scots (Alexandra Byrne)



Besta hljóðsetning

Black Panther

Bohemian Rhapsody

First Man

A Quiet Place

Roma

Besta hljóðblöndun

Black Panther

Bohemian Rhapsody

First Man

Roma

A Star Is Born



Besta stuttteiknimyndin 

Animal Behaviour

Bao

Late Afternoon

One Small Step

Weekends



Besta kvikmyndaklippingin

BlacKkKlansman (Barry Alexander Brown)

Bohemian Rhapsody (John Ottman)

The Favourite (Yorgos Mavropsaridis)

Green Book (Patrick J. Don Vito)

Vice (Hank Corwin)

Besta kvikmyndatónlistin 

Black Panther (Ludwig Goransson)

BlacKkKlansman (Terence Blanchard)

If Beale Street Could Talk (Nicholas Britell)

Isle of Dogs (Alexandre Desplat)

Mary Poppins Returns (Marc Shaiman)

Besta stuttheimildarmyndin

Black Sheep

End Game

Lifeboat

A Night at the Garden

Period. End of Sentence.

Besta útlit myndar

Black Panther (Hannah Beachler and Jay Hart)

The Favourite (Fiona Crombie and Alice Felton)

First Man (Nathan Crowley and Kathy Lucas)

Mary Poppins Returns (John Myhre and Gordon Sim)

Roma (Eugenio Caballero and Barbara Enriquez)

Bestu tæknibrellur

Avengers: Infinity War

Christopher Robin

First Man

Ready Player One

Solo: A Star Wars Story

Besta kvikmyndataka

The Favourite (Robbie Ryan)

Never Look Away (Caleb Deschanel)

Roma (Alfonso Cuaron)

A Star Is Born (Matty Libatique)

Cold War (Lukasz Zal)



Besta hár og förðun

Border

Mary Queen of Scots

Vice



Besta teiknimyndin

Incredibles 2

Isle of Dogs

Mirai

Ralph Breaks the Internet

Spider-Man: Into the Spider-Verse

Besta lagið í kvikmynd

"All the Stars" (Black Panther)

"I'll Fight" (RBG)

"The Place Where Lost Things Go" (Mary Poppins Returns)

"Shallow" (A Star Is Born)

"When a Cowboy Trades His Spurs for Wings" (The Ballad of Buster Scruggs)


Tengdar fréttir

Þessi eru talin líklegust til að hreppa Óskarinn

Óskarsverðlaunakapphlaupið hófst formlega í dag þegar opnað var fyrir kosningu þar sem meðlimir kvikmyndaakademíunnar í Bandaríkjunum greiða þeim atkvæða sem þeir vilja að vinni verðlauna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×