Sport

Hafnaboltaleik hætt um stund þar sem ernir voru að slást um fisk | Myndband

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Skallaörn á flugi.
Skallaörn á flugi. vísir/getty
Áhorfendur á háskólaleik í hafnabolta um helgina fengu meira fyrir peninginn en þeir áttu upprunalega von á.

Seint í leiknum voru nefnilega tveir ernir að slást um fisk sem síðan lenti á vellinum í öllum látum.

Það var gjóður sem hafði nælt í fiskinn en var hundeltur af skallaerni sem vildi fá bráðina. Gjóðurinn gaf eftir og sleppti fiskinum.





Gera varð hlé á leiknum með fisknum á vellinum enda sveimaði skallaörninn yfir og var að gera sig líklegan til þess að ná í fiskinn.

Í stað þess að leyfa honum að fá fiskinn þá kom einhver leiðinlegur liðsstjóri inn á völlinn, pakkaði fiskinum inn í handklæði og hljóp með hann af velli.

Örninn varð því að finna kvöldmatinn annars staðar þennan daginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×