Hagfræði auðkýfinganna Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 26. febrúar 2019 07:00 Þeir ríku verða ríkari og hinir fátæku fátækari. Þetta vita allir og finnst flestum ferlegt. En þó ekki svo að það borgi sig að gera eitthvað í því. Og af hverju ekki? Jú, fræðingar hafa talið okkur í trú um að það sé svo óábyrgt, eiginlega alveg galið. Hér á Spáni er þróunin við það að afhjúpa hagsæld þessarar „ábyrgu“ leiðar. Tökum dæmi: Áður sáu lítil fyrirtæki venjulegast um rekstur skólamötuneyta í sinni heimabyggð, þar til fyrir nokkrum árum að ný skilyrði voru sett við útboð á slíkum rekstri en þau kváðu á um að fyrirtækin yrðu að hafa himinháa ársreikninga til að geta tekið þátt. Með þessu átti að koma í veg fyrir skömm eins og þá þegar óstöndugt fyrirtæki lagði upp laupana og skildi skólakrakka í einum grunnskóla í Granada eftir með tóma diska. Fleiri lög hafa einnig hjálpað til þannig að í dag er þessi rekstur að mestu í höndum fjögurra stórfyrirtækja. Þau þéna vel og foreldrarnir borga minna fyrir matinn. Eru þá ekki allir bara kátir? Ja, ekki þeir sem verða að borða þennan mat sem er næringarrýr og ólystugur, ekki foreldrar vannærðra barnanna, ekki fólkið sem vinnur í mötuneytunum sem nær ekki lengur endum saman og ekki umhverfið en hagræðið felst meðal annars í því að flytja fæðið útum allt land úr risastórum verksmiðjum. Það er að segja, þetta er gott fyrir örfáa auðkýfinga sem hafa efni á því að senda krakka sína í einkaskóla þar sem alvöru matur er borinn á borð. Ef hagfræðingar telja þetta góða þróun þá var ég aldeilis plataður þegar ég lét segja mér að hagfræðin fengist við það hvernig flestir gætu haft það sem best. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Þeir ríku verða ríkari og hinir fátæku fátækari. Þetta vita allir og finnst flestum ferlegt. En þó ekki svo að það borgi sig að gera eitthvað í því. Og af hverju ekki? Jú, fræðingar hafa talið okkur í trú um að það sé svo óábyrgt, eiginlega alveg galið. Hér á Spáni er þróunin við það að afhjúpa hagsæld þessarar „ábyrgu“ leiðar. Tökum dæmi: Áður sáu lítil fyrirtæki venjulegast um rekstur skólamötuneyta í sinni heimabyggð, þar til fyrir nokkrum árum að ný skilyrði voru sett við útboð á slíkum rekstri en þau kváðu á um að fyrirtækin yrðu að hafa himinháa ársreikninga til að geta tekið þátt. Með þessu átti að koma í veg fyrir skömm eins og þá þegar óstöndugt fyrirtæki lagði upp laupana og skildi skólakrakka í einum grunnskóla í Granada eftir með tóma diska. Fleiri lög hafa einnig hjálpað til þannig að í dag er þessi rekstur að mestu í höndum fjögurra stórfyrirtækja. Þau þéna vel og foreldrarnir borga minna fyrir matinn. Eru þá ekki allir bara kátir? Ja, ekki þeir sem verða að borða þennan mat sem er næringarrýr og ólystugur, ekki foreldrar vannærðra barnanna, ekki fólkið sem vinnur í mötuneytunum sem nær ekki lengur endum saman og ekki umhverfið en hagræðið felst meðal annars í því að flytja fæðið útum allt land úr risastórum verksmiðjum. Það er að segja, þetta er gott fyrir örfáa auðkýfinga sem hafa efni á því að senda krakka sína í einkaskóla þar sem alvöru matur er borinn á borð. Ef hagfræðingar telja þetta góða þróun þá var ég aldeilis plataður þegar ég lét segja mér að hagfræðin fengist við það hvernig flestir gætu haft það sem best.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar