Lífið

Fermingarterta skreytt með gulli

Elín Albertsdóttir skrifar
Harpa Karin gullfalleg á fermingardaginn sinn. Kjólinn pantaði hún frá asos. Móðir hennar bakaði afar glæsilegar tertur af öllum stærðum. Til dæmis tvenns konar kransakökur.
Harpa Karin gullfalleg á fermingardaginn sinn. Kjólinn pantaði hún frá asos. Móðir hennar bakaði afar glæsilegar tertur af öllum stærðum. Til dæmis tvenns konar kransakökur.

Berglind Hreiðarsdóttir hefur haldið úti glæsilegri bloggsíðu þar sem sjá má gullfallegar tertur. Berglind bauð upp á gulltertu í fermingu dóttur sinnar og gefur hér uppskriftina að henni.

Berglind er vinsæll bloggari en síðan hennar nefnist gotteri.is. Þar geta lesendur kynnst alls kyns girnilegum kökum en Berglind hefur haldið námskeið í kökugerð. "Næsta ferming hjá mér verður eftir fjögur ár og ég er strax farin að h

Dóttir mín, Harpa Karin Hermannsdóttir, hafði líka ákveðnar skoðanir og við plönuðum þetta í jólafríinu hennar. Við vorum sem sagt mjög skipulagðar,“ segir Berglind. „Við pöntuðum til dæmis allar skreytingarnar á netinu og það er gott að vera tímanlega í því. Hún valdi síðan kjól í stíl sem við pöntuðum á asos. Harpa er núna að klára tíunda bekk í Varmár­skóla og svo tekur alvaran við næsta vetur í framhaldsskóla,“ segir Berglind sem segist trúa því að næst þegar hún þarf að ferma verði tískan líklega orðin svolítið breytt.

Berglind er mikill snillingur í kökubakstri og henni finnst ótrúlega skemmtilegt að halda veislu. Hún hlakkar til næstu fermingar. Fréttablaðið/Eyþór

Fermingarterta með gulláferð

(uppskriftin dugar fyrir 3 form, 6, 8 og 12'')

Hér þarf að notast við smelluform og kökuplast (fæst í Allt í köku en einnig oft hægt að fá að kaupa í bakaríum). Eftir að kökubotnar hafa verið bakaðir þarf að klæða smelluformið að innan með kökuplasti og raða lögunum saman inni í því. Mikilvægt er að vera einnig með pappaspjöld fyrir tvo minni botnana og „burðarsúlur“.

Brownie botnar

450 g smjör

285 g sykur

210 g púðursykur

6 egg

600 g suðusúkkulaði

1 tsk. salt

5 msk. bökunarkakó

225 g hveiti

7 msk. volgt vatn

4 tsk. vanilludropar

Þeytið saman sykur (báðar tegundir) og smjör þar til létt og ljóst. Bætið eggjunum saman við einu í einu og skafið á milli. Bræðið súkkulaðið og hrærið í blönduna. Setjið þurrefnin út í og loks vatnið og vanilludropana. Klæðið smelluform með bökunarpappír í botninn og spreyið PAM á hliðarnar. Skiptið deiginu á milli formanna svo allir botnarnir verði svipaðir á þykkt. Bakið í 175° heitum ofni í um 30-35 mínútur eða þar til prjónn kemur út með smá kökumylsnu á endanum (ekki blautu deigi). Kælið og geymið þar til allt annað er tilbúið.

Þarna setti Berglind upp nammibar eins og vinsælt er í fermingum.

Svampbotnar

6 egg

570 g sykur

375 g hveiti

3 tsk. lyftiduft

300 ml vatn

150 g smjör

Þeytið saman sykur og egg þar til létt og ljóst. Hitið saman vatn og smjör og leggið til hliðar. Blandið hveiti og lyftidufti saman við eggjablönduna og loks vatni og smjöri þegar bráðið. Skiptið niður í formin þrjú. Bakið við 200°C í um 15 mínútur eða þar til botnarnir verða gullinbrúnir. Kælið og skiptið síðan hverjum botni í tvennt með kökuskera, geymið þar til síðar.

Jarðarberjamús

15 gelatínblöð

230 g sykur

1 kg jarðarber (maukuð í blandara)

5 msk. sítrónusafi

1 l rjómi (þeyttur)

Leggið gelatínblöðin í bleyti í um 1 lítra af köldu vatni. Hitið saman maukuð berin, sítrónusafann og sykurinn þar til heitt (alls ekki sjóða). Bætið gelatíni saman við berjablönduna, hafið hana á vægum hita og hrærið vel á milli hvers blaðs. Hitið þar til vel blandað (um 5 mín.) og færið þá yfir í skál og leyfið að ná stofuhita. Því næst má kæla blönduna í um klukkustund en hræra vel í henni á milli. Um leið og blandan fer að verða hlaupkennd má blanda henni saman við þeytta rjómann með sleif og smyrja ofan á brownie botnana. Kælið og leyfið músinni að taka sig áður en haldið er áfram (a.m.k. 1 klst.).

Þeyttur rjómi og samsetning

1 l þeyttur rjómi á milli svampbotnanna

Stífþeytið rjómann og haldið því næst áfram með samsetninguna.Fyrri svampbotinn settur ofan á jarðarberjamúsina, því næst þeyttur rjóminn og loks seinni svampbotninn. Nú þarf að plasta kökurnar og kæla í að minnsta kosti 4 klukkustundir eða yfir nótt. Smelluforminu er þá smeygt af og plastið fjarlægt. Kakan ætti að vera stíf og fín. Hér þarf að hjúpa hverja köku með þunnu lagi af hvítu smjörkremi, stafla henni með stoðum og skreyta að vild. Að þessu sinni notaði ég orkídeur, rósir, brúðarslör og litlar makkarónur (litaði ljósar makkarónur með gulldufti).






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.