Ónæmi og óþarfi Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 26. febrúar 2019 07:00 Samráð er hafið um frumvarpsdrög atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra sem tekur til breytinga á lögum um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim. Hér er um að ræða viðbragð stjórnvalda við dómum Hæstaréttar Íslands og EFTA-dómstólsins um að núverandi fyrirkomulag leyfisveitinga fyrir innflutningi kjöts og eggja, og frystiskyldu kjöts, brjóti í bága við EES-samninginn. Frumvarpið er yfirgripsmikið; markmið þess og aðferðir virðast rækilega rökstudd. Að auki virðist, miðað við greinargerð frumvarpsins, að nokkuð víðtækt samráð hafi átt sér stað við ritun þess, þar á meðal um myndun verkefnastjórnar um nauðsynlegar mótvægisaðgerðir sem stjórnvöld munu þurfa að grípa til með þessum breytingum. Í þeim hópi er að finna fulltrúa stjórnvalda, bændasamtaka og atvinnulífsins. Með breytingum er áætlað að ábati neytenda verði tæpar 900 milljónir króna á ári, á meðan áætlaður heildarsamdráttur í tekjum innlendra framleiðenda landbúnaðarafurða verði allt að 600 milljónum króna á ársgrundvelli. Að auki felst ábati neytenda í betra úrvali matvæla og meiri samkeppni á matvælamarkaði. Hins vegar er efnahagslegur ábati neytenda á engan hátt það mikilvægasta í þessu samhengi. Ógnin sem felst í auknu sýklalyfjaónæmi er ein sú alvarlegasta sem blasir við mannkyni og líkur eru á að um miðja öld verði ónæmi einhver mesta áskorun sem nútíma læknavísindi hafa þurft að takast á við. Margþættar ástæður búa að baki útbreiðslu sýklalyfjaónæmis, þar á meðal er ofnotkun sýklalyfja í almennri heilbrigðisþjónustu og búfjárframleiðslu. Sýklalyfjaónæmi á Íslandi er umtalsvert minna en gengur og gerist víðast hvar annars staðar, þennan árangur ber að vernda. En er það hægt með innflutningi á ferskum matvælum? Útbreiðsla sýklalyfjaónæmis er óneitanlega fylgifiskur þeirra tíma sem við lifum, en með skilvirkum og vel fjármögnuðum mótvægisaðgerðum, eins og þeim sem tíundaðar eru í frumvarpinu, á að lágmarka þá áhættu. Athyglisvert er að á sama tíma og tekist er á um ferska matvöru þá hefur greið leið sýklalyfjaónæmra baktería til landsins með ferðamönnum fengið litla athygli. Þetta er hætta sem er til staðar og mun fara vaxandi á næstu árum en lítill áhugi virðist á því að vekja ferðamenn og ferðaþjónustufyrirtæki til umhugsunar um þetta. Frumvarp atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra er nauðsynlegt viðbragð við skekkju sem leiðrétta þarf til að hlíta dómi EFTA, ellegar er hætta á neikvæðum áhrifum af aðild að EES. Þeir sem tala fyrir hagsmunum íslensks landbúnaðar ættu að horfast í augu við þessa staðreynd og þess í stað beina orku sinni og athygli að því að hvetja fólk til að kaupa frekar íslenskar vörur en aðrar. Það ætti ekki að vera flókið verk. Fjórðung af heildarlosun gróðurhúsalofttegunda má rekja til framleiðslu og flutnings matvæla. Og á tímum þar sem heimsbyggðin hefur sameinast um að stemma stigu við allra verstu hörmungum hnattrænna loftslagsbreytinga með því að draga úr losun, þá skýtur skökku við að auka enn innflutning matvæla þegar höfuðáhersla ætti að vera á innlenda sjálfbærni í matvælaframleiðslu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kjartan Hreinn Njálsson Landbúnaður Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Kyrrstöðuna verður að rjúfa! Lausn fyrir verðandi innviðaráðherra Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Íslenskan og menningararfurinn Sólveig Dagmar Þórisdóttir skrifar Skoðun Mannúðlegri úrræði Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Læknar á landsbyggðinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íslensk verðtrygging á mannamáli! Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Varðhundar kerfisins Lára Herborg Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Samráð er hafið um frumvarpsdrög atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra sem tekur til breytinga á lögum um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim. Hér er um að ræða viðbragð stjórnvalda við dómum Hæstaréttar Íslands og EFTA-dómstólsins um að núverandi fyrirkomulag leyfisveitinga fyrir innflutningi kjöts og eggja, og frystiskyldu kjöts, brjóti í bága við EES-samninginn. Frumvarpið er yfirgripsmikið; markmið þess og aðferðir virðast rækilega rökstudd. Að auki virðist, miðað við greinargerð frumvarpsins, að nokkuð víðtækt samráð hafi átt sér stað við ritun þess, þar á meðal um myndun verkefnastjórnar um nauðsynlegar mótvægisaðgerðir sem stjórnvöld munu þurfa að grípa til með þessum breytingum. Í þeim hópi er að finna fulltrúa stjórnvalda, bændasamtaka og atvinnulífsins. Með breytingum er áætlað að ábati neytenda verði tæpar 900 milljónir króna á ári, á meðan áætlaður heildarsamdráttur í tekjum innlendra framleiðenda landbúnaðarafurða verði allt að 600 milljónum króna á ársgrundvelli. Að auki felst ábati neytenda í betra úrvali matvæla og meiri samkeppni á matvælamarkaði. Hins vegar er efnahagslegur ábati neytenda á engan hátt það mikilvægasta í þessu samhengi. Ógnin sem felst í auknu sýklalyfjaónæmi er ein sú alvarlegasta sem blasir við mannkyni og líkur eru á að um miðja öld verði ónæmi einhver mesta áskorun sem nútíma læknavísindi hafa þurft að takast á við. Margþættar ástæður búa að baki útbreiðslu sýklalyfjaónæmis, þar á meðal er ofnotkun sýklalyfja í almennri heilbrigðisþjónustu og búfjárframleiðslu. Sýklalyfjaónæmi á Íslandi er umtalsvert minna en gengur og gerist víðast hvar annars staðar, þennan árangur ber að vernda. En er það hægt með innflutningi á ferskum matvælum? Útbreiðsla sýklalyfjaónæmis er óneitanlega fylgifiskur þeirra tíma sem við lifum, en með skilvirkum og vel fjármögnuðum mótvægisaðgerðum, eins og þeim sem tíundaðar eru í frumvarpinu, á að lágmarka þá áhættu. Athyglisvert er að á sama tíma og tekist er á um ferska matvöru þá hefur greið leið sýklalyfjaónæmra baktería til landsins með ferðamönnum fengið litla athygli. Þetta er hætta sem er til staðar og mun fara vaxandi á næstu árum en lítill áhugi virðist á því að vekja ferðamenn og ferðaþjónustufyrirtæki til umhugsunar um þetta. Frumvarp atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra er nauðsynlegt viðbragð við skekkju sem leiðrétta þarf til að hlíta dómi EFTA, ellegar er hætta á neikvæðum áhrifum af aðild að EES. Þeir sem tala fyrir hagsmunum íslensks landbúnaðar ættu að horfast í augu við þessa staðreynd og þess í stað beina orku sinni og athygli að því að hvetja fólk til að kaupa frekar íslenskar vörur en aðrar. Það ætti ekki að vera flókið verk. Fjórðung af heildarlosun gróðurhúsalofttegunda má rekja til framleiðslu og flutnings matvæla. Og á tímum þar sem heimsbyggðin hefur sameinast um að stemma stigu við allra verstu hörmungum hnattrænna loftslagsbreytinga með því að draga úr losun, þá skýtur skökku við að auka enn innflutning matvæla þegar höfuðáhersla ætti að vera á innlenda sjálfbærni í matvælaframleiðslu.
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar