Írar biðja fyrir því að Jón Þröstur finnist Ari Brynjólfsson skrifar 26. febrúar 2019 06:30 Jón Þröstur var á Bonnington-hótelinu, gekk í norðurátt fram hjá Highfield-hjúkrunarheimilinu þar sem hann sást á eftirlitsmyndavél. Ekkert hefur sést til hans síðan. Rannsóknarlögreglumaður sagði leitarmenn, hunda og þyrlu hafa farið yfir "grænu svæðin“ við hótelið og Highfield. „Við fengum verðskuldaðan frídag í fyrradag eftir tvær vikur af keyrslu. Það voru allir andlega og líkamlega örmagna. Nú erum við bara að halda áfram að leita og biðja fólk um aðstoð,“ segir Daníel Örn Wiium, yngri bróðir Jóns Þrastar Jónssonar, í samtali við Fréttablaðið. Jón Þröstur hvarf að morgni laugardagsins 9. febrúar í Whitehall, úthverfi Dyflinnar. Hann var á öðrum degi 10 daga ferðalags ásamt kærustu sinni, en Jón var þangað kominn til að taka þátt í pókermóti og skoða kastala. Jón Þröstur fór af hótelinu án síma og vegabréfs, en talið er líklegt að hann hafi haft greiðslukort á sér. Kortið hefur ekki verið notað frá því hann hvarf. Írskir miðlar hafa greint frá því að hann gæti hafa haft reiðufé á sér, en ekki liggur fyrir hversu mikið. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra ræddi málið við Simon Coveney, utanríkisráðherra Írlands, í gær. „Ég þakkaði honum fyrir þann hlýhug sem við finnum frá írsku þjóðinni í tengslum við þetta erfiða mál,“ segir Guðlaugur Þór. Hann fann það á Coveney að hvarf Jóns Þrastar lægi þungt á írsku þjóðinni. „Það fór ekkert á milli mála. Hann þekkti mjög vel til málsins og sagði mér að þetta hefði vakið mikla athygli á Írlandi. Og þeir lögðu mikla áherslu á að fá lausn í þetta mál.“ Daníel Örn er ánægður með viðbrögð ráðamanna sem séu í takt við alvöru málsins. Hann segir fjölskylduna finna fyrir miklum samhug meðal írsku þjóðarinnar. „Við finnum fyrir stuðningi á hverjum einasta degi frá öllum. Við höfum hitt fólk við leitina sem hefur misst ættingja eða týnt og það hefur hvatt okkur til þess að halda áfram.“ Hann hefur fundið fyrir því hvernig málið hefur smátt og smátt vakið meiri athygli. „Ég er örugglega búinn að banka á fleiri hundruð hurðir hjá fólki, það taka okkur allir opnum örmum. Það er búið að láta okkur vita að það sé verið að biðja fyrir honum í kirkjunum hérna, svo eru fjölskyldur hérna sem eru að passa að okkur vanti ekkert og hugsa um okkur. Það finna allir hvað þetta er erfitt og það eru allir tilbúnir að hjálpa. Vonandi leiðir það til þess að við finnum hann og óvissan taki enda.“ Birtist í Fréttablaðinu Írland Leitin að Jóni Þresti Tengdar fréttir Birta upptökur úr öryggismyndavélum í von um ábendingar Írska lögreglan hefur birt upptökur úr öryggismyndavélum þar sem síðast sást til Jóns Þrastar Jónssonar sem hvarf í í Dublin þann 9. febrúar síðastliðinn. 25. febrúar 2019 23:14 Lögregla vongóð um að geta staðsett Jón Verið er að vinna úr vísbendingum sem hafa borist frá almenningi en engin skipulögð leit var í dag. 24. febrúar 2019 19:00 Guðlaugur og Coveney funda um Jón Þröst Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra fundar í dag með Simon Coveney, utanríkis- og viðskiptaráðherra Írlands, vegna hvarfs Jóns Þrastar Jónssonar. 25. febrúar 2019 06:00 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
„Við fengum verðskuldaðan frídag í fyrradag eftir tvær vikur af keyrslu. Það voru allir andlega og líkamlega örmagna. Nú erum við bara að halda áfram að leita og biðja fólk um aðstoð,“ segir Daníel Örn Wiium, yngri bróðir Jóns Þrastar Jónssonar, í samtali við Fréttablaðið. Jón Þröstur hvarf að morgni laugardagsins 9. febrúar í Whitehall, úthverfi Dyflinnar. Hann var á öðrum degi 10 daga ferðalags ásamt kærustu sinni, en Jón var þangað kominn til að taka þátt í pókermóti og skoða kastala. Jón Þröstur fór af hótelinu án síma og vegabréfs, en talið er líklegt að hann hafi haft greiðslukort á sér. Kortið hefur ekki verið notað frá því hann hvarf. Írskir miðlar hafa greint frá því að hann gæti hafa haft reiðufé á sér, en ekki liggur fyrir hversu mikið. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra ræddi málið við Simon Coveney, utanríkisráðherra Írlands, í gær. „Ég þakkaði honum fyrir þann hlýhug sem við finnum frá írsku þjóðinni í tengslum við þetta erfiða mál,“ segir Guðlaugur Þór. Hann fann það á Coveney að hvarf Jóns Þrastar lægi þungt á írsku þjóðinni. „Það fór ekkert á milli mála. Hann þekkti mjög vel til málsins og sagði mér að þetta hefði vakið mikla athygli á Írlandi. Og þeir lögðu mikla áherslu á að fá lausn í þetta mál.“ Daníel Örn er ánægður með viðbrögð ráðamanna sem séu í takt við alvöru málsins. Hann segir fjölskylduna finna fyrir miklum samhug meðal írsku þjóðarinnar. „Við finnum fyrir stuðningi á hverjum einasta degi frá öllum. Við höfum hitt fólk við leitina sem hefur misst ættingja eða týnt og það hefur hvatt okkur til þess að halda áfram.“ Hann hefur fundið fyrir því hvernig málið hefur smátt og smátt vakið meiri athygli. „Ég er örugglega búinn að banka á fleiri hundruð hurðir hjá fólki, það taka okkur allir opnum örmum. Það er búið að láta okkur vita að það sé verið að biðja fyrir honum í kirkjunum hérna, svo eru fjölskyldur hérna sem eru að passa að okkur vanti ekkert og hugsa um okkur. Það finna allir hvað þetta er erfitt og það eru allir tilbúnir að hjálpa. Vonandi leiðir það til þess að við finnum hann og óvissan taki enda.“
Birtist í Fréttablaðinu Írland Leitin að Jóni Þresti Tengdar fréttir Birta upptökur úr öryggismyndavélum í von um ábendingar Írska lögreglan hefur birt upptökur úr öryggismyndavélum þar sem síðast sást til Jóns Þrastar Jónssonar sem hvarf í í Dublin þann 9. febrúar síðastliðinn. 25. febrúar 2019 23:14 Lögregla vongóð um að geta staðsett Jón Verið er að vinna úr vísbendingum sem hafa borist frá almenningi en engin skipulögð leit var í dag. 24. febrúar 2019 19:00 Guðlaugur og Coveney funda um Jón Þröst Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra fundar í dag með Simon Coveney, utanríkis- og viðskiptaráðherra Írlands, vegna hvarfs Jóns Þrastar Jónssonar. 25. febrúar 2019 06:00 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Birta upptökur úr öryggismyndavélum í von um ábendingar Írska lögreglan hefur birt upptökur úr öryggismyndavélum þar sem síðast sást til Jóns Þrastar Jónssonar sem hvarf í í Dublin þann 9. febrúar síðastliðinn. 25. febrúar 2019 23:14
Lögregla vongóð um að geta staðsett Jón Verið er að vinna úr vísbendingum sem hafa borist frá almenningi en engin skipulögð leit var í dag. 24. febrúar 2019 19:00
Guðlaugur og Coveney funda um Jón Þröst Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra fundar í dag með Simon Coveney, utanríkis- og viðskiptaráðherra Írlands, vegna hvarfs Jóns Þrastar Jónssonar. 25. febrúar 2019 06:00