„Betri en Ronda Rousey“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. febrúar 2019 23:00 Maycee Barber. Getty/Mike Roach Dana White og félagar hjá UFC gætu verið búnir að finna nýju stórstjörnuna sína í kvennaflokki en Maycee Barber spáir því sjálf að hún verði jafnstór eða jafnvel stærri en þau Conor McGregor og Ronda Rousey. New York Post fjallar ítarlega um þessa framtíðarstórstjörnu bardagaheimsins. Frábær bardagakona sem elskar sviðsljósið og vill ganga eins langt og Conor McGregor til að tryggja sér umfjöllun og athygli. „Betri en Ronda Rousey“ er fyrirsögnin á íþróttasíðu New York Post. Maycee Barber er enn bara tvítug en hefur unnið alla sex atvinnumannabardaga sína og vann fyrsta UFC-bardagann sinn á rosalegu rothöggi. Barber fór illa með Hannah Cifers á UFC bardagakvöldi í nóvember en hún skildi Cifers eftir vel blóðuga í búrinu. Strax eftir bardagann gekk hún upp að Dana White, forseta UFC, og heimtaði bónus fyrir frammistöðu sína. Það var ljóst þá að Maycee Barber var engin venjulegur nýliði.She wants to be MMA's next big thing https://t.co/JPVHkrcm2P — New York Post Sports (@nypostsports) February 25, 2019„Ég sagði honum að ég muni verða stórt nafn, jafnvel stærra nafn en Conor McGregor og Ronda Rousey og allar hinar stjörnurnar sem hann er með,“ sagði Maycee Barber í viðtali við MMA Fighting. „Ég er ein af verðandi stórstjörnunum hans. Það eru ekki margar slíkar í dag ekki síst hjá konunum. Ég passa vel í slíkt hlutverk með þeirri persónu sem ég vil sýna í búrinu,“ sagði Barber. „Ég veit nákvæmlega hvað ég ætla að gera í mínu lífi og á mínum ferli í blönduðu bardagaíþróttum. Ég þarf ekkert háskólapróf því ég hef þegar öðlast þá þekkingu sem ég þarf. Ég veit hvað ég ætla að gera í framtíðinni,“ sagði Maycee Barber og ekki skemmir mikið fyrir að hún elskar sviðsljósið. „Ég heyri fullt af fólki kvarta yfir því hvað þeir hati viðtölin eða hvað þau kvíði fyrir að fara í myndatöku. Þetta er íþróttin sem þau völdu og þetta fylgir henni. Ef þú ætlar að ná árangri einhverstaðar þá verður að gefa þig alla í þetta. Þú verður að læra að njóta lífsins sem því fylgir. Ég elska þetta allt saman,“ segir Maycee Barber.Twenty-year-old prospect @MayceeBarber has big plans for her UFC career Read full story: https://t.co/1eQFLcOv9jpic.twitter.com/mpcmbTQlwr — MMAFighting.com (@MMAFighting) February 25, 2019 Þótt að Maycee Barber tali sig upp á kostnað Conor McGregor þá fer ekkert á milli mála að hún er hrifinn af Íranum. „McGregor gerði þetta á réttan hátt. Ef hann ætlar að berjast þá verður hann í sviðsljósinu. Hann tekur það því með trompi. Ef hann gerir það af hverju ætti ég ekki að geta það líka?,“ segir Barber. MMA Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Leik lokið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Fleiri fréttir Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Leik lokið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stressuð“ Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Sjá meira
Dana White og félagar hjá UFC gætu verið búnir að finna nýju stórstjörnuna sína í kvennaflokki en Maycee Barber spáir því sjálf að hún verði jafnstór eða jafnvel stærri en þau Conor McGregor og Ronda Rousey. New York Post fjallar ítarlega um þessa framtíðarstórstjörnu bardagaheimsins. Frábær bardagakona sem elskar sviðsljósið og vill ganga eins langt og Conor McGregor til að tryggja sér umfjöllun og athygli. „Betri en Ronda Rousey“ er fyrirsögnin á íþróttasíðu New York Post. Maycee Barber er enn bara tvítug en hefur unnið alla sex atvinnumannabardaga sína og vann fyrsta UFC-bardagann sinn á rosalegu rothöggi. Barber fór illa með Hannah Cifers á UFC bardagakvöldi í nóvember en hún skildi Cifers eftir vel blóðuga í búrinu. Strax eftir bardagann gekk hún upp að Dana White, forseta UFC, og heimtaði bónus fyrir frammistöðu sína. Það var ljóst þá að Maycee Barber var engin venjulegur nýliði.She wants to be MMA's next big thing https://t.co/JPVHkrcm2P — New York Post Sports (@nypostsports) February 25, 2019„Ég sagði honum að ég muni verða stórt nafn, jafnvel stærra nafn en Conor McGregor og Ronda Rousey og allar hinar stjörnurnar sem hann er með,“ sagði Maycee Barber í viðtali við MMA Fighting. „Ég er ein af verðandi stórstjörnunum hans. Það eru ekki margar slíkar í dag ekki síst hjá konunum. Ég passa vel í slíkt hlutverk með þeirri persónu sem ég vil sýna í búrinu,“ sagði Barber. „Ég veit nákvæmlega hvað ég ætla að gera í mínu lífi og á mínum ferli í blönduðu bardagaíþróttum. Ég þarf ekkert háskólapróf því ég hef þegar öðlast þá þekkingu sem ég þarf. Ég veit hvað ég ætla að gera í framtíðinni,“ sagði Maycee Barber og ekki skemmir mikið fyrir að hún elskar sviðsljósið. „Ég heyri fullt af fólki kvarta yfir því hvað þeir hati viðtölin eða hvað þau kvíði fyrir að fara í myndatöku. Þetta er íþróttin sem þau völdu og þetta fylgir henni. Ef þú ætlar að ná árangri einhverstaðar þá verður að gefa þig alla í þetta. Þú verður að læra að njóta lífsins sem því fylgir. Ég elska þetta allt saman,“ segir Maycee Barber.Twenty-year-old prospect @MayceeBarber has big plans for her UFC career Read full story: https://t.co/1eQFLcOv9jpic.twitter.com/mpcmbTQlwr — MMAFighting.com (@MMAFighting) February 25, 2019 Þótt að Maycee Barber tali sig upp á kostnað Conor McGregor þá fer ekkert á milli mála að hún er hrifinn af Íranum. „McGregor gerði þetta á réttan hátt. Ef hann ætlar að berjast þá verður hann í sviðsljósinu. Hann tekur það því með trompi. Ef hann gerir það af hverju ætti ég ekki að geta það líka?,“ segir Barber.
MMA Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Leik lokið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Fleiri fréttir Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Leik lokið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stressuð“ Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Sjá meira