Starfsmaður Klettaskóla greindist með berkla Birgir Olgeirsson skrifar 27. febrúar 2019 16:46 Klettaskóli er í Suðurhlíð í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Starfsmaður Klettaskóla í Suðurhlíð í Reykjavík greindist nýverið með berkla. Greint var fyrst frá málinu á vef Ríkisútvarpsins en Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir í samtali við Vísi að hann hafi fyrst frétt af málinu fyrir helgi. Hann segir að í framhaldinu hafi verið sett af stað ferli sem byggir á því að veita viðkomandi starfsmanni fullnægjandi meðferð og hafa samband við þá sem hann kann að hafa smitað. Berklar er alvarlegur sjúkdómur sem berst manna á milli með loftbornu smiti um öndunarfæri, þaðan berst bakterían um líkamann með blóðrásinni og getur hreiðrað um sig í ýmsum líffærum. Sýking í lungum er algengust en bakterían getur einnig lagst á önnur líffæri eins og nýru, miðtaugakerfi og bein. Talið er að 10% þeirra sem smitast fái sjúkdóm með virkri berklasýkingu á fyrstu tveimur árunum eftir smit. Þeir sem hafa smitast en fá ekki einkenni um sjúkdóm eru með leynda berkla. Við leynda berkla er bakterían til staðar í líkamanum en veldur ekki sýkingu og viðkomandi er ekki smitandi. Hægt er að bera berklabakteríuna alla ævi án þess að sjúkdómur komi fram, þar sem heilbrigt ónæmiskerfi getur haldið smitinu í skefjum. Við veiklað ónæmiskerfi geta bakteríurnar fjölgað sér og sjúkdómurinn tekið sig upp. Við leynda berkla er gefin meðferð til að koma í veg fyrir útbreiðslu bakteríunnar í líkamanum síðar. Þórólfur segir að berklasmit á Íslandi séu um tíu á ári, stundum færri en stundum fleiri, og góður helmingur af þeim séu útlendingar. Hægt er að drepa bakteríuna með lyfjagjöf í marga mánuði þar sem sjúklingar fá þrjú til fjögur sýklalyf en í ýmsum hlutum heimsins hafa komið upp ónæmi og í sumum tilvikum hafa greint berklabakteríur sem eru algjörlega ónæmar fyrir sýklalyfjum. Hér á landi hafa greinst berklabakteríur sem hafa minnkað ónæmi, en í þeim tilvikum hafa þær þróað með sér ónæmi gagnvart einu lyfi en önnur lyf virka þó. Varðandi fólkið sem starfsmaðurinn kann að hafa smitað segir Þórólfur að það þurfi að taka sinn tíma. Verða þeir prófaðir en slík próf eru þó ekki áreiðanleg fyrr en tveimur til sex vikum frá smiti. Ef smit finnst í viðkomandi er hægt að drepa bakteríuna og koma í veg fyrir að hún valdi veikindum. Heilbrigðismál Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Sjá meira
Starfsmaður Klettaskóla í Suðurhlíð í Reykjavík greindist nýverið með berkla. Greint var fyrst frá málinu á vef Ríkisútvarpsins en Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir í samtali við Vísi að hann hafi fyrst frétt af málinu fyrir helgi. Hann segir að í framhaldinu hafi verið sett af stað ferli sem byggir á því að veita viðkomandi starfsmanni fullnægjandi meðferð og hafa samband við þá sem hann kann að hafa smitað. Berklar er alvarlegur sjúkdómur sem berst manna á milli með loftbornu smiti um öndunarfæri, þaðan berst bakterían um líkamann með blóðrásinni og getur hreiðrað um sig í ýmsum líffærum. Sýking í lungum er algengust en bakterían getur einnig lagst á önnur líffæri eins og nýru, miðtaugakerfi og bein. Talið er að 10% þeirra sem smitast fái sjúkdóm með virkri berklasýkingu á fyrstu tveimur árunum eftir smit. Þeir sem hafa smitast en fá ekki einkenni um sjúkdóm eru með leynda berkla. Við leynda berkla er bakterían til staðar í líkamanum en veldur ekki sýkingu og viðkomandi er ekki smitandi. Hægt er að bera berklabakteríuna alla ævi án þess að sjúkdómur komi fram, þar sem heilbrigt ónæmiskerfi getur haldið smitinu í skefjum. Við veiklað ónæmiskerfi geta bakteríurnar fjölgað sér og sjúkdómurinn tekið sig upp. Við leynda berkla er gefin meðferð til að koma í veg fyrir útbreiðslu bakteríunnar í líkamanum síðar. Þórólfur segir að berklasmit á Íslandi séu um tíu á ári, stundum færri en stundum fleiri, og góður helmingur af þeim séu útlendingar. Hægt er að drepa bakteríuna með lyfjagjöf í marga mánuði þar sem sjúklingar fá þrjú til fjögur sýklalyf en í ýmsum hlutum heimsins hafa komið upp ónæmi og í sumum tilvikum hafa greint berklabakteríur sem eru algjörlega ónæmar fyrir sýklalyfjum. Hér á landi hafa greinst berklabakteríur sem hafa minnkað ónæmi, en í þeim tilvikum hafa þær þróað með sér ónæmi gagnvart einu lyfi en önnur lyf virka þó. Varðandi fólkið sem starfsmaðurinn kann að hafa smitað segir Þórólfur að það þurfi að taka sinn tíma. Verða þeir prófaðir en slík próf eru þó ekki áreiðanleg fyrr en tveimur til sex vikum frá smiti. Ef smit finnst í viðkomandi er hægt að drepa bakteríuna og koma í veg fyrir að hún valdi veikindum.
Heilbrigðismál Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Sjá meira