Vöknum Högni Egilsson skrifar 28. febrúar 2019 07:00 Í fyrradag lýsti Lewis Hamilton, meistari í formúluakstri 1, yfir hneykslun sinni á hvalveiðum Íslendinga á Instagram og gefur upp margar greinargóðar ástæður. Nú þegar hefur yfir milljón sinnum verið horft á þetta myndband og þúsundir hafa gert athugsemdir. Þessi þróun á ekki eftir að hætta. Alþjóðleg jarð umönnunarvakning er að eiga sér stað í heiminum og ef við sendum ekki sterk skilaboð strax um að afturkalla framlengd lög um hvalveiðar þá er okkar stærsti iðnaður í mikilli hættu. Þá getum við auk þess átt von á að útf lutningur á fiski (og öðrum vörum) verði lítill sem enginn. Þetta er grundvallarspursmál. Okkar góða orðspor er nýtt og brothætt og getur því horfið jafnskjótt og það varð til. Við höfum engar tölur eða kannanir sem gera grein fyrir því að þetta hafi aftrað ferðamönnum frá því að koma til íslands. Aftur á móti höfum við skýr merki og teikn á lofti um það að hvalveiðar skaði ímynd Íslands á alþjóðavettvangi. Það þarf ekki nema að gúgla: iceland cnn, eða hvaða stóra alþjóðlega fjölmiðil sem er, til að sjá greinar og myndir um hrottalega grimmd við hvaladráp sem fara eins og eldur í sinu á netinu. Þeir sem skrifa greinargerð eða skýrslu sem segir eitthvað annað eru ekki starfi sínu vaxnir og ættu að víkja umsvifalaust. Það að háskólasamfélagið gefi þetta út er hreinasta hneisa. Hér eru nokkrir punktar: 1. Tap hefur verið á hvalveiðum, bæði á hrefnu og langreyði, alla öldina. Þær eru því ekki efnahagslega sjálf bærar og í raun tilgangslausar. 2. Nýjar rannsóknir á hvölum sýna að þeir gegna margvíslegu líffræðilegu hlutverki og næra heilu vistkerfin í sjónum. Engin dýr á jörðinni binda koltvísýring jafn mikið og hvalir. 3. Innan við 3% af fæðu langreyða er fiskur. Hafró hefur gefið það út að núverandi hvalveiðar hafi engin áhrif til eða frá á fiskistofna. Hugmyndir um að hvalveiðar séu til að skapa manngert jafnvægi standast alls ekki. 4. Stærstur hluti heimsins er á móti þessum veiðum og allar helstu viðskiptaþjóðir Íslands. 5. Einn maður í heiminum hefur leyfi til að veiða langreyðar. Kristján Loftsson hefur í krafti eigna sinna, umsvifa og fjármagns tangarhald á íslenskum stjórnmálamönnum og vefur þeim um fingur sér. Hvalveiðar Íslendinga, sem eru hvalveiðar eins manns, grundvallast því á spillingu og ótta við sjónarmið útlendinga. 6. Hvalveiðar eru mesti „brand killer“ sem Íslendingar hafa komið fram með á þessari öld. Hér er augljóslega um að ræða brýnt samfélagslegt vandamál sem við höfum ekki þorað að horfast í augu við. Það er að auki morgunljóst að þetta er vitnisburður um spillingu af versta tagi, viðskiptajöfur og stór hagsmunaöf l eru að kaupa sér aðgerðir stjórnvalda til að maka krókinn. Uppskrift að ólígarkasamfélagi að hætti Ameríkana sem við eigum auðvelt með að hneykslast á en er að verða til beint fyrir framan nefið á okkur. Við getum gert betur. Svo miklu betur. Það krefst styrks að standa hvert með öðru og þetta er einfalt mál sem varðar okkur öll. Mannúð og meðvitund fyrir jörðinni, en líka veraldlegur auður sem við þurfum fyrir framtíð okkar. Afnám hvalveiða er litla þúfan sem veltir þunga hlassinu. Fórnum ekki hagsmunum Íslendinga fyrir hagsmuni örfárra. Krafturinn býr í fólkinu. Vöknum.„.. ástin grærrís roðieða er það kannski salturmorgunblærblámi syngur með rámri röddog minnir okkur áað við erum illa stöddkannski af því að í okkurbúa vondar kenndirsvartar taktfastarhugansmyndir..“högni Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hvalveiðar Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Í fyrradag lýsti Lewis Hamilton, meistari í formúluakstri 1, yfir hneykslun sinni á hvalveiðum Íslendinga á Instagram og gefur upp margar greinargóðar ástæður. Nú þegar hefur yfir milljón sinnum verið horft á þetta myndband og þúsundir hafa gert athugsemdir. Þessi þróun á ekki eftir að hætta. Alþjóðleg jarð umönnunarvakning er að eiga sér stað í heiminum og ef við sendum ekki sterk skilaboð strax um að afturkalla framlengd lög um hvalveiðar þá er okkar stærsti iðnaður í mikilli hættu. Þá getum við auk þess átt von á að útf lutningur á fiski (og öðrum vörum) verði lítill sem enginn. Þetta er grundvallarspursmál. Okkar góða orðspor er nýtt og brothætt og getur því horfið jafnskjótt og það varð til. Við höfum engar tölur eða kannanir sem gera grein fyrir því að þetta hafi aftrað ferðamönnum frá því að koma til íslands. Aftur á móti höfum við skýr merki og teikn á lofti um það að hvalveiðar skaði ímynd Íslands á alþjóðavettvangi. Það þarf ekki nema að gúgla: iceland cnn, eða hvaða stóra alþjóðlega fjölmiðil sem er, til að sjá greinar og myndir um hrottalega grimmd við hvaladráp sem fara eins og eldur í sinu á netinu. Þeir sem skrifa greinargerð eða skýrslu sem segir eitthvað annað eru ekki starfi sínu vaxnir og ættu að víkja umsvifalaust. Það að háskólasamfélagið gefi þetta út er hreinasta hneisa. Hér eru nokkrir punktar: 1. Tap hefur verið á hvalveiðum, bæði á hrefnu og langreyði, alla öldina. Þær eru því ekki efnahagslega sjálf bærar og í raun tilgangslausar. 2. Nýjar rannsóknir á hvölum sýna að þeir gegna margvíslegu líffræðilegu hlutverki og næra heilu vistkerfin í sjónum. Engin dýr á jörðinni binda koltvísýring jafn mikið og hvalir. 3. Innan við 3% af fæðu langreyða er fiskur. Hafró hefur gefið það út að núverandi hvalveiðar hafi engin áhrif til eða frá á fiskistofna. Hugmyndir um að hvalveiðar séu til að skapa manngert jafnvægi standast alls ekki. 4. Stærstur hluti heimsins er á móti þessum veiðum og allar helstu viðskiptaþjóðir Íslands. 5. Einn maður í heiminum hefur leyfi til að veiða langreyðar. Kristján Loftsson hefur í krafti eigna sinna, umsvifa og fjármagns tangarhald á íslenskum stjórnmálamönnum og vefur þeim um fingur sér. Hvalveiðar Íslendinga, sem eru hvalveiðar eins manns, grundvallast því á spillingu og ótta við sjónarmið útlendinga. 6. Hvalveiðar eru mesti „brand killer“ sem Íslendingar hafa komið fram með á þessari öld. Hér er augljóslega um að ræða brýnt samfélagslegt vandamál sem við höfum ekki þorað að horfast í augu við. Það er að auki morgunljóst að þetta er vitnisburður um spillingu af versta tagi, viðskiptajöfur og stór hagsmunaöf l eru að kaupa sér aðgerðir stjórnvalda til að maka krókinn. Uppskrift að ólígarkasamfélagi að hætti Ameríkana sem við eigum auðvelt með að hneykslast á en er að verða til beint fyrir framan nefið á okkur. Við getum gert betur. Svo miklu betur. Það krefst styrks að standa hvert með öðru og þetta er einfalt mál sem varðar okkur öll. Mannúð og meðvitund fyrir jörðinni, en líka veraldlegur auður sem við þurfum fyrir framtíð okkar. Afnám hvalveiða er litla þúfan sem veltir þunga hlassinu. Fórnum ekki hagsmunum Íslendinga fyrir hagsmuni örfárra. Krafturinn býr í fólkinu. Vöknum.„.. ástin grærrís roðieða er það kannski salturmorgunblærblámi syngur með rámri röddog minnir okkur áað við erum illa stöddkannski af því að í okkurbúa vondar kenndirsvartar taktfastarhugansmyndir..“högni
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar