Innsetningarnefnd Trump stefnt í Washington-borg Kjartan Kjartansson skrifar 28. febrúar 2019 11:38 Frá innsetningarathöfn Trump í janúar árið 2017. Innsetningarnefndin safnaði hundrað milljónum dollara fyrir hátíðarhöldin, jafnvirði tæpra tólf milljarða króna. Vísir/EPA Dómsmálaráðherra Washington-borgar hefur stefnt innsetningarnefnd Donalds Trump Bandaríkjaforseta um gögn sem tengjast fjármálum hennar. Nefndin safnaði metupphæð fyrir innsetningarhátíð Trump árið 2016 og er rannsóknin sögð beinast að því hvort að henni hafi verið beitt til auðgunar fyrirtækja forsetans. Saksóknarar í New York hafa þegar stefnt nefndinni um upplýsingar. Washington Post segir að sú rannsókn virðist fyrst og fremst beinast að fjárframlögum sem nefndin tók við, ekki síst frá erlendum aðilum. Alls safnaði nefndin um 100 milljónum dollurum, tvöfalt meira en innsetningarnefnd Baracks Obama safnaði árið 2009 sem þá var met. Gögnin sem dómsmálaráðherra Washington-borgar sækist nú eftir tengjast hins vegar greiðslum til fjölskyldufyrirtækis Trumps eða Trump-alþjóðahótelsins í borginni. Blaðið segir að það bendi til þess að rannsóknin beinist að því hvort að nefndin hafi brotið lög sem eiga að tryggja að félög sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni séu notuð til að ágóða fyrir einkaaðila á óeðlilegan hátt. Fjárhagslegir bakhjarlar innsetningarnefndar Trump voru stórfyrirtæki og auðugir stuðningsmenn hans samkvæmt gögnum sem hún hefur skilað alríkiskjörstjórn Bandaríkjanna. Möguleg brot af þessu tagi væru einkamál en ekki sakamál. Þó að dómsmálaráðherra Washington-borgar hafi takmörkuð völd til að reka sakamál getur hann sektað félög og fyrirtæki sem brjóta lög og reglur og jafnvel leyst þau upp. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Greindi saksóknurum frá mögulegri óreglu í fyrirtækjum Trump Saksóknarar í New York eru teknir að þrengja að Donald Trump forseta. Möguleg ákæra þeirra á hendur fyrrverandi kosningastjóra Trump gæti útilokað að forsetinn náðaði hann. 22. febrúar 2019 23:09 Rannsaka eyðslu í tengslum við embættistöku Trump Alríkissaksóknarar í New York hafa hafið sakamálarannsókn á því hvort að nefnd sem bar ábyrgð á innsetningu Donald Trump í embætti hafi misfarið með hluta þess fé sem hún hafi safnað. 13. desember 2018 23:30 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Fleiri fréttir Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Sjá meira
Dómsmálaráðherra Washington-borgar hefur stefnt innsetningarnefnd Donalds Trump Bandaríkjaforseta um gögn sem tengjast fjármálum hennar. Nefndin safnaði metupphæð fyrir innsetningarhátíð Trump árið 2016 og er rannsóknin sögð beinast að því hvort að henni hafi verið beitt til auðgunar fyrirtækja forsetans. Saksóknarar í New York hafa þegar stefnt nefndinni um upplýsingar. Washington Post segir að sú rannsókn virðist fyrst og fremst beinast að fjárframlögum sem nefndin tók við, ekki síst frá erlendum aðilum. Alls safnaði nefndin um 100 milljónum dollurum, tvöfalt meira en innsetningarnefnd Baracks Obama safnaði árið 2009 sem þá var met. Gögnin sem dómsmálaráðherra Washington-borgar sækist nú eftir tengjast hins vegar greiðslum til fjölskyldufyrirtækis Trumps eða Trump-alþjóðahótelsins í borginni. Blaðið segir að það bendi til þess að rannsóknin beinist að því hvort að nefndin hafi brotið lög sem eiga að tryggja að félög sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni séu notuð til að ágóða fyrir einkaaðila á óeðlilegan hátt. Fjárhagslegir bakhjarlar innsetningarnefndar Trump voru stórfyrirtæki og auðugir stuðningsmenn hans samkvæmt gögnum sem hún hefur skilað alríkiskjörstjórn Bandaríkjanna. Möguleg brot af þessu tagi væru einkamál en ekki sakamál. Þó að dómsmálaráðherra Washington-borgar hafi takmörkuð völd til að reka sakamál getur hann sektað félög og fyrirtæki sem brjóta lög og reglur og jafnvel leyst þau upp.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Greindi saksóknurum frá mögulegri óreglu í fyrirtækjum Trump Saksóknarar í New York eru teknir að þrengja að Donald Trump forseta. Möguleg ákæra þeirra á hendur fyrrverandi kosningastjóra Trump gæti útilokað að forsetinn náðaði hann. 22. febrúar 2019 23:09 Rannsaka eyðslu í tengslum við embættistöku Trump Alríkissaksóknarar í New York hafa hafið sakamálarannsókn á því hvort að nefnd sem bar ábyrgð á innsetningu Donald Trump í embætti hafi misfarið með hluta þess fé sem hún hafi safnað. 13. desember 2018 23:30 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Fleiri fréttir Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Sjá meira
Greindi saksóknurum frá mögulegri óreglu í fyrirtækjum Trump Saksóknarar í New York eru teknir að þrengja að Donald Trump forseta. Möguleg ákæra þeirra á hendur fyrrverandi kosningastjóra Trump gæti útilokað að forsetinn náðaði hann. 22. febrúar 2019 23:09
Rannsaka eyðslu í tengslum við embættistöku Trump Alríkissaksóknarar í New York hafa hafið sakamálarannsókn á því hvort að nefnd sem bar ábyrgð á innsetningu Donald Trump í embætti hafi misfarið með hluta þess fé sem hún hafi safnað. 13. desember 2018 23:30