Fyrirhuguð lokun göngudeildar SÁÁ kemur ráðuneyti á óvart Kjartan Kjartansson skrifar 28. febrúar 2019 13:21 Göngudeild SÁÁ á Akureyri verður lokað á morgun að óbreyttu. Vísir/Tryggvi Heibrigðisráðuneytið segir ákvörðun SÁÁ um tímabundna lokun göngudeildar á Akureyri koma á óvart í ljósi þess að samningaviðræður standi nú yfir á milli Sjúkratrygginga Íslands og samtakanna um rekstur þjónustunnar. Greint var frá því í gær að SÁA ætlaði að loka göngudeild sinni á Akureyri tímabundið í óákveðinn tíma frá og með morgundeginum, 1. mars. Formaður stjórnar SÁÁ vísaði til þess að ekkert hefði bólað á 150 milljón króna tímabundnu framlagi ríkisins til göngudeildarþjónustu og að Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) gerðu kröfu um að fjármagnið færi í aðra þjónustu en þá sem samtökin veita nú. Í tilkynningu á vefsíðu heilbrigðisráðuneytisins segir að fyrirhuguð lokun komi á óvart. Ríkinu sé skylt að gera samninga um þá heilbrigðisþjónustu sem ákveðið er að kaupa samkvæmt lögum um sjúkratryggingar. SÍ hafi annast gerð samninga um kaup á heilbrigðisþjónustu fyrir hönd ríkisins. Stofnunin hafi átt í viðræðum við SÁÁ um gerð þjónustusamnings vegna göngudeildarþjónustu á Akureyri. Síðast hafi verið fundað um hann á mánudag. Þar hafi komið fram hjá fulltrúa SÁÁ að samtökin ættu erfitt með að manna þjónustuna. Fulltrúi SÍ hafi ekki skilið það sem svo að SÁÁ vildi slíta viðræðunum eða loka starfseminni. „Það er von ráðuneytisins að samningaviðræðum aðila verði haldið áfram og að ekki verði rof í þjónustunni á Akureyri meðan unnið er að gerð samnings um þjónustuna,“ segir í tilkynningu ráðuneytisins. Akureyri Heilbrigðismál Tengdar fréttir Göngudeild SÁÁ á Akureyri lokað: „Þetta er agalegt“ Göngudeild SÁÁ á Akureyri mun loka þann 1. mars næstkomandi í óákveðinn tíma. Ekkert bólar á 150 milljóni framlagi ríkisins til reksturs SÁÁ sem meðal annars var eyrnamerktur göngudeildarþjónustu félagsins. 27. febrúar 2019 21:20 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Sjá meira
Heibrigðisráðuneytið segir ákvörðun SÁÁ um tímabundna lokun göngudeildar á Akureyri koma á óvart í ljósi þess að samningaviðræður standi nú yfir á milli Sjúkratrygginga Íslands og samtakanna um rekstur þjónustunnar. Greint var frá því í gær að SÁA ætlaði að loka göngudeild sinni á Akureyri tímabundið í óákveðinn tíma frá og með morgundeginum, 1. mars. Formaður stjórnar SÁÁ vísaði til þess að ekkert hefði bólað á 150 milljón króna tímabundnu framlagi ríkisins til göngudeildarþjónustu og að Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) gerðu kröfu um að fjármagnið færi í aðra þjónustu en þá sem samtökin veita nú. Í tilkynningu á vefsíðu heilbrigðisráðuneytisins segir að fyrirhuguð lokun komi á óvart. Ríkinu sé skylt að gera samninga um þá heilbrigðisþjónustu sem ákveðið er að kaupa samkvæmt lögum um sjúkratryggingar. SÍ hafi annast gerð samninga um kaup á heilbrigðisþjónustu fyrir hönd ríkisins. Stofnunin hafi átt í viðræðum við SÁÁ um gerð þjónustusamnings vegna göngudeildarþjónustu á Akureyri. Síðast hafi verið fundað um hann á mánudag. Þar hafi komið fram hjá fulltrúa SÁÁ að samtökin ættu erfitt með að manna þjónustuna. Fulltrúi SÍ hafi ekki skilið það sem svo að SÁÁ vildi slíta viðræðunum eða loka starfseminni. „Það er von ráðuneytisins að samningaviðræðum aðila verði haldið áfram og að ekki verði rof í þjónustunni á Akureyri meðan unnið er að gerð samnings um þjónustuna,“ segir í tilkynningu ráðuneytisins.
Akureyri Heilbrigðismál Tengdar fréttir Göngudeild SÁÁ á Akureyri lokað: „Þetta er agalegt“ Göngudeild SÁÁ á Akureyri mun loka þann 1. mars næstkomandi í óákveðinn tíma. Ekkert bólar á 150 milljóni framlagi ríkisins til reksturs SÁÁ sem meðal annars var eyrnamerktur göngudeildarþjónustu félagsins. 27. febrúar 2019 21:20 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Sjá meira
Göngudeild SÁÁ á Akureyri lokað: „Þetta er agalegt“ Göngudeild SÁÁ á Akureyri mun loka þann 1. mars næstkomandi í óákveðinn tíma. Ekkert bólar á 150 milljóni framlagi ríkisins til reksturs SÁÁ sem meðal annars var eyrnamerktur göngudeildarþjónustu félagsins. 27. febrúar 2019 21:20