Luka Doncic kveður táningsárin í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. febrúar 2019 17:30 Luka Doncic. Getty/Stacy Revere Slóvenski nýliðinn Luka Doncic lék í nótt sinn síðasta leik sem táningur í NBA-deildinni í körfubolta. Það virðist fátt koma í veg fyrir að Luka Doncic verði valinn nýliði ársins og margir spekingar tala um hann sem eina af stóru framtíðarstjörnum deildarinnar. Luka Doncic var með 26 stig, 10 fráköst og 7 stoðsendingar í 110-101 sigri Dallas Mavericks á Indiana Pacers. Það fór því ekki svo að hann tapaði fjórum síðustu leikjum sínum sem táningur. Doncic var með þrennu í leiknum á undan (28 stig, 10 fráköst, 10 stoðsendingar) en þurfti þá að sætta sig við tap á móti Los Angeles Clippers. Luka Doncic heldur upp á tvítugsafmælið sitt í dag en hann fæddist 28. febrúar 1999 í Ljubljana í Slóveníu.Join us in wishing @luka7doncic of the @dallasmavs a HAPPY 20th BIRTHDAY! #NBABDAY#MFFLpic.twitter.com/rM8Kqt4sf4 — NBA (@NBA) February 28, 2019Doncic lék alls 57 leiki sem táningur í NBA-deildinni og á fjórar af fimm þrennum táninga í allri NBA-sögunni. Meðaltöl hans sem táningur voru 20,9 stig, 7,3 fráköst og 5,7 stoðsendingar í leik. Luka Doncic var valinn nýliði mánaðarins í Vesturdeildinni í nóvember, desember og janúar. Hann sló í gegn með Real Madrid á Spáni og slóvenska landsliðinu á Eurobasket en það hefur líka komið í ljós að leikur hans passar mjög vel inn í NBA-deildina.Happy 20th Birthday @Luka7Doncic pic.twitter.com/dBGIt4bR3e — FIBA (@FIBA) February 28, 2019Frammistaða Luka Doncic hefur kallað á allskonar vangaveltur og samanburð. Margir nefna Larry Bird í þeim samanburði en báðir eiga þeir það sameiginlegt að lesa leikinn einkar vel og plata menn upp úr skónum með útsjónarsömum leik sínum. Rick Carlisle, þjálfari Dallas Mavericks, spilaði með Larry Bird hjá Boston Celtics á sínum tíma og hefur viðurkennt að það sé margt líkt með þeim. Það verður þó erfitt fyrir Luka Doncic að ná á sama stall og Bird sem var meðal annars kosinn besti leikmaður NBA-deildarinnar þrjú tímabil í röð á níunda áratugnum.A beautiful moment in LA as @luka7doncic gifts out his #NBAKicks! #ThisIsWhyWePlaypic.twitter.com/4QLBOzPDd7 — NBA KICKS (@NBAKicks) February 26, 201950 PTS combined... @luka7doncic (26p/10r/7a) & @jalenbrunson1 (24p/5a) lead the @dallasmavs to victory! #MFFLpic.twitter.com/zC25ZA7IUn — NBA (@NBA) February 28, 2019 NBA Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Sjá meira
Slóvenski nýliðinn Luka Doncic lék í nótt sinn síðasta leik sem táningur í NBA-deildinni í körfubolta. Það virðist fátt koma í veg fyrir að Luka Doncic verði valinn nýliði ársins og margir spekingar tala um hann sem eina af stóru framtíðarstjörnum deildarinnar. Luka Doncic var með 26 stig, 10 fráköst og 7 stoðsendingar í 110-101 sigri Dallas Mavericks á Indiana Pacers. Það fór því ekki svo að hann tapaði fjórum síðustu leikjum sínum sem táningur. Doncic var með þrennu í leiknum á undan (28 stig, 10 fráköst, 10 stoðsendingar) en þurfti þá að sætta sig við tap á móti Los Angeles Clippers. Luka Doncic heldur upp á tvítugsafmælið sitt í dag en hann fæddist 28. febrúar 1999 í Ljubljana í Slóveníu.Join us in wishing @luka7doncic of the @dallasmavs a HAPPY 20th BIRTHDAY! #NBABDAY#MFFLpic.twitter.com/rM8Kqt4sf4 — NBA (@NBA) February 28, 2019Doncic lék alls 57 leiki sem táningur í NBA-deildinni og á fjórar af fimm þrennum táninga í allri NBA-sögunni. Meðaltöl hans sem táningur voru 20,9 stig, 7,3 fráköst og 5,7 stoðsendingar í leik. Luka Doncic var valinn nýliði mánaðarins í Vesturdeildinni í nóvember, desember og janúar. Hann sló í gegn með Real Madrid á Spáni og slóvenska landsliðinu á Eurobasket en það hefur líka komið í ljós að leikur hans passar mjög vel inn í NBA-deildina.Happy 20th Birthday @Luka7Doncic pic.twitter.com/dBGIt4bR3e — FIBA (@FIBA) February 28, 2019Frammistaða Luka Doncic hefur kallað á allskonar vangaveltur og samanburð. Margir nefna Larry Bird í þeim samanburði en báðir eiga þeir það sameiginlegt að lesa leikinn einkar vel og plata menn upp úr skónum með útsjónarsömum leik sínum. Rick Carlisle, þjálfari Dallas Mavericks, spilaði með Larry Bird hjá Boston Celtics á sínum tíma og hefur viðurkennt að það sé margt líkt með þeim. Það verður þó erfitt fyrir Luka Doncic að ná á sama stall og Bird sem var meðal annars kosinn besti leikmaður NBA-deildarinnar þrjú tímabil í röð á níunda áratugnum.A beautiful moment in LA as @luka7doncic gifts out his #NBAKicks! #ThisIsWhyWePlaypic.twitter.com/4QLBOzPDd7 — NBA KICKS (@NBAKicks) February 26, 201950 PTS combined... @luka7doncic (26p/10r/7a) & @jalenbrunson1 (24p/5a) lead the @dallasmavs to victory! #MFFLpic.twitter.com/zC25ZA7IUn — NBA (@NBA) February 28, 2019
NBA Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Sjá meira