Viðskipti innlent

Kauptilboð dótturfélags Icelandair í Cabo Verde Airlines samþykkt

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Það er ekki síst í staðsetningu Grænhöfðaeyja sem Loftleiðir sér mörg tækifæri.
Það er ekki síst í staðsetningu Grænhöfðaeyja sem Loftleiðir sér mörg tækifæri. vísir/vilhelm
Kauptilboð Loftleiða Icelandic á 51 prósenta hluta í ríkisflugfélaginu Cabo Verde Airlines á Grænhöfðaeyjum heur verið samþykkt. Undirritun kaupsamningsins fer fram á morgun.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair Group sem birt var í kauphöllinni fyrir stundu. Þann 23. nóvember síðastliðinn var tilkynnt um að Loftleiðir Icelandic, sem er dótturfélag Icelandair Group hefði lagt inn kauptilboðið ásamt íslenskum fjárfestum.

„Icelandair Group telur að miklir möguleikar séu fyrir hendi til að byggja félagið upp sem öflugt tengiflugfélag með Grænhöfðaeyjar sem tengimiðstöð á milli heimsálfa. Mun sú reynsla og þekking sem orðið hefur til í sams konar rekstri Icelandair þar með nýtast Cabo Verde Airlines,“ segir í tilkynningu Icelandair Group.

Loftleiðir Icelandic, sem er dótturfélag Icelandair Group, er eigandi að 70 prósenta hlut í Loftleiðum Cabo Verde en aðrir hluthafar eiga 30 prósent. Kaupin hafa óveruleg áhrif á reikningsskil Icelandair Group þar sem Cabo Verde Airlines mun ekki verða hluti af samstæðureikningi Icelandair Group, að því er segir í tilkynningunni.


Tengdar fréttir

Björgólfur leiðir fjárfestahópinn

Fyrrverandi forstjóri Icelandair Group tekur þátt í kaupum í ríkisflugfélaginu á Grænhöfðaeyjum. Baldvin Þorsteinsson og Steingrímur Halldór Pétursson eru einnig í fjárfestahópnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×