Rúnar: Er ekki best að segja bara sem minnst? Víkingur Goði skrifar 28. febrúar 2019 21:56 Rúnar á hliðarlínunni í vetur. vísir/bára Rúnar Sigtrygsson, þjálfari Stjörnunnar, vildi lítið sem ekkert tjá sig um dómgæsluna í leik Stjörnunnar og Hauka í kvöld. Mikil dramatík var í leiknum en undir lokin voru leikmenn Stjörnunnar ekki sáttir með dómarateymið. „Við misstum smá línuna bæði í sóknarleiknum og varnarleiknum, bara í smá kafla. Haukarnir refsuðu fyrir það, í byrjun seinni hálfleiks aðallega. Það komu smá kaflar þarna á milli sem ollu þess að við náðum ekki að vinna leikinn,” sagði Rúnar um hvað kostaði tvö stigin í kvöld. Stjarnan byrjaði leikinn vel og staðan var jöfn í hálfleik. Seinni hálfleikurinn var hinsvegar ekki jafn góður hjá Stjörnunni fannst Rúnari. „Við vorum að spila fínan bolta. Við vorum góðir í vörn. Lengst yfir vorum við að ná að tækla þá og láta þá hafa fyrir hlutunum. Sóknarlega vorum við að spila okkur fría.” „Það vantaði kannski aðeins uppá nýtinguna til að vera með forskotið í hálfleik. Við misstum kannski smá línuna í lok fyrri hálfleiks. Tvær síðustu sóknirnar voru ekki nógu góðar. Það má ekki gera mörg mistök á móti liði eins og Haukum, það er bara þannig.” Ragnar Snær Njálsson spilaði í kvöld sinn fyrsta leik fyrir Stjörnuna. Ragnar byrjaði inná í tvist í vörninni og spilaði liggur við allar varnir Stjörnunnar í leiknum. Rúnar var mjög ánægður með komu Ragnars í liðið. „Hann var bara veggur. Það var frábært að fá hann og gaman að sjá hann. Þetta er akkúrat það sem við þurftum, vítamínsprauta fyrir okkur.” „Það er auðvitað súrt fyrir okkur að fá ekkert úr þessum leik miðað við hvernig staðan er í deildinni. Við verðum hinsvegar að taka það með sem var jákvætt hérna í kvöld. Sérstaklega innkoma Ragnars, hann þétti vörnina gríðarlega mikið. Eftir tvær og hálfa viku þegar deildin byrjar aftur verðum við betri en í dag.” Þetta var sjötti leikur Stjörnunnar í röð þar sem þeir ná ekki í sigur. Rúnar hefur samt mikla trú á að liðið komist í úrslitakeppni. „Við horfum líka á það að við erum búnir að spila við topp liðin. Við vorum ekki að standa okkur nógu vel á móti þeim. Við vorum ekki að sýna nógu góðan leik. Þetta er í fyrsta skipti í kvöld í langan tíma sem ég er sáttur með hvernig við spilum að mörgu leyti. Þetta er skref uppá við, þetta var miklu betra heldur en á móti KA og þetta er eitthvað til að byggja á.” Leikmennirnir þínir voru allt annað en ánægðir með dómgæsluna á lokasekúndunum hvað fannst þér um það atvik? „Er ekki best að segja bara sem minnst?” Olís-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Haukar 28-29│Haukar höfðu betur í spennuleik Haukar kláruðu leikinn á móti Stjörnunni sem er nú ekki búið að vinna í 6 leiki í röð. 28. febrúar 2019 23:15 Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Leik lokið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Fleiri fréttir Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Sjá meira
Rúnar Sigtrygsson, þjálfari Stjörnunnar, vildi lítið sem ekkert tjá sig um dómgæsluna í leik Stjörnunnar og Hauka í kvöld. Mikil dramatík var í leiknum en undir lokin voru leikmenn Stjörnunnar ekki sáttir með dómarateymið. „Við misstum smá línuna bæði í sóknarleiknum og varnarleiknum, bara í smá kafla. Haukarnir refsuðu fyrir það, í byrjun seinni hálfleiks aðallega. Það komu smá kaflar þarna á milli sem ollu þess að við náðum ekki að vinna leikinn,” sagði Rúnar um hvað kostaði tvö stigin í kvöld. Stjarnan byrjaði leikinn vel og staðan var jöfn í hálfleik. Seinni hálfleikurinn var hinsvegar ekki jafn góður hjá Stjörnunni fannst Rúnari. „Við vorum að spila fínan bolta. Við vorum góðir í vörn. Lengst yfir vorum við að ná að tækla þá og láta þá hafa fyrir hlutunum. Sóknarlega vorum við að spila okkur fría.” „Það vantaði kannski aðeins uppá nýtinguna til að vera með forskotið í hálfleik. Við misstum kannski smá línuna í lok fyrri hálfleiks. Tvær síðustu sóknirnar voru ekki nógu góðar. Það má ekki gera mörg mistök á móti liði eins og Haukum, það er bara þannig.” Ragnar Snær Njálsson spilaði í kvöld sinn fyrsta leik fyrir Stjörnuna. Ragnar byrjaði inná í tvist í vörninni og spilaði liggur við allar varnir Stjörnunnar í leiknum. Rúnar var mjög ánægður með komu Ragnars í liðið. „Hann var bara veggur. Það var frábært að fá hann og gaman að sjá hann. Þetta er akkúrat það sem við þurftum, vítamínsprauta fyrir okkur.” „Það er auðvitað súrt fyrir okkur að fá ekkert úr þessum leik miðað við hvernig staðan er í deildinni. Við verðum hinsvegar að taka það með sem var jákvætt hérna í kvöld. Sérstaklega innkoma Ragnars, hann þétti vörnina gríðarlega mikið. Eftir tvær og hálfa viku þegar deildin byrjar aftur verðum við betri en í dag.” Þetta var sjötti leikur Stjörnunnar í röð þar sem þeir ná ekki í sigur. Rúnar hefur samt mikla trú á að liðið komist í úrslitakeppni. „Við horfum líka á það að við erum búnir að spila við topp liðin. Við vorum ekki að standa okkur nógu vel á móti þeim. Við vorum ekki að sýna nógu góðan leik. Þetta er í fyrsta skipti í kvöld í langan tíma sem ég er sáttur með hvernig við spilum að mörgu leyti. Þetta er skref uppá við, þetta var miklu betra heldur en á móti KA og þetta er eitthvað til að byggja á.” Leikmennirnir þínir voru allt annað en ánægðir með dómgæsluna á lokasekúndunum hvað fannst þér um það atvik? „Er ekki best að segja bara sem minnst?”
Olís-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Haukar 28-29│Haukar höfðu betur í spennuleik Haukar kláruðu leikinn á móti Stjörnunni sem er nú ekki búið að vinna í 6 leiki í röð. 28. febrúar 2019 23:15 Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Leik lokið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Fleiri fréttir Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Sjá meira
Leik lokið: Stjarnan - Haukar 28-29│Haukar höfðu betur í spennuleik Haukar kláruðu leikinn á móti Stjörnunni sem er nú ekki búið að vinna í 6 leiki í röð. 28. febrúar 2019 23:15