Amy Klobuchar bætist við í baráttu Demókrata: „Ef Íslendingar geta þetta, getum við það“ Andri Eysteinsson skrifar 10. febrúar 2019 20:15 Klobuchar sat í nefndinni sem yfirheyrði þáverandi hæstaréttardómaraefnið Kavanaugh. EPA/Michael Reynolds Öldungadeildarþingkonan Amy Klobuchar frá Minnesota-ríki Bandaríkjanna greindi í dag frá framboði sínu til forseta Bandaríkjanna, en kosningarnar fara fram 3. nóvember 2020. New York Times greinir frá.Klobuchar hafði greint stuðningsmönnum frá því að von væri á stórri tilkynningu frá Klobuchar. Boðað var til fundar í Boom Island garðinum í Minneapolis við bakka Mississippiár. Fjöldi stuðningsmanna Klobuchar lét kuldann ekki stoppa sig og fagnaði tilkynningu þingkonunnar sem á mikið fylgi í miðvesturríkjum Bandaríkjanna. Mikill fjöldi stjórnmálamanna úr röðum Demókrataflokksins í Minnesota kynnti Klobuchar á svið.I will be tomorrow for big announcement at 1:30! Everyone welcome. Cocoa served. Wear warm clothes. Will be warmer tomorrow and may snow a little so should be beautiful on Boom Island. Music, camp fires, the whole bit. Parking nearby. https://t.co/Hz91NGE8hBhttps://t.co/JwDMp1RvWY — Amy Klobuchar (@amyklobuchar) February 9, 2019Hefur setið á þingi frá 2007 Klobuchar sagði í ræðu sinni að þjóðin væri þreytt á stjórnarháttum Trump, ekki gæti ríkt óreiða í stjórn landsins. Hún sagði þjóðina langþreytta á lokun alríkisins og ríkjandi stjórnmálahefð. Klobuchar talaði um endurbætur á kosningakerfi Bandaríkjanna og vill setja á löggjöf sem gerir það að verkum að allir ríkisborgarar verði skráðir kjósendur eftir 18 ára aldur. Einnig talaði hún fyrir því að fyrir árið 2022 verði öll heimili landsins tengd internetinu. Klobuchar sagði þá „Ef þetta er hægt á Íslandi, þá er það hægt hér.“ Þingkonan hefur ekki stutt öll mál sem komið hafa frá þingmönnum demókrata sem standa lengst til vinstri, hún hefur ekki stutt tillögur um að afnema ICE, innflytjendastofnun Bandaríkjanna og hefur ekki stutt tillögur Bernie Sanders um breytingar á heilbrigðistryggingakerfi landsins, Medicare for all. Klobuchar hefur í gegnum tíðina verið talin einna líklegust kvenna til að verða forseti Bandaríkjanna, miðlar vestanhafs á borð við New Yorker og New York Times hafa greint frá þeirri skoðun. Einnig var hún talin álitlegur kandídat til að verða hæstaréttardómari en Klobuchar er lögfræðingur að mennt. Árið 2007 varð hún fyrsta öldungardeildarþingkona Minnesota og hefur tvívegis verið endurkjörin með yfirburðum. New York Times telur að stefnumál Klobuchar geti höfðað til hluta kjósenda Repúblikanaflokksins en hlutar eigin flokks, sá sem aðhylltist Bernie Sanders í síðustu forkosningum flokksins gæti hafnað henni. Big weather/big crowd at the Klobuchar rally pic.twitter.com/WyQm8aAieB — Jennifer Brooks (@stribrooks) February 10, 2019 Pólítískur ferill Klobuchar hefur hins vegar ekki bara verið dans á rósum en hún hefur legið undir gagnrýni fyrrum starfsfólks sem segir hana harðstjóra. Könnun sem gerð var árið 2016 leiddi í ljós að af öllum öldungadeildarþingmönnum á árunum 2001-2016 hafi starfsmannavelta verið mest hjá Amy Klobuchar. Talið er að það orðspor sem fari af henni geti haft áhrif á framboð hennar. Klobuchar segist sjálf gera miklar kröfur til starfsfólks síns. Vinsældir Klobuchar í nágrannaríkinu Iowa gætu skipt sköpum en fyrstu forkosningar demókrata munu fara þar fram í febrúar á næsta ári. Góð úrslit þar gætu fleytt henni lengra í átt að tilnefningu flokksins.Yes, people are arriving at Klobuchar’s event on cross-country skis. pic.twitter.com/ivnhBdZ462 — Mitch Smith (@MitchKSmith) February 10, 2019 Klobuchar bætist þá í hóp þeirra sem sækjast eftir tilnefningu demókrataflokksins til forseta. Átta demókratar hafa lýst því yfir að þau sækist eftir tilnefningu. Þau eru:Cory Booker, öldungadeildarþingmaður New Jersey,Pete Buttigieg, borgarstjóri South Bend í Indiana,Julian Castro húsnæðismálaráðherra í stjórn Barack Obama,John Delaney, fyrrum þingmaður Maryland,Tulsi Gabbard, þingkona frá Hawaii,Kirsten Gillibrand, öldungardeildarþingkona frá New York,Kamala Harris, öldungardeildarþingkona frá Kaliforníu og Elizabeth Warren, öldungardeildarþingkona frá Massachusetts. Talið er að enn muni bætast í flóru frambjóðenda en stjórnmálamenn á borð við Bernie Sanders, Beto O‘ Rourke, Joe Biden og Stacey Abrams eru talin líkleg til framboðs. Forsetaframbjóðandi Demókrata verður endanlega valinn á flokksþingi flokksins 13. til 16. júlí á næsta ári. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Demókratinn Elizabeth Warren hóf forsetaframboð sitt Öldungadeildarþingkonan Elizabeth Warren ávarpaði í dag stuðningsmenn sína í Lawrence í Massachusetts og hóf þar með kosningabaráttu sína. 9. febrúar 2019 19:20 Kamala Harris býður sig fram til forseta Bandaríkjanna Bandaríski öldungardeildarþingmaðurinn Kamala Harris tilkynnti í dag að hún bjóði sig fram til forseta Bandaríkjanna. Hinn 54 ára gamli demókrati hefur þótt ein helsta vonarstjarna demókrata undanfarin ár. 21. janúar 2019 13:02 Umdeild þingkona demókrata lýsir loks formlega yfir framboði Tulsi Gabbard ætlaði að lýsa formlega yfir framboði um miðjan janúar en gerði það loks í gær. 3. febrúar 2019 08:50 Gillibrand ætlar að sækjast eftir útnefningu demókrata Öldungadeildarþingmaðurinn frá New York er á meðal einörðustu andstæðinga Trump forseta úr röðum Demókrataflokksins. 16. janúar 2019 13:27 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira
Öldungadeildarþingkonan Amy Klobuchar frá Minnesota-ríki Bandaríkjanna greindi í dag frá framboði sínu til forseta Bandaríkjanna, en kosningarnar fara fram 3. nóvember 2020. New York Times greinir frá.Klobuchar hafði greint stuðningsmönnum frá því að von væri á stórri tilkynningu frá Klobuchar. Boðað var til fundar í Boom Island garðinum í Minneapolis við bakka Mississippiár. Fjöldi stuðningsmanna Klobuchar lét kuldann ekki stoppa sig og fagnaði tilkynningu þingkonunnar sem á mikið fylgi í miðvesturríkjum Bandaríkjanna. Mikill fjöldi stjórnmálamanna úr röðum Demókrataflokksins í Minnesota kynnti Klobuchar á svið.I will be tomorrow for big announcement at 1:30! Everyone welcome. Cocoa served. Wear warm clothes. Will be warmer tomorrow and may snow a little so should be beautiful on Boom Island. Music, camp fires, the whole bit. Parking nearby. https://t.co/Hz91NGE8hBhttps://t.co/JwDMp1RvWY — Amy Klobuchar (@amyklobuchar) February 9, 2019Hefur setið á þingi frá 2007 Klobuchar sagði í ræðu sinni að þjóðin væri þreytt á stjórnarháttum Trump, ekki gæti ríkt óreiða í stjórn landsins. Hún sagði þjóðina langþreytta á lokun alríkisins og ríkjandi stjórnmálahefð. Klobuchar talaði um endurbætur á kosningakerfi Bandaríkjanna og vill setja á löggjöf sem gerir það að verkum að allir ríkisborgarar verði skráðir kjósendur eftir 18 ára aldur. Einnig talaði hún fyrir því að fyrir árið 2022 verði öll heimili landsins tengd internetinu. Klobuchar sagði þá „Ef þetta er hægt á Íslandi, þá er það hægt hér.“ Þingkonan hefur ekki stutt öll mál sem komið hafa frá þingmönnum demókrata sem standa lengst til vinstri, hún hefur ekki stutt tillögur um að afnema ICE, innflytjendastofnun Bandaríkjanna og hefur ekki stutt tillögur Bernie Sanders um breytingar á heilbrigðistryggingakerfi landsins, Medicare for all. Klobuchar hefur í gegnum tíðina verið talin einna líklegust kvenna til að verða forseti Bandaríkjanna, miðlar vestanhafs á borð við New Yorker og New York Times hafa greint frá þeirri skoðun. Einnig var hún talin álitlegur kandídat til að verða hæstaréttardómari en Klobuchar er lögfræðingur að mennt. Árið 2007 varð hún fyrsta öldungardeildarþingkona Minnesota og hefur tvívegis verið endurkjörin með yfirburðum. New York Times telur að stefnumál Klobuchar geti höfðað til hluta kjósenda Repúblikanaflokksins en hlutar eigin flokks, sá sem aðhylltist Bernie Sanders í síðustu forkosningum flokksins gæti hafnað henni. Big weather/big crowd at the Klobuchar rally pic.twitter.com/WyQm8aAieB — Jennifer Brooks (@stribrooks) February 10, 2019 Pólítískur ferill Klobuchar hefur hins vegar ekki bara verið dans á rósum en hún hefur legið undir gagnrýni fyrrum starfsfólks sem segir hana harðstjóra. Könnun sem gerð var árið 2016 leiddi í ljós að af öllum öldungadeildarþingmönnum á árunum 2001-2016 hafi starfsmannavelta verið mest hjá Amy Klobuchar. Talið er að það orðspor sem fari af henni geti haft áhrif á framboð hennar. Klobuchar segist sjálf gera miklar kröfur til starfsfólks síns. Vinsældir Klobuchar í nágrannaríkinu Iowa gætu skipt sköpum en fyrstu forkosningar demókrata munu fara þar fram í febrúar á næsta ári. Góð úrslit þar gætu fleytt henni lengra í átt að tilnefningu flokksins.Yes, people are arriving at Klobuchar’s event on cross-country skis. pic.twitter.com/ivnhBdZ462 — Mitch Smith (@MitchKSmith) February 10, 2019 Klobuchar bætist þá í hóp þeirra sem sækjast eftir tilnefningu demókrataflokksins til forseta. Átta demókratar hafa lýst því yfir að þau sækist eftir tilnefningu. Þau eru:Cory Booker, öldungadeildarþingmaður New Jersey,Pete Buttigieg, borgarstjóri South Bend í Indiana,Julian Castro húsnæðismálaráðherra í stjórn Barack Obama,John Delaney, fyrrum þingmaður Maryland,Tulsi Gabbard, þingkona frá Hawaii,Kirsten Gillibrand, öldungardeildarþingkona frá New York,Kamala Harris, öldungardeildarþingkona frá Kaliforníu og Elizabeth Warren, öldungardeildarþingkona frá Massachusetts. Talið er að enn muni bætast í flóru frambjóðenda en stjórnmálamenn á borð við Bernie Sanders, Beto O‘ Rourke, Joe Biden og Stacey Abrams eru talin líkleg til framboðs. Forsetaframbjóðandi Demókrata verður endanlega valinn á flokksþingi flokksins 13. til 16. júlí á næsta ári.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Demókratinn Elizabeth Warren hóf forsetaframboð sitt Öldungadeildarþingkonan Elizabeth Warren ávarpaði í dag stuðningsmenn sína í Lawrence í Massachusetts og hóf þar með kosningabaráttu sína. 9. febrúar 2019 19:20 Kamala Harris býður sig fram til forseta Bandaríkjanna Bandaríski öldungardeildarþingmaðurinn Kamala Harris tilkynnti í dag að hún bjóði sig fram til forseta Bandaríkjanna. Hinn 54 ára gamli demókrati hefur þótt ein helsta vonarstjarna demókrata undanfarin ár. 21. janúar 2019 13:02 Umdeild þingkona demókrata lýsir loks formlega yfir framboði Tulsi Gabbard ætlaði að lýsa formlega yfir framboði um miðjan janúar en gerði það loks í gær. 3. febrúar 2019 08:50 Gillibrand ætlar að sækjast eftir útnefningu demókrata Öldungadeildarþingmaðurinn frá New York er á meðal einörðustu andstæðinga Trump forseta úr röðum Demókrataflokksins. 16. janúar 2019 13:27 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira
Demókratinn Elizabeth Warren hóf forsetaframboð sitt Öldungadeildarþingkonan Elizabeth Warren ávarpaði í dag stuðningsmenn sína í Lawrence í Massachusetts og hóf þar með kosningabaráttu sína. 9. febrúar 2019 19:20
Kamala Harris býður sig fram til forseta Bandaríkjanna Bandaríski öldungardeildarþingmaðurinn Kamala Harris tilkynnti í dag að hún bjóði sig fram til forseta Bandaríkjanna. Hinn 54 ára gamli demókrati hefur þótt ein helsta vonarstjarna demókrata undanfarin ár. 21. janúar 2019 13:02
Umdeild þingkona demókrata lýsir loks formlega yfir framboði Tulsi Gabbard ætlaði að lýsa formlega yfir framboði um miðjan janúar en gerði það loks í gær. 3. febrúar 2019 08:50
Gillibrand ætlar að sækjast eftir útnefningu demókrata Öldungadeildarþingmaðurinn frá New York er á meðal einörðustu andstæðinga Trump forseta úr röðum Demókrataflokksins. 16. janúar 2019 13:27