Sport

Óvæntasta rothögg sögunnar á afmæli í dag

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Buster Douglas sést hér rota Mike Tyson.
Buster Douglas sést hér rota Mike Tyson. Getty/Tony Triolo
11. febrúar árið 1990 vann boxarinn Buster Douglas einn óvæntasta sigurinn í sögu hnefaleikanna þegar hann rotaði Mike Tyson í Tókýó.

Mike Tyson hafði verið ósigrandi allan sinn feril þegar kom að bardaganum við Buster Douglas. Tyson var meðal annars búinn að halda öllum heimsmeistaratitlinum frá 1988 og verið ríkjandi heimsmeistari í að verða fjögur ár.





Tyson var líka búinn að vinna alla sína bardaga með sannfærandi hætti og í augum margra einn mesti yfirburðamaður sem hafði komið fram í boxhringnum.

Það hafði heldur enginn trú á Buster Douglas í þessum bardaga og eini veðbankinn sem gaf upp líkur fyrir þennan bardaga mat þær vera 42 á móti einum.





Buster Douglas átti ekki að endast nema nokkrar lotur á móti Tyson en endaði á að rota meistarann í tíundu lotu og vinna heimsmeistaratitilinn. Þetta óvæntasta rothögg sögunnar á 29 ára afmæli í dag.





Buster Douglas hélt heimsmeistaratitlinum í átta mánuði og tvær vikur þar til að hann tapaði fyrir Evander Holyfield 25. október 1990.

Sigur Buster Douglas vakti náttúrulega heimsathygli á sínum tíma og á dögunum varð hann efniviður í 30 for 30 heimildarmynd fyrir ESPN eins og sjá má hér fyrir neðan.



Box



Fleiri fréttir

Sjá meira


×