Forsætisráðherra Kanada sagður hafa reynt að koma verkfræðistofu undan málaferlum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. febrúar 2019 22:46 Sjálfstæð rannsóknarnefnd hagsmunaárekstra og siðamála í Kanada skoðar nú ásakanir á hendur Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, um að hann hafi á ólögmætan hátt komið að því að forða verkfræðistofu frá málaferlum. Í síðustu viku birtust fregnir þar sem fullyrt var að Trudeau hafi staðið fyrir inngripi í mál verkfræðistofunnar SNC-Lavalin sem grunuð var um brotastarfsemi. Mál verkfræðistofunnar snerist um að fyrrum yfirmenn hennar eiga að hafa gerst sekir um mútugreiðslur í viðleitni til þess að fá réttinn að verkefnum í Líbíu á stjórnartíð Muammars Gaddafi, en hann var settur af árið 2011. Kanadíski miðillinn Globe and Mail hefur fjallað um mál forsætisráðherrans en sjálfur hefur Trudeau neitað ásökununum alfarið og sagst fagna því að möguleg brot opinberra starfsmanna í starfi séu rannsökuð. Vísar Globe and Mail í ónafngreinda heimildarmenn í umfjöllun sinni um málið en þar segir að Trudeau hafi beðið þáverandi dómsmálaráðherra Kanada, Jody Wilson-Raybould um að grípa inn í málaferli á hendur SNC-Lavalin. Verkfræðistofan hefur reynt að fá málaferlin stöðvuð á þeim grundvelli að síðan múturnar eigi að hafa átt sér stað hafi margt breyst innan fyrirtækisins og það reyni nú eftir fremsta megni að „viðhalda yfirburðum í stjórnarháttum og heilindum.“ Stofan hafði vonast til þess að ná samningum við sækjendur í málinu í stað dómsmáls á þessum forsendum, en sú ákvörðun þarf að vera samþykkt af dómsmálaráðherranum. Trudeau tjáði sig við fjölmiðla í dag þar sem hann viðurkenndi að hafa átt samtal við dómsmálaráðherrann um málið síðastliðið haust, en þar hafi hann sagt henni að allar ákvarðanir sem hún kynni að taka í málinu „væru alfarið undir henni komnar.“ Wilson-Raybould var í síðasta mánuði færð úr stöðu dómsmálaráðherra yfir í stöðu ráðherra málefna fyrrum hermanna en margir hafa litið á það sem útspil Trudeau til þess að sópa málinu undir teppi. Kanada Líbía Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Sjálfstæð rannsóknarnefnd hagsmunaárekstra og siðamála í Kanada skoðar nú ásakanir á hendur Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, um að hann hafi á ólögmætan hátt komið að því að forða verkfræðistofu frá málaferlum. Í síðustu viku birtust fregnir þar sem fullyrt var að Trudeau hafi staðið fyrir inngripi í mál verkfræðistofunnar SNC-Lavalin sem grunuð var um brotastarfsemi. Mál verkfræðistofunnar snerist um að fyrrum yfirmenn hennar eiga að hafa gerst sekir um mútugreiðslur í viðleitni til þess að fá réttinn að verkefnum í Líbíu á stjórnartíð Muammars Gaddafi, en hann var settur af árið 2011. Kanadíski miðillinn Globe and Mail hefur fjallað um mál forsætisráðherrans en sjálfur hefur Trudeau neitað ásökununum alfarið og sagst fagna því að möguleg brot opinberra starfsmanna í starfi séu rannsökuð. Vísar Globe and Mail í ónafngreinda heimildarmenn í umfjöllun sinni um málið en þar segir að Trudeau hafi beðið þáverandi dómsmálaráðherra Kanada, Jody Wilson-Raybould um að grípa inn í málaferli á hendur SNC-Lavalin. Verkfræðistofan hefur reynt að fá málaferlin stöðvuð á þeim grundvelli að síðan múturnar eigi að hafa átt sér stað hafi margt breyst innan fyrirtækisins og það reyni nú eftir fremsta megni að „viðhalda yfirburðum í stjórnarháttum og heilindum.“ Stofan hafði vonast til þess að ná samningum við sækjendur í málinu í stað dómsmáls á þessum forsendum, en sú ákvörðun þarf að vera samþykkt af dómsmálaráðherranum. Trudeau tjáði sig við fjölmiðla í dag þar sem hann viðurkenndi að hafa átt samtal við dómsmálaráðherrann um málið síðastliðið haust, en þar hafi hann sagt henni að allar ákvarðanir sem hún kynni að taka í málinu „væru alfarið undir henni komnar.“ Wilson-Raybould var í síðasta mánuði færð úr stöðu dómsmálaráðherra yfir í stöðu ráðherra málefna fyrrum hermanna en margir hafa litið á það sem útspil Trudeau til þess að sópa málinu undir teppi.
Kanada Líbía Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira