Fótbolti

Draxler: Við getum stöðvað Pogba

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Pogba hefur verið óstöðvandi síðustu vikur.
Pogba hefur verið óstöðvandi síðustu vikur. vísir/getty
Það er stórleikur í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld er Manchester United tekur á móti franska ofurliðinu PSG á Old Trafford.

Þetta er fyrri leikur liðanna í 16-liða úrslitunum og Man. Utd þarf því góð úrslit. Paul Pogba hefur verið aðalmaðurinn í liði United síðan það lifnaði við á nýjan leik undir stjórn Ole Gunnar Solskjær.

Pogba er búinn að skora átta mörk og leggja upp fimm í leikjunum tíu undir stjórn Norðmannsins. PSG verður að stöðva hann í kvöld.

„Ég hef þekkt Pogba lengi og spilað gegn honum. Stundum tókst okkur að stöðva hann og stundum ekki. Hann er frábær leikmaður með mikil gæði og springur út í stóru leikjunum í Meistaradeildinni,“ sagði Julian Draxler, leikmaður PSG. „Við erum með frábæra leikmenn innan okkar raða sem geta stöðvað hann.“

Meiðslavandræði eru að hrjá lið PSG og liðið verður án Neymar og Edinson Cavani.

Leikurinn hefst klukkan 20.00 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×