Lífið

María Birta komst á botninn

Stefán Árni Pálsson skrifar
María Birta er að gera góða hluti í leiklistinni og nú í köfun.
María Birta er að gera góða hluti í leiklistinni og nú í köfun. Fréttablaðið/Anton Brink
„Ég náði botninum. Ég er svo crazy glöð að það hálfa væri, mér er búið að takast að snerta botninn á dýpstu sundlaug í heimi á einum andardrætti, heilir 42 metrar,“ segir leikkonan María Birta Bjarnadóttir í færslu á Facebook og birtir mynd af sér við köfun í leiðinni.

„Ég vil þakka besta fríköfunarkennara í heimi Birgir Skúlason hjá Freedive Iceland fyrir að hafa kennt mér þessa mögnuðu tækni og April Harpa Smaradottir fyrir að hafa komið mér út í þetta sport til að byrja með. Takk Elli Egilsson fyrir þessa fínu mynd.. í kvöld verður sko skálað.“

Hér að neðan má sjá færslu Maríu Birtu en sundlaugin sem um ræðir ber nafnið Y-40 sem er eins og áður segir 42 metra djúp og er staðsett í Montegrotto Terme á Ítalíu.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.