Þríeykið D, B og M; mestu þjóðernisseggir Evrópu!? Ole Anton Bieltvedt skrifar 13. febrúar 2019 07:00 Á dögunum birtist grein – skemmtilegt nokk á Net-Mogga –, um það, að einn öfgafyllsti hægriflokkur Norðurlanda, Svíþjóðardemókratarnir, hefði hætt að berjast gegn ESB-aðild Svía. Færðu þeir stefnuna yfir í það, að berjast fyrir breytingum á ESB innan frá, í stað þess, að berjast fyrir úrsögn. Svíþjóðardemókratar sáu auðvitað sæng sína upp reidda með það, að barátta fyrir útgöngu væri vonlaus, en skoðanakannanir í Svíþjóð sýna, að 77% landsmanna eru ánægðir með veru Svíþjóðar í ESB, en aðeins 7% óánægð. Það eru ekki bara Svíþjóðardemókratar, sem eru að sjá að sér og breyta sinni ESB-stefnu, ESB í vil, heldur líka flestir aðrir þjóðernis- og hægri-öfga-flokkar í Evrópu. Má þar nefna Enhedslisten í Danmörku, AfD í Þýzkalandi, FÖP í Austurríki, Lega Nord og 5-stjörnu hreyfinguna á Ítalíu, Front National í Frakklandi o.s.frv. Þessir flokkar sjá nú loks, að eina framtíðarlausnin fyrir Evrópu –með tilliti til samvinnu, efnahagslegra hagsmuna, velferðar, friðar og öryggis – er náið og sterkt samband evrópskra þjóðríkja; ESB. Það treystir sér enginn lengur til að standa gegn þessari sameiningu, enda um eða yfir 70% Evrópubúa ánægð með ESB og evruna. Lengst norður í Dumbshafi húka þó menn, lengst inni í hugmyndafræðilegum afdölum, sem ekki hafa enn séð eða skilið þessi sannindi; þríeyki afturhaldsseggja: Sjálfstæðismenn, Framsóknarmenn og Miðflokkur. Í fyrra lífi hafa foringjar þessara flokka eflaust tekið þátt í hópreið bænda til Reykjavíkur til að mótmæla því, að Ísland yrði, á sínum tíma, sett í símasamband við útlönd. Ekki hugsa þessir menn út í eða skilja eftirfarandi staðreyndir: Fyrir 100 árum voru jarðarbúar 2 milljarðar og Evrópubúar 500 milljónir; 25% jarðarbúa. Í dag eru jarðarbúar 7,5 milljarðar, en Evrópubúar eru enn 500 milljónir; 7% jarðarbúa. Um næstu aldamót munu jarðarbúar verða um 11,5 milljarðar, en Evrópubúar verða enn aðeins 500 milljónir, 4,3% jarðarbúa. Hvernig eiga Evrópubúar að geta varið siðmenningu sína og lífshætti, lýðræðið, velferð sína og velmegun, öryggi og landamæri, ef þeir standa ekki saman sem ein sterk og órofa fylking í framtíðinni? Hvernig halda þjóðernisseggir, að færi fyrir Evrópu, ef hún væri öll uppskipt, hver þjóð í sérhagsmunabaráttu fyrir sig og ágreiningur og átök milli þjóðríkja? Við gengum 70-80% í ESB með EES-samningnum 1994, og með þátttöku í Schengen-samkomulaginu má segja, að þessi aðild hafi aukizt í 80-90%. Sjá afturhaldsseggir ekki hvað þessi þátttaka og aðild hefur skilað okkur miklu með tilliti til efnahags og velferðar, með tilliti til frjálsræðis – við getum farið frjálslega um allt að 30 önnur lönd, setzt þar að og starfað, ef við viljum, stundað þar nám að vild, mest allt án landamæra- og vegabréfaeftirlits – og m.t.t. friðar og öryggis, en ESB ásamt með NATO hefur tryggt frið og velferð í Evrópu nú í 75 ár, og, að næsta skref hljóti að vera full ESB-aðild, þannig, að við fáum okkar eigin kommissar í Brussel, 6 menn á Evrópuþingið svo við getum látið rödd Íslands heyrast, látið að okkur kveða á réttum stöðum og haft áhrif í Evrópu, en eins og staðan er nú, án 100% aðildar, erum við algjörlega áhrifalaus. Það stærsta þó, sem þessi þjóðernis- og þröngsýnisöfl sjá ekki eða skilja ekki, er, að með fullri aðild og upptöku evru myndu nýir og betri tímar renna upp í okkar landi, með stöðugleika og öryggi, menn myndu vita, hvar þeir stæðu í sínum fjármálum í nútíð og framtíð, með lágvöxtum og stórfelldum vaxtasparnaði og með enn fjölbreyttari verzlun og þjónustu, en við höfum nokkru sinni áður kynnzt eða notið. Sem betur fer liggur fyrir, að skýr meirihluti þjóðarinnar, 56%, vill taka upp evruna. Er brýnt, að þetta fólk fari að fjalla um málið í daglegri umræðu, og að það gæti þess vel hvaða stjórnmálaflokk það kýs í framtíðinni. Forðast verður með öllu D, B og M. Alveg sérstaklega M. Fyrir síðustu kosningar bauðst M til að gefa landsmönnum banka, væntanlega til að auka fylgi sitt. Það segir nóg um M. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ole Anton Bieltvedt Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir Skoðun Ólögleg meðvirkni lækna Teitur Ari Theodórsson Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Afleiðingar verkfallsaðgerða á minnstu börnin - krafa um svör Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Kyrrstöðuna verður að rjúfa! Lausn fyrir verðandi innviðaráðherra Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Íslenskan og menningararfurinn Sólveig Dagmar Þórisdóttir skrifar Skoðun Mannúðlegri úrræði Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Læknar á landsbyggðinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íslensk verðtrygging á mannamáli! Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Varðhundar kerfisins Lára Herborg Ólafsdóttir skrifar Skoðun Mótum stefnu um iðn- og tæknimenntun á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Kolkrabbinn og fjármálafjötrar Íslands Ágústa Árnadóttir skrifar Sjá meira
Á dögunum birtist grein – skemmtilegt nokk á Net-Mogga –, um það, að einn öfgafyllsti hægriflokkur Norðurlanda, Svíþjóðardemókratarnir, hefði hætt að berjast gegn ESB-aðild Svía. Færðu þeir stefnuna yfir í það, að berjast fyrir breytingum á ESB innan frá, í stað þess, að berjast fyrir úrsögn. Svíþjóðardemókratar sáu auðvitað sæng sína upp reidda með það, að barátta fyrir útgöngu væri vonlaus, en skoðanakannanir í Svíþjóð sýna, að 77% landsmanna eru ánægðir með veru Svíþjóðar í ESB, en aðeins 7% óánægð. Það eru ekki bara Svíþjóðardemókratar, sem eru að sjá að sér og breyta sinni ESB-stefnu, ESB í vil, heldur líka flestir aðrir þjóðernis- og hægri-öfga-flokkar í Evrópu. Má þar nefna Enhedslisten í Danmörku, AfD í Þýzkalandi, FÖP í Austurríki, Lega Nord og 5-stjörnu hreyfinguna á Ítalíu, Front National í Frakklandi o.s.frv. Þessir flokkar sjá nú loks, að eina framtíðarlausnin fyrir Evrópu –með tilliti til samvinnu, efnahagslegra hagsmuna, velferðar, friðar og öryggis – er náið og sterkt samband evrópskra þjóðríkja; ESB. Það treystir sér enginn lengur til að standa gegn þessari sameiningu, enda um eða yfir 70% Evrópubúa ánægð með ESB og evruna. Lengst norður í Dumbshafi húka þó menn, lengst inni í hugmyndafræðilegum afdölum, sem ekki hafa enn séð eða skilið þessi sannindi; þríeyki afturhaldsseggja: Sjálfstæðismenn, Framsóknarmenn og Miðflokkur. Í fyrra lífi hafa foringjar þessara flokka eflaust tekið þátt í hópreið bænda til Reykjavíkur til að mótmæla því, að Ísland yrði, á sínum tíma, sett í símasamband við útlönd. Ekki hugsa þessir menn út í eða skilja eftirfarandi staðreyndir: Fyrir 100 árum voru jarðarbúar 2 milljarðar og Evrópubúar 500 milljónir; 25% jarðarbúa. Í dag eru jarðarbúar 7,5 milljarðar, en Evrópubúar eru enn 500 milljónir; 7% jarðarbúa. Um næstu aldamót munu jarðarbúar verða um 11,5 milljarðar, en Evrópubúar verða enn aðeins 500 milljónir, 4,3% jarðarbúa. Hvernig eiga Evrópubúar að geta varið siðmenningu sína og lífshætti, lýðræðið, velferð sína og velmegun, öryggi og landamæri, ef þeir standa ekki saman sem ein sterk og órofa fylking í framtíðinni? Hvernig halda þjóðernisseggir, að færi fyrir Evrópu, ef hún væri öll uppskipt, hver þjóð í sérhagsmunabaráttu fyrir sig og ágreiningur og átök milli þjóðríkja? Við gengum 70-80% í ESB með EES-samningnum 1994, og með þátttöku í Schengen-samkomulaginu má segja, að þessi aðild hafi aukizt í 80-90%. Sjá afturhaldsseggir ekki hvað þessi þátttaka og aðild hefur skilað okkur miklu með tilliti til efnahags og velferðar, með tilliti til frjálsræðis – við getum farið frjálslega um allt að 30 önnur lönd, setzt þar að og starfað, ef við viljum, stundað þar nám að vild, mest allt án landamæra- og vegabréfaeftirlits – og m.t.t. friðar og öryggis, en ESB ásamt með NATO hefur tryggt frið og velferð í Evrópu nú í 75 ár, og, að næsta skref hljóti að vera full ESB-aðild, þannig, að við fáum okkar eigin kommissar í Brussel, 6 menn á Evrópuþingið svo við getum látið rödd Íslands heyrast, látið að okkur kveða á réttum stöðum og haft áhrif í Evrópu, en eins og staðan er nú, án 100% aðildar, erum við algjörlega áhrifalaus. Það stærsta þó, sem þessi þjóðernis- og þröngsýnisöfl sjá ekki eða skilja ekki, er, að með fullri aðild og upptöku evru myndu nýir og betri tímar renna upp í okkar landi, með stöðugleika og öryggi, menn myndu vita, hvar þeir stæðu í sínum fjármálum í nútíð og framtíð, með lágvöxtum og stórfelldum vaxtasparnaði og með enn fjölbreyttari verzlun og þjónustu, en við höfum nokkru sinni áður kynnzt eða notið. Sem betur fer liggur fyrir, að skýr meirihluti þjóðarinnar, 56%, vill taka upp evruna. Er brýnt, að þetta fólk fari að fjalla um málið í daglegri umræðu, og að það gæti þess vel hvaða stjórnmálaflokk það kýs í framtíðinni. Forðast verður með öllu D, B og M. Alveg sérstaklega M. Fyrir síðustu kosningar bauðst M til að gefa landsmönnum banka, væntanlega til að auka fylgi sitt. Það segir nóg um M.
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar