LeBron með þrennu en tapaði og þurfti að hlusta á „Kobe er betri“ sönginn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. febrúar 2019 07:30 LeBron James. AP/John Bazemore Boston Celtics virðist vera komið með tak á Philadelphia 76ers í NBA-deildinni í körfubolta, Golden State Warriors hafði betur í hörkuleik á móti Utah Jazz, Los Angeles Lakers tapaði með LeBron James og Anthony Davis var vandræðalega lélegur í stórtapi New Orleans Pelicans á heimavelli.Leading all scorers with 28 PTS, @KDTrey5 & the @warriors win their 5th straight! #DubNationpic.twitter.com/0MFEtHp50O — NBA (@NBA) February 13, 2019Kevin Durant skoraði 28 stig þegar Golden State Warriors vann 115-108 sigur á Utah Jazz í hörkuleik. Stephen Curry var kaldur framan af leik en setti niður tvo stóra þrista í lokin og endaði með 24 sitg. Klay Thompson skoraði 22 stig fyrir Golden State liðið og DeMarcus Cousins var með 12 stig, 10 fráköst og 5 stoðsendingar. Þetta var fimmti sigurleikur Golden State Warriors í röð og enn fremur sá sextándi í síðustu sautján leikjum. Í leikjunum á undan hafði Golden State lent 17 stigum undir á móti Phoenix og 19 stigum undir á móti Miami og unnið samt. Nú var liðið 91-84 undir í byrjun fjórða leikhluta en breytti leiknum með 21-4 spretti. Donovan Mitchell var með 25 stig fyrir Utah liðið og Rudy Gobert bætti við 13 stigum og 16 fráköstum. Þetta var 46. tvenna hans á tímabilinu.#StephenCurry buries his second straight triple! : @NBAonTNTpic.twitter.com/TZwan0ZPyt — NBA (@NBA) February 13, 2019#LeBronJames & @TheTraeYoung duel in the @ATLHawks 117-113 victory tonight! LeBron: 28 PTS, 11 REB, 16 AST Trae: 22 PTS, 6 REB, 14 AST pic.twitter.com/fczfvfZ3Fg — NBA (@NBA) February 13, 2019Nýliðinn Trae Young var flottur þegar Atlanta Hawks vann 117-113 sigur á LeBron James og félögum í Los Angeles Lakers. Young endaði með 22 stig og 14 stoðsendingar en John Collins skoraði einnig 22 stig fyrir Hawks. LeBron James var með þrennu í leiknum, 28 stig, 16 stoðsendingar og 11 fráköst, en það dugði ekki til. Hann þyrfti einnig að hlusta á áhorfendurna í Atlanta syngja „Kobe er betri“ í þessum leik. Eftir þetta tap er útlitið ekkert alltof bjart fyrir Lakers í baráttunni fyrir sæti í úrslitakeppninni. „Við annaðhvort komumst þangað eða ekki. Ekki hafa áhyggjur af því,“ sagði LeBron James eftir leik.20 PTS & 10 REB for the double-double in the @celtics win for @jaytatum0! #CUsRisepic.twitter.com/RETdYi7Ich — NBA (@NBA) February 13, 2019Gordon Hayward skoraði 26 stig og setti niður mjög stóra þriggja stiga körfu á lokamínútunum þegar Boston Celtics vann 112-109 útisigur á Philadelphia 76ers. Þetta var þriðji sigur Celtics á Sixers liðinu í vetur en sá fyrsti eftir að Philadelphia bætti við nýjasta stjörnuleikmanni sínum. Það sem meira er að Boston Celtics var án Kyrie Irving í leiknum sem tognaði á hné á laugardaginn. Al Horford var með 23 stig og Jayson Tatum skoraði 20 stig og tók 10 fráköst. Joel Embiid var mðe 23 stig og 14 fráköst og Jimmy Butler skoraði 22 stig fyrir Philadelphia 76ers liðið. Þetta var fyrsta tapið hjá 76ers síðan að liðið fékk til sín Tobias Harris og í raun fall á fyrsta alvöru prófinu fyrir þetta nýsamsetta „súperlið“ í Austurdeildinni. „Þetta er nýtt lið hjá okkur. Það eru hlutir sem við erum að vinna í og hlutir sem við þurfum að gera betur. Þetta var samt gott próf fyrir okkur til að átta okkur á því hvar við erum staddir. Ég er spenntur yfir okkar hóp og sjá hve langt við getum farið,“ sagði Ben Simmons sem var með 16 stig, 5 fráköst og 5 stoðsendingar.26 PTS for @gordonhayward while shooting 6/7 from behind the arc in the @celtics W! #CUsRisepic.twitter.com/kxa1ybm7Fi — NBA (@NBA) February 13, 2019Anthony Davis vill ekki spila lengur fyrir New Orleans Pelicans og það sást vel í nótt þegar hann skoraði aðeins 3 stig í 118-88 stórtapi á heimavelli á móti Orlando Magic. Nikola Vucevic pakkaði Davis saman en Davis hitti aðeins úr 1 af 9 skotum sínum á 24 mínútum. Nikola Vucevic var með 25 stig og 17 fráköst fyrir Orlando-liðið, Evan Fournier skoraði 22 stig og Jonathan Isaac setti nýtt persónulegt met með því að skora 20 stig.#GoSpursGo@Patty_Mills leads the @spurs to the victory with 22 PTS on 6/8 from behind the arc! pic.twitter.com/UQ65WJmqkJ — NBA (@NBA) February 13, 2019In his @memgrizz debut, @JValanciunas records 23 PTS (9/11 FG) & 10 REB! #GrindCitypic.twitter.com/zo2UijQQr9 — NBA (@NBA) February 13, 2019Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Golden State Warriors - Utah Jazz 115-108 Memphis Grizzlies - San Antonio Spurs 107-108 New Orleans Pelicans - Orlando Magic 88-118 Philadelphia 76ers - Boston Celtics 109-112 Atlanta Hawks - Los Angeles Lakers 117-113 NBA Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Sjá meira
Boston Celtics virðist vera komið með tak á Philadelphia 76ers í NBA-deildinni í körfubolta, Golden State Warriors hafði betur í hörkuleik á móti Utah Jazz, Los Angeles Lakers tapaði með LeBron James og Anthony Davis var vandræðalega lélegur í stórtapi New Orleans Pelicans á heimavelli.Leading all scorers with 28 PTS, @KDTrey5 & the @warriors win their 5th straight! #DubNationpic.twitter.com/0MFEtHp50O — NBA (@NBA) February 13, 2019Kevin Durant skoraði 28 stig þegar Golden State Warriors vann 115-108 sigur á Utah Jazz í hörkuleik. Stephen Curry var kaldur framan af leik en setti niður tvo stóra þrista í lokin og endaði með 24 sitg. Klay Thompson skoraði 22 stig fyrir Golden State liðið og DeMarcus Cousins var með 12 stig, 10 fráköst og 5 stoðsendingar. Þetta var fimmti sigurleikur Golden State Warriors í röð og enn fremur sá sextándi í síðustu sautján leikjum. Í leikjunum á undan hafði Golden State lent 17 stigum undir á móti Phoenix og 19 stigum undir á móti Miami og unnið samt. Nú var liðið 91-84 undir í byrjun fjórða leikhluta en breytti leiknum með 21-4 spretti. Donovan Mitchell var með 25 stig fyrir Utah liðið og Rudy Gobert bætti við 13 stigum og 16 fráköstum. Þetta var 46. tvenna hans á tímabilinu.#StephenCurry buries his second straight triple! : @NBAonTNTpic.twitter.com/TZwan0ZPyt — NBA (@NBA) February 13, 2019#LeBronJames & @TheTraeYoung duel in the @ATLHawks 117-113 victory tonight! LeBron: 28 PTS, 11 REB, 16 AST Trae: 22 PTS, 6 REB, 14 AST pic.twitter.com/fczfvfZ3Fg — NBA (@NBA) February 13, 2019Nýliðinn Trae Young var flottur þegar Atlanta Hawks vann 117-113 sigur á LeBron James og félögum í Los Angeles Lakers. Young endaði með 22 stig og 14 stoðsendingar en John Collins skoraði einnig 22 stig fyrir Hawks. LeBron James var með þrennu í leiknum, 28 stig, 16 stoðsendingar og 11 fráköst, en það dugði ekki til. Hann þyrfti einnig að hlusta á áhorfendurna í Atlanta syngja „Kobe er betri“ í þessum leik. Eftir þetta tap er útlitið ekkert alltof bjart fyrir Lakers í baráttunni fyrir sæti í úrslitakeppninni. „Við annaðhvort komumst þangað eða ekki. Ekki hafa áhyggjur af því,“ sagði LeBron James eftir leik.20 PTS & 10 REB for the double-double in the @celtics win for @jaytatum0! #CUsRisepic.twitter.com/RETdYi7Ich — NBA (@NBA) February 13, 2019Gordon Hayward skoraði 26 stig og setti niður mjög stóra þriggja stiga körfu á lokamínútunum þegar Boston Celtics vann 112-109 útisigur á Philadelphia 76ers. Þetta var þriðji sigur Celtics á Sixers liðinu í vetur en sá fyrsti eftir að Philadelphia bætti við nýjasta stjörnuleikmanni sínum. Það sem meira er að Boston Celtics var án Kyrie Irving í leiknum sem tognaði á hné á laugardaginn. Al Horford var með 23 stig og Jayson Tatum skoraði 20 stig og tók 10 fráköst. Joel Embiid var mðe 23 stig og 14 fráköst og Jimmy Butler skoraði 22 stig fyrir Philadelphia 76ers liðið. Þetta var fyrsta tapið hjá 76ers síðan að liðið fékk til sín Tobias Harris og í raun fall á fyrsta alvöru prófinu fyrir þetta nýsamsetta „súperlið“ í Austurdeildinni. „Þetta er nýtt lið hjá okkur. Það eru hlutir sem við erum að vinna í og hlutir sem við þurfum að gera betur. Þetta var samt gott próf fyrir okkur til að átta okkur á því hvar við erum staddir. Ég er spenntur yfir okkar hóp og sjá hve langt við getum farið,“ sagði Ben Simmons sem var með 16 stig, 5 fráköst og 5 stoðsendingar.26 PTS for @gordonhayward while shooting 6/7 from behind the arc in the @celtics W! #CUsRisepic.twitter.com/kxa1ybm7Fi — NBA (@NBA) February 13, 2019Anthony Davis vill ekki spila lengur fyrir New Orleans Pelicans og það sást vel í nótt þegar hann skoraði aðeins 3 stig í 118-88 stórtapi á heimavelli á móti Orlando Magic. Nikola Vucevic pakkaði Davis saman en Davis hitti aðeins úr 1 af 9 skotum sínum á 24 mínútum. Nikola Vucevic var með 25 stig og 17 fráköst fyrir Orlando-liðið, Evan Fournier skoraði 22 stig og Jonathan Isaac setti nýtt persónulegt met með því að skora 20 stig.#GoSpursGo@Patty_Mills leads the @spurs to the victory with 22 PTS on 6/8 from behind the arc! pic.twitter.com/UQ65WJmqkJ — NBA (@NBA) February 13, 2019In his @memgrizz debut, @JValanciunas records 23 PTS (9/11 FG) & 10 REB! #GrindCitypic.twitter.com/zo2UijQQr9 — NBA (@NBA) February 13, 2019Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Golden State Warriors - Utah Jazz 115-108 Memphis Grizzlies - San Antonio Spurs 107-108 New Orleans Pelicans - Orlando Magic 88-118 Philadelphia 76ers - Boston Celtics 109-112 Atlanta Hawks - Los Angeles Lakers 117-113
NBA Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum