Ný ítölsk súperstjarna fædd í fótboltanum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. febrúar 2019 09:30 Nicolo Zaniolo fagnar öðru marka sinna í gærkvöldi. Getty/Chris Brunskill Nicolo Zaniolo var aðalstjarnan á Ólympíuleikvanginum í Róm í gærkvöldi þegar Roma vann 2-1 sigur á Porto í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. En hver er þessi nítján ára strákur? Nicolo Zaniolo kom Roma liðinu í 2-0 í leiknum og í frábæra stöðu en Porto náði að minnka muninn og skemma aðeins kvöldið fyrir nýja „Prinsinn af Róm“ eins og menn eru farnir að kalla þennan stórefnilega strák. Roma keypti Zaniolo frá Internazionale síðasta sumar fyrir „aðeins“ 4,5 milljónir evra en kaupin voru hluti af kaupum Internazionale á Radja Nainggolan frá Roma. Þessi kaup eru ein þau bestu í langan tíma á Ítalíu því hinn nítján ára gamli Zaniolo hefur slegið í gegnum í vetur. Zaniolo hefur skorað 5 mörk í 22 leikjum í öllum keppnum með Roma á tímabilinu og hefur meðal annars skorað tveimur mörkum meira en umræddur Nainggolan hefur skorað fyrir Inter. Með því að skora tvö mörk í gær varð Zaniolo yngsti Ítalinn til að skora tvö mörk í leik í Meistaradeildinni. Hann fékk líka heiðursskiptingu fimm mínútum fyrir leikslok.Remember the name! Nicolò Zaniolo = youngest Italian player to score 2 goals in a #UCL match pic.twitter.com/VUyYpQ1Xop — UEFA Champions League (@ChampionsLeague) February 12, 2019Inter lét Philippe Coutinho fara til Liverpool á sínum tíma og missti nú Nicolo Zaniolo til Roma. Félagið er greinilega öflugt að ná til sína efnilega leikmenn en þeim mun verra að sjá virði þeirra og möguleika í framtíðinni. Zaniolo er að breytast í súperstjörnu þessa dagana því að sunnudaginn var þá skoraði hann sitt þriðja mark í ítölsku deildinni í vetur. Það þarf að fara aftur til Francesco Totti til að finna yngri leikmann sem hefur skorað þrjú mörk á tímabili í Seríu A. Zaniolo hjálpaði ítalska 19 ára landsliðinu að vinna silfur á EM 2018 og Roberto Mancini valdi hann í ítalska A-landsliðshópinn áður en hann spilaði leik í ítölsku A-deildinni. Hann spilaði síðan sinn fyrsta leik með Roma í Meistaradeildinni, á móti Real Madrid og á Santiago Bernabeu. Zaniolo hefur gott orð á sér fyrir að vera hógvær, kátur og vingjarnlegur strákur en það er yfirvegun hans sem hefur heillað flesta. Hann hefur sýnt það að hann fer ekkert á taugum á stóra sviðinu þrátt fyrir að vera svona ungur. Uppkoma Nicolo Zaniolo eru ekki bara frábærar fréttir fyrir Roma liðið heldur einnig fyrir ítalska landsliðið sem hefur tilfinnanlega vantað að fá súperstjörnu inn í sitt lið. Árangurinn hefur verið dapur undanfarin ár en kannski verður Nicolo Zaniolo einn af þeim sem breytir því. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Í beinni: ÍR - KR | Baráttan um úrslitakeppnina í algleymingi Körfubolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Fleiri fréttir Chelsea vann en Tottenham tapaði Sverrir fagnaði sigri á móti Alberti í Sambandsdeildinni Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Neymar valinn í fyrsta sinn í sautján mánuði Níu mörk þegar KR vann ÍBV FIFA gæti fjölgað liðum í 64 á HM Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Inter bætti ofan á hörmungar hollensku liðanna Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Sjá meira
Nicolo Zaniolo var aðalstjarnan á Ólympíuleikvanginum í Róm í gærkvöldi þegar Roma vann 2-1 sigur á Porto í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. En hver er þessi nítján ára strákur? Nicolo Zaniolo kom Roma liðinu í 2-0 í leiknum og í frábæra stöðu en Porto náði að minnka muninn og skemma aðeins kvöldið fyrir nýja „Prinsinn af Róm“ eins og menn eru farnir að kalla þennan stórefnilega strák. Roma keypti Zaniolo frá Internazionale síðasta sumar fyrir „aðeins“ 4,5 milljónir evra en kaupin voru hluti af kaupum Internazionale á Radja Nainggolan frá Roma. Þessi kaup eru ein þau bestu í langan tíma á Ítalíu því hinn nítján ára gamli Zaniolo hefur slegið í gegnum í vetur. Zaniolo hefur skorað 5 mörk í 22 leikjum í öllum keppnum með Roma á tímabilinu og hefur meðal annars skorað tveimur mörkum meira en umræddur Nainggolan hefur skorað fyrir Inter. Með því að skora tvö mörk í gær varð Zaniolo yngsti Ítalinn til að skora tvö mörk í leik í Meistaradeildinni. Hann fékk líka heiðursskiptingu fimm mínútum fyrir leikslok.Remember the name! Nicolò Zaniolo = youngest Italian player to score 2 goals in a #UCL match pic.twitter.com/VUyYpQ1Xop — UEFA Champions League (@ChampionsLeague) February 12, 2019Inter lét Philippe Coutinho fara til Liverpool á sínum tíma og missti nú Nicolo Zaniolo til Roma. Félagið er greinilega öflugt að ná til sína efnilega leikmenn en þeim mun verra að sjá virði þeirra og möguleika í framtíðinni. Zaniolo er að breytast í súperstjörnu þessa dagana því að sunnudaginn var þá skoraði hann sitt þriðja mark í ítölsku deildinni í vetur. Það þarf að fara aftur til Francesco Totti til að finna yngri leikmann sem hefur skorað þrjú mörk á tímabili í Seríu A. Zaniolo hjálpaði ítalska 19 ára landsliðinu að vinna silfur á EM 2018 og Roberto Mancini valdi hann í ítalska A-landsliðshópinn áður en hann spilaði leik í ítölsku A-deildinni. Hann spilaði síðan sinn fyrsta leik með Roma í Meistaradeildinni, á móti Real Madrid og á Santiago Bernabeu. Zaniolo hefur gott orð á sér fyrir að vera hógvær, kátur og vingjarnlegur strákur en það er yfirvegun hans sem hefur heillað flesta. Hann hefur sýnt það að hann fer ekkert á taugum á stóra sviðinu þrátt fyrir að vera svona ungur. Uppkoma Nicolo Zaniolo eru ekki bara frábærar fréttir fyrir Roma liðið heldur einnig fyrir ítalska landsliðið sem hefur tilfinnanlega vantað að fá súperstjörnu inn í sitt lið. Árangurinn hefur verið dapur undanfarin ár en kannski verður Nicolo Zaniolo einn af þeim sem breytir því.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Í beinni: ÍR - KR | Baráttan um úrslitakeppnina í algleymingi Körfubolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Fleiri fréttir Chelsea vann en Tottenham tapaði Sverrir fagnaði sigri á móti Alberti í Sambandsdeildinni Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Neymar valinn í fyrsta sinn í sautján mánuði Níu mörk þegar KR vann ÍBV FIFA gæti fjölgað liðum í 64 á HM Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Inter bætti ofan á hörmungar hollensku liðanna Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Sjá meira