Slóvenska undrið í NBA-deildinni er á pari við Jordan og LeBron Tómas Þór Þórðarson skrifar 14. febrúar 2019 11:00 Luka Doncic verður að öllum líkindum nýliði ársins. vísir/getty Slóvenski landsliðsmaðurinn Luka Doncic verður kjörinn nýliði ársins í NBA-deildinni. Það er orðið alveg morgunljóst þrátt fyrir að enn er mikið eftir af mótinu. Hann er gjörsamlega búinn að fara á kostum. Doncic er að spila svo vel að hann er að eiga sögulega gott nýliðaár sem er á pari við ofurstjörnur eins og Michael Jordan, LeBron James og Oscar Robertson. Ekki amalegt fyrir 19 ára gamlan Slóvena. Doncic kom inn í deildina í sumar eftir að vera valinn þriðji í nýliðavalinu af Atlanta Hawks en skipt til Dallas Mavericks. Ákvörðun sem að Atlanta gæti séð eftir um langa hríð. Slóveninn kom inn nánast sem fullmótaður karlmaður en hann var útnefndur besti leikmaður úrslitahelgi Meistaradeildarinnar síðasta vor þar sem að hann leiddi Real Madrid til sigurs. Hann var svo aðalmaðurinn í slóvenska landsliðinu sem varð Evrópumeistari árið 2017, þá 18 ára.Fjórir á undan Luka Doncic er í fyrstu 55 leikjunum sínum í NBA-deildinni búinn að skora að meðaltali 20,7 stig í leik, taka 7,2 fráköst og gefa 5,6 stoðsendingar. Aðeins fjórir aðrir hafa náð því að skora yfir 20 stig, taka fimm fráköst og gefa fimm stoðsendinar að meðaltali í leik á nýliðaári sínu í NBA-deildinni. Það eru mennirnir sem nefndir voru hér að ofan; Michael Jordan tímabilið 1984-1985 (28,2 - 6,5 - 5,9), LeBron James tímabilið 2003-2004 (20,9 - 5,5 - 5,9), Oscar Robertson tímabilið 1960-1961 (30,5 - 10,1 - 9,7) og svo Tyreke Evans tímabilið 2009-2010 (20,1 - 5,3 - 5,8). Sá síðastnefndi hefur ekki náð sömu hæðum og hinir. Doncic þarf vissulega að halda dampi út tímabilið til að komast í þennan magnaða hóp en hann virðist ekki líklegur til að slaka á. Hann var útnefndur nýliði mánaðarins í vesturdeildinni fyrir nóvember, desember og janúar.Ekki í stjörnuleiknum Slóveninn magnaði varð undir lok janúar fyrsti táningurinn í sögu NBA-deildarinnar til að skora yfir 30 stig í þrennuleik en hann fór hamförum á móti Toronto Raptors 27. janúar og skoraði 35 stig, tók tólf fráköst og gaf tíu stoðsendingar. Hann er búinn að hlaða í þrjár þrennur á tímabilinu og varð fyrsti táningurinn í sögu NBA-deildarinnar til að ná fleiri en einni þrennu fyrir tvítugt. Þá varð hann yngsti leikmaðurinn í sögunni (19 ára og 333 daga gamall) til að ná annarri tvennunni á ferlinum en metið átti Lonzo Ball hjá Lakers (20 ára og 23 daga gamall). Þrátt fyrir ótrúlegt tímabil var Doncic ekki valinn í stjörnuleikinn, ekki einu sinni sem varamaður, þannig að hann fær kærkomna hvíld um stjörnuhelgina og getur hlaðið batteríin fyrir lokaátökin í NBA-deildinni og stefnt hraðbyri að því að komast í sögubækurnar á sömu blaðsíðu og Jordan og LeBron. NBA Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Sjá meira
Slóvenski landsliðsmaðurinn Luka Doncic verður kjörinn nýliði ársins í NBA-deildinni. Það er orðið alveg morgunljóst þrátt fyrir að enn er mikið eftir af mótinu. Hann er gjörsamlega búinn að fara á kostum. Doncic er að spila svo vel að hann er að eiga sögulega gott nýliðaár sem er á pari við ofurstjörnur eins og Michael Jordan, LeBron James og Oscar Robertson. Ekki amalegt fyrir 19 ára gamlan Slóvena. Doncic kom inn í deildina í sumar eftir að vera valinn þriðji í nýliðavalinu af Atlanta Hawks en skipt til Dallas Mavericks. Ákvörðun sem að Atlanta gæti séð eftir um langa hríð. Slóveninn kom inn nánast sem fullmótaður karlmaður en hann var útnefndur besti leikmaður úrslitahelgi Meistaradeildarinnar síðasta vor þar sem að hann leiddi Real Madrid til sigurs. Hann var svo aðalmaðurinn í slóvenska landsliðinu sem varð Evrópumeistari árið 2017, þá 18 ára.Fjórir á undan Luka Doncic er í fyrstu 55 leikjunum sínum í NBA-deildinni búinn að skora að meðaltali 20,7 stig í leik, taka 7,2 fráköst og gefa 5,6 stoðsendingar. Aðeins fjórir aðrir hafa náð því að skora yfir 20 stig, taka fimm fráköst og gefa fimm stoðsendinar að meðaltali í leik á nýliðaári sínu í NBA-deildinni. Það eru mennirnir sem nefndir voru hér að ofan; Michael Jordan tímabilið 1984-1985 (28,2 - 6,5 - 5,9), LeBron James tímabilið 2003-2004 (20,9 - 5,5 - 5,9), Oscar Robertson tímabilið 1960-1961 (30,5 - 10,1 - 9,7) og svo Tyreke Evans tímabilið 2009-2010 (20,1 - 5,3 - 5,8). Sá síðastnefndi hefur ekki náð sömu hæðum og hinir. Doncic þarf vissulega að halda dampi út tímabilið til að komast í þennan magnaða hóp en hann virðist ekki líklegur til að slaka á. Hann var útnefndur nýliði mánaðarins í vesturdeildinni fyrir nóvember, desember og janúar.Ekki í stjörnuleiknum Slóveninn magnaði varð undir lok janúar fyrsti táningurinn í sögu NBA-deildarinnar til að skora yfir 30 stig í þrennuleik en hann fór hamförum á móti Toronto Raptors 27. janúar og skoraði 35 stig, tók tólf fráköst og gaf tíu stoðsendingar. Hann er búinn að hlaða í þrjár þrennur á tímabilinu og varð fyrsti táningurinn í sögu NBA-deildarinnar til að ná fleiri en einni þrennu fyrir tvítugt. Þá varð hann yngsti leikmaðurinn í sögunni (19 ára og 333 daga gamall) til að ná annarri tvennunni á ferlinum en metið átti Lonzo Ball hjá Lakers (20 ára og 23 daga gamall). Þrátt fyrir ótrúlegt tímabil var Doncic ekki valinn í stjörnuleikinn, ekki einu sinni sem varamaður, þannig að hann fær kærkomna hvíld um stjörnuhelgina og getur hlaðið batteríin fyrir lokaátökin í NBA-deildinni og stefnt hraðbyri að því að komast í sögubækurnar á sömu blaðsíðu og Jordan og LeBron.
NBA Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Sjá meira