Lífið

Nýr kafli hafinn hjá Eygló Harðar

Stefán Árni Pálsson skrifar
Eygló Harðardóttir
Eygló Harðardóttir vísir/ernir
„Þá er nýr kafli í lífinu hafinn, sannkallaður ævintýrakafli.“

Svona hefst stöðufærslu á Facebook-reikningi Eyglóar Harðardóttir, fyrrverandi félags- og húsnæðismálaráðherra, en þar greinir hún frá því að hún sé byrjuð í matreiðslunámi undir leiðsögn Ólafs Helga Kristjánssonar, yfirkokks og matreiðslumeistara á Hótel Sögu.

„Áætluð útskrift verður 2022, - sem yrði besta fimmtugsafmælisgjöf sem ég gæti hugsað mér. Af hverju matreiðsla er spurningin sem hinir ýmsu sem hafa hitt mig í kokkagallanum á Hótel Sögu hafa spurt. Ég hef lengi haft áhuga á mat. Það vita flestir sem þekkja mig. Ég fékk svo tækifæri til að starfa í eldhúsinu hjá Kaffistofu Samhjálpar sem sjálfboðaliði og þar kviknaði draumurinn sem er nú orðinn að veruleika.“

Eygló segir að Hótel Saga sé frábær vinnustaður.

„Þar sem má finna snilldar veisluþjónustu, ilmandi nýtt bakkelsi úr bakaríinu á staðnum og tvo framúrskarandi veitingastaði, Grillið sem hefur áratugum saman verið allra besti veitingastaður landsins og hinn nýopnaða Mími þar sem áherslan er á íslenskt hráefni og spennandi framsetningu. Þar er líka yndislegt starfsfólk sem hefur tekið mér afskaplega vel. Markmið næstu ára eru því orðin þrjú: Ljúka við byggingu litla torfbæjarins, byggja fallega fjölbýlishúsið fyrir Kvennaathvarfið og verða matreiðslumaður.“








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.