Erlent

Almenningsálit snýst gegn mótmælum gulu vestanna

Kjartan Kjartansson skrifar
Frá þrettándu mótmælum gulu vestanna í París um síðustu helgi.
Frá þrettándu mótmælum gulu vestanna í París um síðustu helgi. Vísir/EPA
Meirihluta Frakka vill að mótmælendur sem kenna sig vil gul vesti láti af vikulegum mótmælum sínum ef marka má niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar. Þetta er í fyrsta skipti sem meirihluti er andsnúinn mótmælunum frá því að þau hófust í nóvember.

Þeim sem segja að aflýsa ætti frekari mótmælum hefur fjölgað um ellefu prósentustig frá því í síðasta mánuði og eru nú 56% þeirrar skoðunar í könnun Elabe, að sögn Reuters-fréttastofunnar.

Óeirðir, skemmdarverk og gripdeildir hafa fylgt mótmælunum. Aðstandendur mótmælanna hafa kennt öfgavinstri- og hægrimönnum sem séu þeim ótengd um ófriðinn.

Upphaflega beindust mótmælin að hækkun á dísilverði og verðlagi. Þau þróuðust fljótt upp í almenn mótmæli gegn ríkisstjórn Emmanuels Macron forseta.

Tveir af hverjum þremur svarendum í könnuninni telja að þeir sem mótmæla um hverja helgi í París og víðar standi ekki fyrir þessu upphaflegu baráttumál. Meirihluti segir engu að síður ennþá styðja hreyfinguna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×