ISIS-liðar berjast til hins síðasta á einum ferkílómetra Samúel Karl Ólason skrifar 14. febrúar 2019 23:29 Vígamennirnir eru með efratána í bakið og sýrlenskir Kúrdar og bandamenn þeirra í regnhlífarsamtökunum SDF sækja að þeim úr þremur áttum með stuðningi Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands. AP/Felipe Dana Kalífadæmi Íslamska ríkisins hefur dregist verulega saman og nú stjórna vígamenn hryðjuverkasamtakanna einungis um einum ferkílómetra í bænum Baghouz við landamæri Sýrlands og Írak. Vígamennirnir eru með efratána í bakið og sýrlenskir Kúrdar og bandamenn þeirra í regnhlífarsamtökunum SDF sækja að þeim úr þremur áttum með stuðningi Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands. Talið er að um 300 vígamenn verji þennan ferkílómetra og flestir þeirra séu erlendir vígamenn samtakanna sem hafi engra kosta völ, samkvæmt AP fréttaveitunni. Vígamenn ISIS frá Sýrlandi og Írak eru að mestu taldir hafa falið sig meðal íbúa.Undanfarnar vikur hafa þúsundir manna, þar á meðal vígamenn og fjölskyldur þeirra flúið frá svæðinu og eru nú í haldi SDF. Þetta fólk hefur verið flutt í sérstakar búðir í austurhluta Sýrlands þar sem aðstæður þykja slæmar vegna skorts á ýmsum nauðsynjum. Meðal þeirra er hin 19 ára gamla Shamima Begum. Hún gekk til liðs við ISIS þegar hún var fimmtán ára gömul og vill nú komast heim þar sem hún er ólétt.Sjá einnig: Gekk til liðs við ISIS fimmtán ára og vill nú komast aftur heimFall Baghouz mun marka endalok kalífadæmisins í bæði Sýrlandi og Írak. Sóknin gegn ISIS-liðum hefur þó gengið hægt í dag og foringjar SDF segja erfitt að greina á milli vígamanna og almennra borgara í bænum. Þá fer mikill tími í að leita að göngum sem vígamenn hafa grafið og tryggja að þar séu ekki menn í felum. Þegar mest lét stjórnuðu ISIS-liðar nærri því þriðjungi bæði Sýrlands og Írak.Baráttunni ekki lokið Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur ákveðið að kalla bandaríska hermenn heim frá Sýrlandi og sagt að Íslamska ríkið sé nánast sigrað. Embættismenn og forsvarsmenn bandamanna Bandaríkjanna eru þó ekki sammála forsetanum. Þrátt fyrir að yfirráðasvæði Íslamska ríkisins hafi verið frelsað munu samtökin enn ógna íbúum á svæðinu. Lengi hefur þótt öruggt að ISIS-liðar myndu snúa sér að hefðbundnum skæruhernaði og hryðjuverkum, eins og þeir gerðu áður en þeir stofnuðu kalífadæmið og er mikið um vísbendingar að sú sé raunin. Breski hershöfðinginn Christopher Ghika sagði í gær að baráttan gegn ISIS myndi halda áfram, þrátt fyrir brottför bandarískra hermanna. „Við munum elta þá uppi þar til ógninni hefur verið eytt,“ sagði Ghika. Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtogi ISIS, hefur ekki fundist enn. Guardian hefur eftir vitni að hann hafi flúið frá Baghouz í janúar, eftir að erlendir vígamenn ISIS, sem telja sig hafa verið svikna, hafi reynt að ráða hann af dögum. Þeir hafi hins vegar tapað bardögum gegn lífvörðum Baghdadi og verið teknir af lífi. Foringjar meðal SDF sögðu Guardian að talið sé að Baghdadi hafi flúið inn í eyðimörkina á milli Sýrlands og Írak og hann sé þar enn. Bandaríkin Bretland Frakkland Írak Sýrland Tengdar fréttir Gekk til liðs við ISIS fimmtán ára og vill nú komast aftur heim Shamima Begum var fimmtán ára gömul þegar henni og tveimur vinkonum hennar tókst að ferðast frá Bretlandi til Sýrlands og ganga til liðs við Íslamska ríkið. 13. febrúar 2019 23:48 Fæddust í „ríki“ sem er ekki lengur til og eiga hvergi skjól Ung börn sem fæddust í kalífadæmi Íslamska ríkisins og mæður þeirra streyma nú frá Baghouz, síðasta bænum sem ISIS-liðar stjórna í Sýrlandi. 12. febrúar 2019 22:30 Kanadískur ISIS-liði telur sig hafa verið yfirgefinn Hann vill komast aftur til Kanada eftir að hafa verið í haldi í níu mánuði ásamt eiginkonu sinni, sem einnig er frá Kanada, og tveimur börnum. 11. febrúar 2019 23:30 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Sjá meira
Kalífadæmi Íslamska ríkisins hefur dregist verulega saman og nú stjórna vígamenn hryðjuverkasamtakanna einungis um einum ferkílómetra í bænum Baghouz við landamæri Sýrlands og Írak. Vígamennirnir eru með efratána í bakið og sýrlenskir Kúrdar og bandamenn þeirra í regnhlífarsamtökunum SDF sækja að þeim úr þremur áttum með stuðningi Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands. Talið er að um 300 vígamenn verji þennan ferkílómetra og flestir þeirra séu erlendir vígamenn samtakanna sem hafi engra kosta völ, samkvæmt AP fréttaveitunni. Vígamenn ISIS frá Sýrlandi og Írak eru að mestu taldir hafa falið sig meðal íbúa.Undanfarnar vikur hafa þúsundir manna, þar á meðal vígamenn og fjölskyldur þeirra flúið frá svæðinu og eru nú í haldi SDF. Þetta fólk hefur verið flutt í sérstakar búðir í austurhluta Sýrlands þar sem aðstæður þykja slæmar vegna skorts á ýmsum nauðsynjum. Meðal þeirra er hin 19 ára gamla Shamima Begum. Hún gekk til liðs við ISIS þegar hún var fimmtán ára gömul og vill nú komast heim þar sem hún er ólétt.Sjá einnig: Gekk til liðs við ISIS fimmtán ára og vill nú komast aftur heimFall Baghouz mun marka endalok kalífadæmisins í bæði Sýrlandi og Írak. Sóknin gegn ISIS-liðum hefur þó gengið hægt í dag og foringjar SDF segja erfitt að greina á milli vígamanna og almennra borgara í bænum. Þá fer mikill tími í að leita að göngum sem vígamenn hafa grafið og tryggja að þar séu ekki menn í felum. Þegar mest lét stjórnuðu ISIS-liðar nærri því þriðjungi bæði Sýrlands og Írak.Baráttunni ekki lokið Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur ákveðið að kalla bandaríska hermenn heim frá Sýrlandi og sagt að Íslamska ríkið sé nánast sigrað. Embættismenn og forsvarsmenn bandamanna Bandaríkjanna eru þó ekki sammála forsetanum. Þrátt fyrir að yfirráðasvæði Íslamska ríkisins hafi verið frelsað munu samtökin enn ógna íbúum á svæðinu. Lengi hefur þótt öruggt að ISIS-liðar myndu snúa sér að hefðbundnum skæruhernaði og hryðjuverkum, eins og þeir gerðu áður en þeir stofnuðu kalífadæmið og er mikið um vísbendingar að sú sé raunin. Breski hershöfðinginn Christopher Ghika sagði í gær að baráttan gegn ISIS myndi halda áfram, þrátt fyrir brottför bandarískra hermanna. „Við munum elta þá uppi þar til ógninni hefur verið eytt,“ sagði Ghika. Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtogi ISIS, hefur ekki fundist enn. Guardian hefur eftir vitni að hann hafi flúið frá Baghouz í janúar, eftir að erlendir vígamenn ISIS, sem telja sig hafa verið svikna, hafi reynt að ráða hann af dögum. Þeir hafi hins vegar tapað bardögum gegn lífvörðum Baghdadi og verið teknir af lífi. Foringjar meðal SDF sögðu Guardian að talið sé að Baghdadi hafi flúið inn í eyðimörkina á milli Sýrlands og Írak og hann sé þar enn.
Bandaríkin Bretland Frakkland Írak Sýrland Tengdar fréttir Gekk til liðs við ISIS fimmtán ára og vill nú komast aftur heim Shamima Begum var fimmtán ára gömul þegar henni og tveimur vinkonum hennar tókst að ferðast frá Bretlandi til Sýrlands og ganga til liðs við Íslamska ríkið. 13. febrúar 2019 23:48 Fæddust í „ríki“ sem er ekki lengur til og eiga hvergi skjól Ung börn sem fæddust í kalífadæmi Íslamska ríkisins og mæður þeirra streyma nú frá Baghouz, síðasta bænum sem ISIS-liðar stjórna í Sýrlandi. 12. febrúar 2019 22:30 Kanadískur ISIS-liði telur sig hafa verið yfirgefinn Hann vill komast aftur til Kanada eftir að hafa verið í haldi í níu mánuði ásamt eiginkonu sinni, sem einnig er frá Kanada, og tveimur börnum. 11. febrúar 2019 23:30 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Sjá meira
Gekk til liðs við ISIS fimmtán ára og vill nú komast aftur heim Shamima Begum var fimmtán ára gömul þegar henni og tveimur vinkonum hennar tókst að ferðast frá Bretlandi til Sýrlands og ganga til liðs við Íslamska ríkið. 13. febrúar 2019 23:48
Fæddust í „ríki“ sem er ekki lengur til og eiga hvergi skjól Ung börn sem fæddust í kalífadæmi Íslamska ríkisins og mæður þeirra streyma nú frá Baghouz, síðasta bænum sem ISIS-liðar stjórna í Sýrlandi. 12. febrúar 2019 22:30
Kanadískur ISIS-liði telur sig hafa verið yfirgefinn Hann vill komast aftur til Kanada eftir að hafa verið í haldi í níu mánuði ásamt eiginkonu sinni, sem einnig er frá Kanada, og tveimur börnum. 11. febrúar 2019 23:30
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent