Ekki hægt að sjá hvort átt er við akstursmæla Garðar Örn Úlfarsson skrifar 15. febrúar 2019 06:15 Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB. Fréttablaðið/Anton Brink „Það er tilvik þar sem fulltrúi framleiðanda hér á landi segir að því miður sé ekkert hægt að gera ef þeir hafa enga þjónustusögu um bílinn,“ segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, um akstursmælasvindl í notuðum bílum. Runólfur segir FÍB hafa óskað eftir upplýsingum frá bílaumboðum. „Svörin eru ekki skýr. Menn eru að leita upplýsinga hjá framleiðendum.“ Hann vill ekki segja að svo stöddu hvaða bíltegund það sé sem hann vísar til. Það sé algeng tegund sem sé notuð hjá bílaleigum. Í sumum tilvikum sé erfitt eða ómögulegt að sjá rétta kílómetrastöðu. Í dýrum bílum, eins og BMW og Porsche, sé þó búnaður sem geri umboðunum kleift að lesa aksturinn. Sérlega erfitt sé að henda reiður á stöðunni í bílum sem eru í eigu aðila, eins og til dæmis bílaleiga, sem þjónusta þá sjálfir. Um aðra bíla gildi að kílómetratala þeirra sé skráð jafnóðum hjá umboðum og verkstæðum úti í bæ og þar með hægt að rekja söguna. Umræðan í kjölfar umfjöllunar Kveiks í RÚV á þriðjudagskvöld um svindlið hjá bílaleigunni Procar hefur haft áhrif. „Ég heyrði hjá einni bílaleigu sem var í söluátaki á notuðum bílum að daginn sem Kveikur fór í loftið hafi gengið mjög vel en daginn eftir var ekki einn einasti sem hafði samband.“ Að mati Runólfs er fáránlegt hversu auðvelt er að breyta kílómetrastöðu bíla með ódýrri handtölvu. Innan ESB sé talið að slíkt svindl eigi við um 5 til 12 prósent notaðra bíla í sölu. Birtist í Fréttablaðinu Bílaleigur Bílar Ferðamennska á Íslandi Procar Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
„Það er tilvik þar sem fulltrúi framleiðanda hér á landi segir að því miður sé ekkert hægt að gera ef þeir hafa enga þjónustusögu um bílinn,“ segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, um akstursmælasvindl í notuðum bílum. Runólfur segir FÍB hafa óskað eftir upplýsingum frá bílaumboðum. „Svörin eru ekki skýr. Menn eru að leita upplýsinga hjá framleiðendum.“ Hann vill ekki segja að svo stöddu hvaða bíltegund það sé sem hann vísar til. Það sé algeng tegund sem sé notuð hjá bílaleigum. Í sumum tilvikum sé erfitt eða ómögulegt að sjá rétta kílómetrastöðu. Í dýrum bílum, eins og BMW og Porsche, sé þó búnaður sem geri umboðunum kleift að lesa aksturinn. Sérlega erfitt sé að henda reiður á stöðunni í bílum sem eru í eigu aðila, eins og til dæmis bílaleiga, sem þjónusta þá sjálfir. Um aðra bíla gildi að kílómetratala þeirra sé skráð jafnóðum hjá umboðum og verkstæðum úti í bæ og þar með hægt að rekja söguna. Umræðan í kjölfar umfjöllunar Kveiks í RÚV á þriðjudagskvöld um svindlið hjá bílaleigunni Procar hefur haft áhrif. „Ég heyrði hjá einni bílaleigu sem var í söluátaki á notuðum bílum að daginn sem Kveikur fór í loftið hafi gengið mjög vel en daginn eftir var ekki einn einasti sem hafði samband.“ Að mati Runólfs er fáránlegt hversu auðvelt er að breyta kílómetrastöðu bíla með ódýrri handtölvu. Innan ESB sé talið að slíkt svindl eigi við um 5 til 12 prósent notaðra bíla í sölu.
Birtist í Fréttablaðinu Bílaleigur Bílar Ferðamennska á Íslandi Procar Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira