Hvorki Margrét Lára né nokkur önnur örugg með sæti í landsliðinu Tómas Þór Þórðarson skrifar 15. febrúar 2019 14:30 Margrét Lára Viðarsdóttir er markahæsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi. vísir/getty Jón Þór Hauksson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, valdi í 23 leikmenn sem fara á hið árlega Algarve-mót í Portúgal þar sem mörg af bestum liðum heims koma saman. Jón Þór tók við liðinu af Frey Alexanderssyni fyrir áramót og stýrði liðinu til sigurs í fyrsta leik á móti Skotlandi í æfingaleik á La Manga í janúar en nú er það fyrsta stóra verkefnið. „Við áttum frábæra ferð til La Manga í janúar og vorum gríðarlega ánægð með þá ferð. Við spiluðum þar á móti Skotlandi og náðum að æfa vel fyrir þann leik. Þar kom hópurinn fyrst saman og við funduðum mikið,“ segir Jón Þór. „Við vorum mjög ánægðir með stemninguna í hópnum og hvernig hópurinn tók í allt saman. Stelpurnar æfðu líka vel. Það var fyrsta ferðin en þetta er fyrsta stóra verkefnið og er mikilvægt fyrir haustið. Við leggjum upp með það að halda áfram og fylgja eftir góðri ferð til La Manga.“ Íslenska liðið mætir Kanada og Skotlandi í riðlakeppninni á Algarve og fær svo leik um sæti þannig í heildina fær Jón Þór þrjá leiki til að leyfa öllum að spila og sjá hvaða leikmenn henta honum og hverjir ekki.Jón Þór Hauksson ásamt Ólafi Péturssyni, markvarðaþjálfara, á fundinum í dag.vísir/sigurjón„Við viljum halda áfram að þróa okkar leik ásamt því að prófa nýja hluti og spila á fleiri leikmönnum. Úti á La Manga spiluðum við bara einn leik með sex skiptingar en nú fáum við fleiri leiki og getum leyft fleirum að spila,“ segir hann. Landsliðsþjálfarinn kom á óvart með því að velja ekki Söndru Maríu Jessen í hópinn fyrir leikinn gegn Skotlandi en hún er inni núna. Að þessu sinni valdi hann ekki Fanndísi Friðriksdóttur sem var óánægð með að fara ekki með. Jón Þór tekur inn Margréti Láru Viðarsdóttur sem hefur ekki spilað með landsliðinu í tæp tvö ár vegna meiðsla en hann ætlar að sjá hvar hún stendur á þessu stigi fótboltans. Hún á ekki gefin farseðil í næsta hóp nema að hún standi sig vel þrátt fyrir allt sem hún hefur afrekað. „Að sjálfsögðu ekki. Það er ekkert gefið í þessu, hvorki með hana né nokkurn annan leikmann. Við erum að þróa okkar leik og okkar hóp. Við erum að skoða mikið af leikmönnum og það eru margir sem að fá tækifæri,“ segir Jón Þór. „Það er undir hverjum og einum leikmanni komið að sýna fram á það, að hann eigi heima í landsliðshópnum. Við erum bara spennt fyrir því að sjá það,“ segir Jón Þór Hauksson. Allt viðtalið má sjá hér að neðan.Klippa: Jón Þór - Ekkert gefið í þessu Íslenski boltinn Tengdar fréttir Svona var fundur Jóns Þórs í Laugardalnum Jón Þór Hauksson, landsliðsþjálfari kvenna, valdi hópinn sem spilar á Algarve-mótinu lok febrúar. 15. febrúar 2019 12:45 Dagný og Margrét Lára snúa aftur í landsliðið Jón Þór Hauksson valdi hópinn fyrir Algarve-bikarinn. 15. febrúar 2019 13:00 Fanndís ósátt að fara ekki með til Algarve Fanndís Friðriksdóttir er ekki í landsliðshópnum sem fer á Algarve-mótið. 15. febrúar 2019 13:52 Mest lesið Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Körfubolti Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Körfubolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Enski boltinn Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Íslenski boltinn „Ekki fyrst stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Íslenski boltinn Ekkert mark í grannaslagnum Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið og viðtöl: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram Lyftu sér upp í annað sætið „Ekki fyrst stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Ekkert mark í grannaslagnum Stefán Ingi allt í öllu í sigri Sandefjord „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Kristian og Nökkvi skoruðu báðir í sigri Sparta Eggert lagði upp mark og lærisveinar Freys sneru leiknum við í seinni Orri og félagar fóru heim frá Kanaríeyjum með öll þrjú stigin Þórir lagði upp jöfnunarmark í Íslendingaslag í Seríu A Þrjár landsliðskonur fengu áletrað úr frá KSÍ Fékk hjólhestaspyrnu í hausinn og endaði á sjúkrahúsi Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Lánsmarkvörðurinn frá Liverpool veðjaði við Vinícius og vann Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Ég er 100% pirraður“ „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Meistarar í ellefta sinn á síðustu þrettán árum Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Hákon Arnar lék allan tímann þegar Lille tapaði stórleik Barca mistókst að ná sex stiga forskoti Sjá meira
Jón Þór Hauksson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, valdi í 23 leikmenn sem fara á hið árlega Algarve-mót í Portúgal þar sem mörg af bestum liðum heims koma saman. Jón Þór tók við liðinu af Frey Alexanderssyni fyrir áramót og stýrði liðinu til sigurs í fyrsta leik á móti Skotlandi í æfingaleik á La Manga í janúar en nú er það fyrsta stóra verkefnið. „Við áttum frábæra ferð til La Manga í janúar og vorum gríðarlega ánægð með þá ferð. Við spiluðum þar á móti Skotlandi og náðum að æfa vel fyrir þann leik. Þar kom hópurinn fyrst saman og við funduðum mikið,“ segir Jón Þór. „Við vorum mjög ánægðir með stemninguna í hópnum og hvernig hópurinn tók í allt saman. Stelpurnar æfðu líka vel. Það var fyrsta ferðin en þetta er fyrsta stóra verkefnið og er mikilvægt fyrir haustið. Við leggjum upp með það að halda áfram og fylgja eftir góðri ferð til La Manga.“ Íslenska liðið mætir Kanada og Skotlandi í riðlakeppninni á Algarve og fær svo leik um sæti þannig í heildina fær Jón Þór þrjá leiki til að leyfa öllum að spila og sjá hvaða leikmenn henta honum og hverjir ekki.Jón Þór Hauksson ásamt Ólafi Péturssyni, markvarðaþjálfara, á fundinum í dag.vísir/sigurjón„Við viljum halda áfram að þróa okkar leik ásamt því að prófa nýja hluti og spila á fleiri leikmönnum. Úti á La Manga spiluðum við bara einn leik með sex skiptingar en nú fáum við fleiri leiki og getum leyft fleirum að spila,“ segir hann. Landsliðsþjálfarinn kom á óvart með því að velja ekki Söndru Maríu Jessen í hópinn fyrir leikinn gegn Skotlandi en hún er inni núna. Að þessu sinni valdi hann ekki Fanndísi Friðriksdóttur sem var óánægð með að fara ekki með. Jón Þór tekur inn Margréti Láru Viðarsdóttur sem hefur ekki spilað með landsliðinu í tæp tvö ár vegna meiðsla en hann ætlar að sjá hvar hún stendur á þessu stigi fótboltans. Hún á ekki gefin farseðil í næsta hóp nema að hún standi sig vel þrátt fyrir allt sem hún hefur afrekað. „Að sjálfsögðu ekki. Það er ekkert gefið í þessu, hvorki með hana né nokkurn annan leikmann. Við erum að þróa okkar leik og okkar hóp. Við erum að skoða mikið af leikmönnum og það eru margir sem að fá tækifæri,“ segir Jón Þór. „Það er undir hverjum og einum leikmanni komið að sýna fram á það, að hann eigi heima í landsliðshópnum. Við erum bara spennt fyrir því að sjá það,“ segir Jón Þór Hauksson. Allt viðtalið má sjá hér að neðan.Klippa: Jón Þór - Ekkert gefið í þessu
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Svona var fundur Jóns Þórs í Laugardalnum Jón Þór Hauksson, landsliðsþjálfari kvenna, valdi hópinn sem spilar á Algarve-mótinu lok febrúar. 15. febrúar 2019 12:45 Dagný og Margrét Lára snúa aftur í landsliðið Jón Þór Hauksson valdi hópinn fyrir Algarve-bikarinn. 15. febrúar 2019 13:00 Fanndís ósátt að fara ekki með til Algarve Fanndís Friðriksdóttir er ekki í landsliðshópnum sem fer á Algarve-mótið. 15. febrúar 2019 13:52 Mest lesið Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Körfubolti Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Körfubolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Enski boltinn Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Íslenski boltinn „Ekki fyrst stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Íslenski boltinn Ekkert mark í grannaslagnum Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið og viðtöl: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram Lyftu sér upp í annað sætið „Ekki fyrst stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Ekkert mark í grannaslagnum Stefán Ingi allt í öllu í sigri Sandefjord „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Kristian og Nökkvi skoruðu báðir í sigri Sparta Eggert lagði upp mark og lærisveinar Freys sneru leiknum við í seinni Orri og félagar fóru heim frá Kanaríeyjum með öll þrjú stigin Þórir lagði upp jöfnunarmark í Íslendingaslag í Seríu A Þrjár landsliðskonur fengu áletrað úr frá KSÍ Fékk hjólhestaspyrnu í hausinn og endaði á sjúkrahúsi Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Lánsmarkvörðurinn frá Liverpool veðjaði við Vinícius og vann Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Ég er 100% pirraður“ „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Meistarar í ellefta sinn á síðustu þrettán árum Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Hákon Arnar lék allan tímann þegar Lille tapaði stórleik Barca mistókst að ná sex stiga forskoti Sjá meira
Svona var fundur Jóns Þórs í Laugardalnum Jón Þór Hauksson, landsliðsþjálfari kvenna, valdi hópinn sem spilar á Algarve-mótinu lok febrúar. 15. febrúar 2019 12:45
Dagný og Margrét Lára snúa aftur í landsliðið Jón Þór Hauksson valdi hópinn fyrir Algarve-bikarinn. 15. febrúar 2019 13:00
Fanndís ósátt að fara ekki með til Algarve Fanndís Friðriksdóttir er ekki í landsliðshópnum sem fer á Algarve-mótið. 15. febrúar 2019 13:52
Uppgjörið og viðtöl: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram