Íslenski boltinn

Öruggur sigur Blikakvenna

Smári Jökull Jónsson skrifar
Hildur Antonsdóttir skoraði fyrsta mark Blika í dag.
Hildur Antonsdóttir skoraði fyrsta mark Blika í dag. Vísir/Anton Brink
Breiðablik vann stórsigur á Selfyssingum í A-deild Lengjubikars kvenna í dag. Lokatölur 6-0 en þetta voru fyrstu leikir liðanna í Lengjubikarnum.

Breiðablik er tvöfaldur meistari kvenna eftir að hafa tryggt sér Íslands- og bikarmeistaratitlana á síðustu leiktíð. Þær mæta með sterkt lið til leiks í ár og ætla sér vafalaust að berjast um alla titla sem í boði eru.

Það var aldrei spurning hvoru megin sigurinn myndi lenda í dag. Blikar voru 2-0 yfir í hálfleik eftir mörk frá Hildi Antonsdóttur og Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur.

Í síðari hálfleik komu síðan mörkin á færibandi. Sólveig Larsen kom Breiðablik í 3-0 á 52.mínútu og Alexandra Jóhannsdótitr skoraði síðan tvö mörk og kom Blikum í 5-0.

Það var svo Ásta Eir Árnadóttir sem skoraði lokamark Blika í dag níu mínútum fyrir leikslok. 6-0 sigur staðreynd og Blikakonur byrja tímabilið af krafti.

Upplýsingar um markaskorara eru fengnar af vefnum urslit.net.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×