Innlent

Leita sjálfboðaliða til að aðstoða við leit að Jóni Þresti

Sylvía Hall skrifar
Jón Þröstur Jónsson.
Jón Þröstur Jónsson.
Fjölskylda Jóns Þrastar Jónssonar, Íslendingsins sem hvarf í Dublin um síðustu helgi, leitar nú sjálfboðaliða til þess að aðstoða við leitina að Jóni nærri svæðinu þar sem síðast sást til hans.

Ekkert hefur spurst til Jóns síðan um síðustu helgi. Dublin Live greinir frá því að systkini Jóns og aðrir fjölskyldumeðlimir höfðu haldið til Dublin í vikunni þar sem unnusta hans hefur verið frá hvarfi hans. Jón og unnustan voru saman á ferðalagi í Dublin þegar hann hvarf.

Jón yfirgaf hótel sitt á laugardagsmorguninn fyrir viku síðan og var hann símalaus. Síðast sást til Jóns í Whitehall klukkan ellefu sama morgun og hefur lögregla óskað eftir aðstoð almennings við leitina.

Í tilkynningu lögreglunnar segir að Jón hafi verið klæddur í svartan jakka, hann sé með stutt brúnt hár og 184 sentimetrar á hæð.


Tengdar fréttir

Leit að Jóni Þresti stendur enn yfir

Lögreglan á Írlandi leitar enn að Jóni Þresti Jónssyni. Hann hefur ekki sést síðan kl. 11 á laugardagsmorgun í Whitehall í Dyflinni.

Leita íslensks manns í Dublin

Lögreglan í Dublin hefur lýst eftir Jóni Þresti Jónssyni, sem hvarf þar í borg um helgina.

Lögregla verst allra fregna

Lögreglan á Írlandi verst allra fregna af leitinni að Jóni Þresti Jónssyni sem hvarf í Dyflinni síðastliðinn laugardag og vildi ekki svara spurningum blaðamanns um málið þegar eftir því var leitað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×