Maðurinn á kossamyndinni frægu frá 1945 er látinn Atli Ísleifsson skrifar 18. febrúar 2019 23:55 George Mendonsa var á sínu fyrsta stefnumóti með konunni sem síðar átti eftir að verða eiginkona hans þegar myndin fræga var tekin. Það var þó ekki konan sem hann kyssti. Getty Bandaríkjamaðurinn George Mendonsa er látinn, 95 ára að aldri. Það eru líklegast fáir sem þekkja nafn Mendonsa en hann er sá birtist á einni frægustu ljósmynd sögunnar frá árinu 1945 þar sem sést til hans smella rembingskossi á konu á Times-torgi í New York eftir að fréttir bárust af uppgjöf Japana í síðari heimsstyrjöldinni. Tugir þúsunda komu saman á Times-torgi til að fagna tíðindunum þann 14. ágúst 1945. Í þeirra hópi var ljósmyndarinn Alfred Eisenstaedt sem starfaði hjá tímaritinu Life, sjóliðinn Mendonsa og hjúkrunarfræðingurinn Greta Zimmer Friedman. „Þetta bara gerðist. Maður var kominn aftur heim frá Kyrrahafi og stríðinu var loks lokið,“ sagði Mendonsa í viðtali við CBS árið 2012. „Það var gleðin vegna stríðslokanna og svo var ég búinn að drekka slatta. Þannig að þegar ég sá hjúkrunarfræðinginn, greip ég um hann og kyssti,“ sagði Mendonsa. Hjúkrunarfræðingurinn var hin 21 árs gamla Zimmer Friedman sem var í vinnunni sinni þegar tók að spyrjast út að Japanir hefðu gefist upp í kjölfar kjarnorkuárásanna á Hírósíma og Nagasaki. Hélt hún þá út á Times-torg þar sem Mendonsa kyssti hana.Getty„Skyndilega greip sjóliði um mig. Þetta var nú ekki merkilegur koss. Frekar einhver fagnaðarlæti. Síðar frétti ég af því að hann hafi verið svo ánægður að þurfa ekki að fara aftur á Kyrrahaf þar sem hann hafði verið á meðan á stríðinu stóð,“ sagði Zimmer Friedman í viðtali árið 2005. Ljósmynd Eisenstaedt birtist í tímaritinu Life og er ein frægasta fréttamynd tuttugustu aldarinnar.Var á stefnumóti með annarri konu Á þeim degi þegar myndin var tekin var Mendonsa á Times-torgi á sínu fyrsta stefnumóti með annarri konu – konu sem hann átti síðar eftir að giftast. „Ég hef aldrei verið reið vegna þess að George kyssti aðra konu á okkar fyrsta stefnumóti,“ sagði Rita í samtali við Daily Mail árið 2012. „George hefur hins vegar aldrei kysst mig svona.“ George Mendonsa andaðist á hjúkrunarheimili í Middleton í Rhide Island þar sem hann bjó með Ritu, eiginkonu sinni til sjötíu ára. Greta Zimmer Friedman lést fyrir tveimur árum, 92 ára að aldri. Andlát Bandaríkin Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Fleiri fréttir Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn George Mendonsa er látinn, 95 ára að aldri. Það eru líklegast fáir sem þekkja nafn Mendonsa en hann er sá birtist á einni frægustu ljósmynd sögunnar frá árinu 1945 þar sem sést til hans smella rembingskossi á konu á Times-torgi í New York eftir að fréttir bárust af uppgjöf Japana í síðari heimsstyrjöldinni. Tugir þúsunda komu saman á Times-torgi til að fagna tíðindunum þann 14. ágúst 1945. Í þeirra hópi var ljósmyndarinn Alfred Eisenstaedt sem starfaði hjá tímaritinu Life, sjóliðinn Mendonsa og hjúkrunarfræðingurinn Greta Zimmer Friedman. „Þetta bara gerðist. Maður var kominn aftur heim frá Kyrrahafi og stríðinu var loks lokið,“ sagði Mendonsa í viðtali við CBS árið 2012. „Það var gleðin vegna stríðslokanna og svo var ég búinn að drekka slatta. Þannig að þegar ég sá hjúkrunarfræðinginn, greip ég um hann og kyssti,“ sagði Mendonsa. Hjúkrunarfræðingurinn var hin 21 árs gamla Zimmer Friedman sem var í vinnunni sinni þegar tók að spyrjast út að Japanir hefðu gefist upp í kjölfar kjarnorkuárásanna á Hírósíma og Nagasaki. Hélt hún þá út á Times-torg þar sem Mendonsa kyssti hana.Getty„Skyndilega greip sjóliði um mig. Þetta var nú ekki merkilegur koss. Frekar einhver fagnaðarlæti. Síðar frétti ég af því að hann hafi verið svo ánægður að þurfa ekki að fara aftur á Kyrrahaf þar sem hann hafði verið á meðan á stríðinu stóð,“ sagði Zimmer Friedman í viðtali árið 2005. Ljósmynd Eisenstaedt birtist í tímaritinu Life og er ein frægasta fréttamynd tuttugustu aldarinnar.Var á stefnumóti með annarri konu Á þeim degi þegar myndin var tekin var Mendonsa á Times-torgi á sínu fyrsta stefnumóti með annarri konu – konu sem hann átti síðar eftir að giftast. „Ég hef aldrei verið reið vegna þess að George kyssti aðra konu á okkar fyrsta stefnumóti,“ sagði Rita í samtali við Daily Mail árið 2012. „George hefur hins vegar aldrei kysst mig svona.“ George Mendonsa andaðist á hjúkrunarheimili í Middleton í Rhide Island þar sem hann bjó með Ritu, eiginkonu sinni til sjötíu ára. Greta Zimmer Friedman lést fyrir tveimur árum, 92 ára að aldri.
Andlát Bandaríkin Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Fleiri fréttir Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Sjá meira