Tólf tillögur til að vernda neytendur vegna ólöglegra smálána Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. febrúar 2019 14:49 Mikið hefur borið á því síðustu misseri að ungt fólk taki svokölluð smálán. Vísir/Valli Starfshópur um endurskoðun á starfsumhverfi smálánafyrirtækja hefur skilað skýrslu og tillögum að aðgerðum til Þórdísar Kolbrúnar R. Gylfadóttur, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Starfshópurinn skilaði 12 tillögum að aðgerðum sem miða að því að skýra betur rétt neytenda og að vernda neytendur vegna ólöglegrar smálánastarfsemi. Ráðherra fól starfshópnum síðasta sumar að kortleggja starfsumhverfi smálánafyrirtækja og leggja fram tillögur til úrbóta. Lögð var áhersla á að í hópnum sætu fulltrúar ólíkra fagaðila, að því er segir í frétt á vef Stjórnarráðsins. Starfshópurinn komst að þeirri niðurstöðu að hin ólöglegu smálán séu þau lán sem valdi hvað mestum vanda hjá neytendum. Á sama tíma sé mikilvægt að umræðan um smálán hafi ekki skaðleg áhrif á framboð á löglegum neytendalánum sem veitt eru í fjarsölu. Í tillögum starfshópsins endurspeglist meðal annars sá vandi sem skapast hefur í tengslum við smálánastarfsemi. Þá var lagt til grundvallar að gætt yrði að jafnvægi milli neytendaverndar, samkeppni og nýsköpunar á fjármálamarkaði í vinnu starfshópsins.Skýrslunni var skilað í dag.Mynd/Stjórnarráðið„Vinna starfshópsins var góð og ég er ánægð að sjá hvað tókst vel til að horfa á út í mörg horn á margþættu máli. Það er mikilvægt að gera greinarmun á ólöglegum smálánum og öðrum neytendalánum sem snúa að nýsköpun í aukinni fjártækni þegar við vinnum að regluverki slíkra lána. Ég tel að í þeirri vinnu eigi að einblína á að þrengt verði að þeim lánveitendum smálána sem stunda óréttmæta viðskiptahætti,“ er haft eftir Þórdísi í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins.Leyfisskylda hamli nýsköpun Starfshópurinn taldi ekki þörf á að lánastarfsemi yrði gerð leyfisskyld. Leyfisskylda gæti hamlað nýsköpun og dregið úr samkeppni og taldi starfshópurinn að unnt væri að ná markmiðum um neytendavernd með öðrum úrræðum. Starfshópurinn skilaði 12 tillögum að aðgerðum sem miða að því að skýra betur rétt neytenda og að vernda neytendur vegna ólöglegrar smálánastarfsemi. Helstu niðurstöður og tillögur starfshópsins eru eftirfarandi:Skerpt verði á því hvers lands lög gildi þegar smálán eru veitt yfir landamæri.Gerðar verði kröfur um aukna upplýsingagjöf lánveitenda sem ekki eru eftirlitsskyldir til eftirlitsaðila.Lánveitendum, sem ekki eru leyfisskyldir verði óheimilt að veita neytendalán nema þeir hafi áður skráð starfsemina með viðeigandi hætti hjá eftirlitsaðila.Kannað verði hvort unnt sé að koma í veg fyrir að bankar eða sparisjóðir geti innheimt kostnað af lánum umfram lögbundið hámark og hvort ástæða sé til að herða kröfur um áreiðanleikakönnun á þeirra sem nýta sér greiðsluþjónustu banka og sparisjóða.Lögum verði breytt þannig að neytandi verði ekki krafinn um greiðslu vaxta og kostnaðar af láni ef skilmálar lánsins brjóta í bága við lögbundið hámark á árlegri hlutfallstölu kostnaðar.Skoðað verði hvort ástæða sé til að takmarka afgreiðslu ákveðinna neytendalána á tilteknum tíma sólarhrings.Skoðað verði hvort takmarka eigi beina og ágenga markaðssetningu á fjarskiptamiðlum.Skoðað verði hvort ástæða sé til að birta neytanda alltaf niðurstöðu lánshæfismats áður en hann tekur lán þannig að hann geri sér betur grein fyrir áhættunni sem fylgir lántökunni.Eftirlitsaðilar með innheimtufyrirtækjum kanni sérstaklega hvort neytendum séu veittar rangar eða villandi upplýsingar sem eru mikilvægar til að unnt sé að taka afstöðu til krafna. Slík háttsemi samræmist ekki góðum innheimtuháttum.Skoðað verði hvort rétt sé að auka kröfur um auðkenningu neytanda þegar lán eru veitt í fjarsölu.Skoðað verði hvort breytinga sé þörf varðandi aðgengi lánveitenda að upplýsingum um skuldsetningu neytenda í tengslum við mat á lánshæfi.Aukin áhersla verði lögð á kennslu í fjármálalæsi í grunnskólum og framhaldsskólum. Af hálfu atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis verður unnið áfram með ofangreindar tillögur, í samráði við þar til bæra aðila og stofnanir. Neytendur Smálán Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira
Starfshópur um endurskoðun á starfsumhverfi smálánafyrirtækja hefur skilað skýrslu og tillögum að aðgerðum til Þórdísar Kolbrúnar R. Gylfadóttur, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Starfshópurinn skilaði 12 tillögum að aðgerðum sem miða að því að skýra betur rétt neytenda og að vernda neytendur vegna ólöglegrar smálánastarfsemi. Ráðherra fól starfshópnum síðasta sumar að kortleggja starfsumhverfi smálánafyrirtækja og leggja fram tillögur til úrbóta. Lögð var áhersla á að í hópnum sætu fulltrúar ólíkra fagaðila, að því er segir í frétt á vef Stjórnarráðsins. Starfshópurinn komst að þeirri niðurstöðu að hin ólöglegu smálán séu þau lán sem valdi hvað mestum vanda hjá neytendum. Á sama tíma sé mikilvægt að umræðan um smálán hafi ekki skaðleg áhrif á framboð á löglegum neytendalánum sem veitt eru í fjarsölu. Í tillögum starfshópsins endurspeglist meðal annars sá vandi sem skapast hefur í tengslum við smálánastarfsemi. Þá var lagt til grundvallar að gætt yrði að jafnvægi milli neytendaverndar, samkeppni og nýsköpunar á fjármálamarkaði í vinnu starfshópsins.Skýrslunni var skilað í dag.Mynd/Stjórnarráðið„Vinna starfshópsins var góð og ég er ánægð að sjá hvað tókst vel til að horfa á út í mörg horn á margþættu máli. Það er mikilvægt að gera greinarmun á ólöglegum smálánum og öðrum neytendalánum sem snúa að nýsköpun í aukinni fjártækni þegar við vinnum að regluverki slíkra lána. Ég tel að í þeirri vinnu eigi að einblína á að þrengt verði að þeim lánveitendum smálána sem stunda óréttmæta viðskiptahætti,“ er haft eftir Þórdísi í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins.Leyfisskylda hamli nýsköpun Starfshópurinn taldi ekki þörf á að lánastarfsemi yrði gerð leyfisskyld. Leyfisskylda gæti hamlað nýsköpun og dregið úr samkeppni og taldi starfshópurinn að unnt væri að ná markmiðum um neytendavernd með öðrum úrræðum. Starfshópurinn skilaði 12 tillögum að aðgerðum sem miða að því að skýra betur rétt neytenda og að vernda neytendur vegna ólöglegrar smálánastarfsemi. Helstu niðurstöður og tillögur starfshópsins eru eftirfarandi:Skerpt verði á því hvers lands lög gildi þegar smálán eru veitt yfir landamæri.Gerðar verði kröfur um aukna upplýsingagjöf lánveitenda sem ekki eru eftirlitsskyldir til eftirlitsaðila.Lánveitendum, sem ekki eru leyfisskyldir verði óheimilt að veita neytendalán nema þeir hafi áður skráð starfsemina með viðeigandi hætti hjá eftirlitsaðila.Kannað verði hvort unnt sé að koma í veg fyrir að bankar eða sparisjóðir geti innheimt kostnað af lánum umfram lögbundið hámark og hvort ástæða sé til að herða kröfur um áreiðanleikakönnun á þeirra sem nýta sér greiðsluþjónustu banka og sparisjóða.Lögum verði breytt þannig að neytandi verði ekki krafinn um greiðslu vaxta og kostnaðar af láni ef skilmálar lánsins brjóta í bága við lögbundið hámark á árlegri hlutfallstölu kostnaðar.Skoðað verði hvort ástæða sé til að takmarka afgreiðslu ákveðinna neytendalána á tilteknum tíma sólarhrings.Skoðað verði hvort takmarka eigi beina og ágenga markaðssetningu á fjarskiptamiðlum.Skoðað verði hvort ástæða sé til að birta neytanda alltaf niðurstöðu lánshæfismats áður en hann tekur lán þannig að hann geri sér betur grein fyrir áhættunni sem fylgir lántökunni.Eftirlitsaðilar með innheimtufyrirtækjum kanni sérstaklega hvort neytendum séu veittar rangar eða villandi upplýsingar sem eru mikilvægar til að unnt sé að taka afstöðu til krafna. Slík háttsemi samræmist ekki góðum innheimtuháttum.Skoðað verði hvort rétt sé að auka kröfur um auðkenningu neytanda þegar lán eru veitt í fjarsölu.Skoðað verði hvort breytinga sé þörf varðandi aðgengi lánveitenda að upplýsingum um skuldsetningu neytenda í tengslum við mat á lánshæfi.Aukin áhersla verði lögð á kennslu í fjármálalæsi í grunnskólum og framhaldsskólum. Af hálfu atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis verður unnið áfram með ofangreindar tillögur, í samráði við þar til bæra aðila og stofnanir.
Neytendur Smálán Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira