Pálmatré Óttar Guðmundsson skrifar 2. febrúar 2019 08:30 Ég er eins og jólatré, ég er í hreppsnefndinni,“ orti hégómlegur og fremur vitgrannur hreppsnefndarmaður endur fyrir löngu. Borgarstjórnarmeirihlutinn í Reykjavík kynnti stórkostlegan listgjörning í vikunni. Þau ætla að planta lifandi pálmatrjám inn í þar til gerða gróðurhúshólka og setja upp í nýju úthverfi borgarinnar. Þetta er afskaplega snjöll hugmynd enda eru pálmatré rótgróin í sögu kristni og þjóðar. Þegar Kristur reið inn í Jerúsalem stráðu aðdáendur hans pálmaviðarblöðum á götuna. Pálmi í Hagkaup gjörbreytti verslunarháttum landsmanna og flutti inn hina vinsælu Hagkaupssloppa. Í huga fólks er pálminn einkenni sigra og velgengni sbr. orðtakið að standa með pálmann í höndunum. Ekki er að efa að pálmatré í gróðurhúsahólkum munu gjörbreyta ásýnd hverfisins og Íslands. Túristum mundi fjölga enda býst enginn við þessari trjátegund á breiddargráðu landsins. Ýmis ljón eru þó í veginum. Áhugamenn um velferð trjáa segja að pálmatrjám leiðist einum síns liðs í gróðurhúsi. Þau geta drepist úr leiðindum og eintrjáleika í fyrstu vetrarhörkum. Slík meðferð er kölluð trjáníð. Aðrir segja að upphitaðir glerhólkar utan um trén verði dýrir og erfiðir í framleiðslu. En þjóðin vill fá sín pálmatré svo að kannski mætti huga að öðrum lausnum. Best væri að festa kaup á plastpálmatrjám sem hægt væri að gróðursetja í hverfinu nýja án gróðurhúsa. Sú lausn væri mun ódýrari. Hægt væri að planta heilum skógi úr plasti með tilheyrandi rólum og sólhlífum. Þarna væri hægt að stunda strandblak í svartasta skammdeginu í flóðljósum. Dagur borgarstjóri gæti þá með góðri samvisku sungið: „Ég er eins og pálmatré, ég er borgarstjórinn.“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Óttar Guðmundsson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Ég er eins og jólatré, ég er í hreppsnefndinni,“ orti hégómlegur og fremur vitgrannur hreppsnefndarmaður endur fyrir löngu. Borgarstjórnarmeirihlutinn í Reykjavík kynnti stórkostlegan listgjörning í vikunni. Þau ætla að planta lifandi pálmatrjám inn í þar til gerða gróðurhúshólka og setja upp í nýju úthverfi borgarinnar. Þetta er afskaplega snjöll hugmynd enda eru pálmatré rótgróin í sögu kristni og þjóðar. Þegar Kristur reið inn í Jerúsalem stráðu aðdáendur hans pálmaviðarblöðum á götuna. Pálmi í Hagkaup gjörbreytti verslunarháttum landsmanna og flutti inn hina vinsælu Hagkaupssloppa. Í huga fólks er pálminn einkenni sigra og velgengni sbr. orðtakið að standa með pálmann í höndunum. Ekki er að efa að pálmatré í gróðurhúsahólkum munu gjörbreyta ásýnd hverfisins og Íslands. Túristum mundi fjölga enda býst enginn við þessari trjátegund á breiddargráðu landsins. Ýmis ljón eru þó í veginum. Áhugamenn um velferð trjáa segja að pálmatrjám leiðist einum síns liðs í gróðurhúsi. Þau geta drepist úr leiðindum og eintrjáleika í fyrstu vetrarhörkum. Slík meðferð er kölluð trjáníð. Aðrir segja að upphitaðir glerhólkar utan um trén verði dýrir og erfiðir í framleiðslu. En þjóðin vill fá sín pálmatré svo að kannski mætti huga að öðrum lausnum. Best væri að festa kaup á plastpálmatrjám sem hægt væri að gróðursetja í hverfinu nýja án gróðurhúsa. Sú lausn væri mun ódýrari. Hægt væri að planta heilum skógi úr plasti með tilheyrandi rólum og sólhlífum. Þarna væri hægt að stunda strandblak í svartasta skammdeginu í flóðljósum. Dagur borgarstjóri gæti þá með góðri samvisku sungið: „Ég er eins og pálmatré, ég er borgarstjórinn.“
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun