Landeigendur undrast að rekja megi seinkun á breikkun Vesturlandsvegar til þeirra Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 2. febrúar 2019 19:45 Hjördís Gissurardóttir landeigandi á Kjalarnesi. Það kemur flatt uppá landeiganda á Kjalarnesi að viðræður við landeigendur séu nefndar sem ástæður fyrir því að fresta eigi breikkun Vesturlandsvegar. Einkennilegt sé að slíkt þjóðþrifamál sé stöðvað vegna þess. Breikkun Vesturlandsvegar um Kjalarnes hefur verið frestað og verður eins milljarðs króna fjárveiting sem ætluð var til verksins næstu tvö ár skorin niður í 400 milljónir króna samkvæmt breytingartillögu, sem umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis lagði fram í vikunni. Ástæðan er sögð tafir við verkhönnun og að samningar hafi ekki náðst við landeigendur. Hjördís Gissurardóttir landeigandi á Kjalarnesi er undrandi yfir að samningviðræður við eigendur á svæðinu séu nefndar sem ástæður frestunar. Þeir hafi þvert á móti lýst yfir ánægju með áformin. „Ég held að það hafi bara allir sem ég þekki til verið óskaplega spenntir og hamingjusamir með framkvæmdina. Árið 2017 fórum ég og eiginmaður minn á fund Jónasar Snæbjörnssonar Vegamálastjóra sem kynnti okkur aðgerðirnar og við biðum bara mjög spennt. Svo fórum við á opinn fund í Fólvangi og mér heyrðist íbúar fagna framkvæmdunum. Við eigum þó nokkuð land hér á Kjalarnesinu og við sitjum þá undir þessu en það er ekki satt, við viljum endilega fá veginn og Sundabrautina sem allra fyrst,“ segir Hjördís. Hjördís segir mikilvægt að fá meiri upplýsingar í málinu. „Ef það eru einhverjir landeigendur hér sem stöðva þessar framkvæmdir tel ég mikilvægt að fá upplýsingar um hverjir það eru því þessar framkvæmdir eru lífsnauðsynlegar fyrir þjóðfélagið í heild sinni. Ég hélt þeir hefði ekki rétt á að stoppa svona,“ segir hún. Hjördís hefur búið á Kjalarnesi í 50 ár og segir umferðina hafa margfaldast á síðustu árum. „Hann er mjög hættulegur enda hafa verið mörg og dapurleg slys á veginum,“ segir Hjördís að lokum. Á síðasta ári urðu tvö banaslys á veginum um Kjalarnes og í morgun fagnaði Sigríður Thorlacius söngkona því á Bylgjunni að hafa komist lífs af úr alvarlegu bílsslysi á veginum fyrir þremur árum. Borgarstjórn Reykjavík Samgöngur Tengdar fréttir Breikkun þjóðvegarins um Kjalarnes frestast Breikkun Vesturlandsvegar um Kjalarnes hefur verið frestað og fjárveiting flutt til Grindavíkurvegar. Ástæðan er sögð sú að verkhönnun og samningum við landeigendur sé ólokið. 1. febrúar 2019 12:15 Vegagerðin ekki tilbúin að hefja breikkun á Kjalarnesi Breikkun Vesturlandsvegar um Kjalarnes hefur verið frestað þar sem Vegagerðin telur sig þurfa lengri tíma til hönnunar og viðræðna við landeigendur. 1. febrúar 2019 20:00 Grafalvarlegt að fresta breikkun Vesturlandsvegar Bæjarráð Akraness lýsir yfir miklum vonbrigðum með að breikkun Vesturlandsvegar hafi verið frestað og hefur leitað eftir frekari skýringum frá umhverfis-og samgöngunefnd Alþingis. Formaður ráðsins segir brýnt að fara í framkvæmdir á veginum sem fyrst, hann sé hættulegur vegfarendum. 2. febrúar 2019 13:46 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða Innlent Fleiri fréttir Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Sjá meira
Það kemur flatt uppá landeiganda á Kjalarnesi að viðræður við landeigendur séu nefndar sem ástæður fyrir því að fresta eigi breikkun Vesturlandsvegar. Einkennilegt sé að slíkt þjóðþrifamál sé stöðvað vegna þess. Breikkun Vesturlandsvegar um Kjalarnes hefur verið frestað og verður eins milljarðs króna fjárveiting sem ætluð var til verksins næstu tvö ár skorin niður í 400 milljónir króna samkvæmt breytingartillögu, sem umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis lagði fram í vikunni. Ástæðan er sögð tafir við verkhönnun og að samningar hafi ekki náðst við landeigendur. Hjördís Gissurardóttir landeigandi á Kjalarnesi er undrandi yfir að samningviðræður við eigendur á svæðinu séu nefndar sem ástæður frestunar. Þeir hafi þvert á móti lýst yfir ánægju með áformin. „Ég held að það hafi bara allir sem ég þekki til verið óskaplega spenntir og hamingjusamir með framkvæmdina. Árið 2017 fórum ég og eiginmaður minn á fund Jónasar Snæbjörnssonar Vegamálastjóra sem kynnti okkur aðgerðirnar og við biðum bara mjög spennt. Svo fórum við á opinn fund í Fólvangi og mér heyrðist íbúar fagna framkvæmdunum. Við eigum þó nokkuð land hér á Kjalarnesinu og við sitjum þá undir þessu en það er ekki satt, við viljum endilega fá veginn og Sundabrautina sem allra fyrst,“ segir Hjördís. Hjördís segir mikilvægt að fá meiri upplýsingar í málinu. „Ef það eru einhverjir landeigendur hér sem stöðva þessar framkvæmdir tel ég mikilvægt að fá upplýsingar um hverjir það eru því þessar framkvæmdir eru lífsnauðsynlegar fyrir þjóðfélagið í heild sinni. Ég hélt þeir hefði ekki rétt á að stoppa svona,“ segir hún. Hjördís hefur búið á Kjalarnesi í 50 ár og segir umferðina hafa margfaldast á síðustu árum. „Hann er mjög hættulegur enda hafa verið mörg og dapurleg slys á veginum,“ segir Hjördís að lokum. Á síðasta ári urðu tvö banaslys á veginum um Kjalarnes og í morgun fagnaði Sigríður Thorlacius söngkona því á Bylgjunni að hafa komist lífs af úr alvarlegu bílsslysi á veginum fyrir þremur árum.
Borgarstjórn Reykjavík Samgöngur Tengdar fréttir Breikkun þjóðvegarins um Kjalarnes frestast Breikkun Vesturlandsvegar um Kjalarnes hefur verið frestað og fjárveiting flutt til Grindavíkurvegar. Ástæðan er sögð sú að verkhönnun og samningum við landeigendur sé ólokið. 1. febrúar 2019 12:15 Vegagerðin ekki tilbúin að hefja breikkun á Kjalarnesi Breikkun Vesturlandsvegar um Kjalarnes hefur verið frestað þar sem Vegagerðin telur sig þurfa lengri tíma til hönnunar og viðræðna við landeigendur. 1. febrúar 2019 20:00 Grafalvarlegt að fresta breikkun Vesturlandsvegar Bæjarráð Akraness lýsir yfir miklum vonbrigðum með að breikkun Vesturlandsvegar hafi verið frestað og hefur leitað eftir frekari skýringum frá umhverfis-og samgöngunefnd Alþingis. Formaður ráðsins segir brýnt að fara í framkvæmdir á veginum sem fyrst, hann sé hættulegur vegfarendum. 2. febrúar 2019 13:46 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða Innlent Fleiri fréttir Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Sjá meira
Breikkun þjóðvegarins um Kjalarnes frestast Breikkun Vesturlandsvegar um Kjalarnes hefur verið frestað og fjárveiting flutt til Grindavíkurvegar. Ástæðan er sögð sú að verkhönnun og samningum við landeigendur sé ólokið. 1. febrúar 2019 12:15
Vegagerðin ekki tilbúin að hefja breikkun á Kjalarnesi Breikkun Vesturlandsvegar um Kjalarnes hefur verið frestað þar sem Vegagerðin telur sig þurfa lengri tíma til hönnunar og viðræðna við landeigendur. 1. febrúar 2019 20:00
Grafalvarlegt að fresta breikkun Vesturlandsvegar Bæjarráð Akraness lýsir yfir miklum vonbrigðum með að breikkun Vesturlandsvegar hafi verið frestað og hefur leitað eftir frekari skýringum frá umhverfis-og samgöngunefnd Alþingis. Formaður ráðsins segir brýnt að fara í framkvæmdir á veginum sem fyrst, hann sé hættulegur vegfarendum. 2. febrúar 2019 13:46