Curry þurfti þrjá og hálfan leikhluta til þess að finna körfuna Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 3. febrúar 2019 09:30 Stephen Curry. vísir/getty Meistararnir í Golden State Warriors unnu LeBron James-laust lið Los Angeles Lakers í Oakland í nótt. James Harden hélt áfram að raða niður stigunum fyrir Houston Rockets. Það var aðeins hálfur fjórði leikhluti eftir af leiknum í Oakland í nótt þegar stórskyttan Stephen Curry skoraði loks stig í leiknum. Curry endaði þó leikinn með 14 stig. Klay Thompson missti af síðasta leik Warriors vegna veikinda en snéri aftur í nótt og leiddi lið Golden State með 28 stigum. Golden State er því enn jafnt Denver Nuggets á toppi vesturdeildarinnar..@KDTrey5 scores 21 PTS and hands out 11 AST to help the @warriors protect home court! #DubNationpic.twitter.com/mZLtnFBCJv — NBA (@NBA) February 3, 2019 Houston Rockets er aðeins í sjötta sæti vesturdeildarinnar en það er þó ekki við James Harden að sakast að liðið situr ekki ofar. Tuttugasta og sjötta leikinn í röð setti Harden niður 30 stig eða meira í leik þegar Houston sótti Utah Jazz heim. Harden skoraði 43 stig í leik þar sem hann var með öll völd á vellinum. Leikmenn Utah réðu ekkert við hann og Houston vann öruggan 125-98 sigur. Hann var með 12 fráköst, sex stolna bolta, fimm stoðsendingar og fjögur varin skot í frábærum leik sínum. Gerald Green bætti 25 stigum við fyrir Houston og Kenneth Faried var með 16 stig.@JHarden13 (43 PTS, 12 REB, 5 AST, 6 STL, 4 BLK) extends his 30+ points streak to 26 games as the @HoustonRockets earn the W vs. Utah! #Rocketspic.twitter.com/F68TMQbbHJ — NBA (@NBA) February 3, 2019 Besta lið deildarinnar til þessa er Milwaukee Bucks með 38 sigra, einum sigri meira en bestu liðin í vesturdeildinni. Bucks bættu 38. sigrinum við í nótt þegar liðið vann Washington Wizards á vesturströndinni. Gríska undrið Giannis Antetokounmpo skoraði 37 stig fyrir Bucks, þar af var hann með 100 prósenta nýtingu af vítalínunni í 17 vítaskotum. Lið Bucks í heildina misnotaði ekki vítaskot í leiknum, liðið fékk 24 vítaskot.@Giannis_An34's 37 PTS fuels the @Bucks road win in DC! #FearTheDeerpic.twitter.com/dvKbGUekis — NBA (@NBA) February 3, 2019 Nýliðinn Luka Doncic heldur áfram að gera það gott fyrir Dallas Mavericks sem lögðu Cleveland Cavaliers 111-98. Doncic skoraði 35 stig, sem jafnaði hans besta árangur í vetur, og var þess að auki með 11 fráköst. Harrison Barnes bætti 17 stigum við, þar af 13 í fjórða leikhluta, í leik sem Dallas leiddi nær allan tímann.#MFFL@luka7doncic records 35 PTS, 11 REB, 6 AST, lifting the @dallasmavs to the road victory in Cleveland! #NBARookspic.twitter.com/Af5Lh31BKu — NBA (@NBA) February 3, 2019Úrslit næturinnar: Detroit Pistons - LA Clippers 101-111 Charlotte Hornets - Chicago Bulls 125-118 Orlando Magic - Brooklyn Nets 102-89 Washington Wizards - Milwaukee Bucks 115-131 Cleveland Cavaliers - Dallas Mavericks 98-111 Miami Heat - Indiana Pacers 88-95 San Antonio Spurs - New Orleans Pelicans 113-108 Golden State Warriors - Los Angeles Lakers 115-101 Minnesota Timberwolves - Denver Nuggets 106-107 Phoenix Suns - Atlanta Hawks 112-118 Utah Jazz - Houston Rockets 98-125 Sacramento Kings - Philadelphia 76ers 115-108 NBA Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Handbolti Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fótbolti „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ Fótbolti Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Fótbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Sjá meira
Meistararnir í Golden State Warriors unnu LeBron James-laust lið Los Angeles Lakers í Oakland í nótt. James Harden hélt áfram að raða niður stigunum fyrir Houston Rockets. Það var aðeins hálfur fjórði leikhluti eftir af leiknum í Oakland í nótt þegar stórskyttan Stephen Curry skoraði loks stig í leiknum. Curry endaði þó leikinn með 14 stig. Klay Thompson missti af síðasta leik Warriors vegna veikinda en snéri aftur í nótt og leiddi lið Golden State með 28 stigum. Golden State er því enn jafnt Denver Nuggets á toppi vesturdeildarinnar..@KDTrey5 scores 21 PTS and hands out 11 AST to help the @warriors protect home court! #DubNationpic.twitter.com/mZLtnFBCJv — NBA (@NBA) February 3, 2019 Houston Rockets er aðeins í sjötta sæti vesturdeildarinnar en það er þó ekki við James Harden að sakast að liðið situr ekki ofar. Tuttugasta og sjötta leikinn í röð setti Harden niður 30 stig eða meira í leik þegar Houston sótti Utah Jazz heim. Harden skoraði 43 stig í leik þar sem hann var með öll völd á vellinum. Leikmenn Utah réðu ekkert við hann og Houston vann öruggan 125-98 sigur. Hann var með 12 fráköst, sex stolna bolta, fimm stoðsendingar og fjögur varin skot í frábærum leik sínum. Gerald Green bætti 25 stigum við fyrir Houston og Kenneth Faried var með 16 stig.@JHarden13 (43 PTS, 12 REB, 5 AST, 6 STL, 4 BLK) extends his 30+ points streak to 26 games as the @HoustonRockets earn the W vs. Utah! #Rocketspic.twitter.com/F68TMQbbHJ — NBA (@NBA) February 3, 2019 Besta lið deildarinnar til þessa er Milwaukee Bucks með 38 sigra, einum sigri meira en bestu liðin í vesturdeildinni. Bucks bættu 38. sigrinum við í nótt þegar liðið vann Washington Wizards á vesturströndinni. Gríska undrið Giannis Antetokounmpo skoraði 37 stig fyrir Bucks, þar af var hann með 100 prósenta nýtingu af vítalínunni í 17 vítaskotum. Lið Bucks í heildina misnotaði ekki vítaskot í leiknum, liðið fékk 24 vítaskot.@Giannis_An34's 37 PTS fuels the @Bucks road win in DC! #FearTheDeerpic.twitter.com/dvKbGUekis — NBA (@NBA) February 3, 2019 Nýliðinn Luka Doncic heldur áfram að gera það gott fyrir Dallas Mavericks sem lögðu Cleveland Cavaliers 111-98. Doncic skoraði 35 stig, sem jafnaði hans besta árangur í vetur, og var þess að auki með 11 fráköst. Harrison Barnes bætti 17 stigum við, þar af 13 í fjórða leikhluta, í leik sem Dallas leiddi nær allan tímann.#MFFL@luka7doncic records 35 PTS, 11 REB, 6 AST, lifting the @dallasmavs to the road victory in Cleveland! #NBARookspic.twitter.com/Af5Lh31BKu — NBA (@NBA) February 3, 2019Úrslit næturinnar: Detroit Pistons - LA Clippers 101-111 Charlotte Hornets - Chicago Bulls 125-118 Orlando Magic - Brooklyn Nets 102-89 Washington Wizards - Milwaukee Bucks 115-131 Cleveland Cavaliers - Dallas Mavericks 98-111 Miami Heat - Indiana Pacers 88-95 San Antonio Spurs - New Orleans Pelicans 113-108 Golden State Warriors - Los Angeles Lakers 115-101 Minnesota Timberwolves - Denver Nuggets 106-107 Phoenix Suns - Atlanta Hawks 112-118 Utah Jazz - Houston Rockets 98-125 Sacramento Kings - Philadelphia 76ers 115-108
NBA Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Handbolti Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fótbolti „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ Fótbolti Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Fótbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Sjá meira