Íslenski boltinn

FH og ÍBV höfðu betur gegn Suðurnesjaliðunum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Jákup var á skotskónum í dag.
Jákup var á skotskónum í dag. vísir/bára
FH endar í fimmta sæti Fótbolta.net mótsins eftir að liðið vann 3-2 sigur á Grindavík í Akraneshöllinni fyrr í dag.

Markalaust var í hálfleik en er stundarfjórðungur var liðinn af síðari hálfleik kom Björn Daníel Sverrisson FH yfir með sínu öðru marki í síðustu tveimur leikjum.

Grindvíkingar jöfnuðu eftir klukkustund en einungis mínútu komst Hafnarfjarðarliðið aftur yfir með marki Færeyingsins Jákup Ludvig Thomsen.

Þriðja og síðasta mark FH skoraði unglingalandsliðsmaðurinn Baldur Logi Guðlaugsson níu mínútum fyrir leikslok eftir að hafa komið inn á sem varamaður.

Aftur voru það Grindvíkingar sem minnkuðu munin en þeir gerðu það fjórum mínútum fyrir leikslok. Nær komust þeir ekki og lokatölur 3-2 sigur Fimleikafélagsins.

Fyrr í dag vann ÍBV svo 1-0 sigur á Keflavík í leiknum um sjöunda sætið. Markið kom eftir rúman hálftíma.

Úrslit og markaskorarar eru fengnir frá úrslit.net.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×