Umfjöllun og viðtöl: KR - Njarðvík 55-71 │ Öflugur sigur Njarðvík Árni Jóhannsson skrifar 4. febrúar 2019 22:00 KR og Njarðvík mættust í kvöld. vísir/ernir KR tók á móti Njarðvík í DHL höllinni fyrr í kvöld í leik sem hluti af 17. umferð Dominos deildar karla í körfuknattleik. Fyrirfram mátti búast við spennandi leik og hörku og framan af var það raunin. Bæði lið áttu í miklum erfiðleikum með að skora í fyrsta leikhluta enda ætluðu bæði lið að selja sig dýrt vitandi það að hvert einasta stig í topp baráttunni getur skipt sköpum. Bæði lið spiluðu harðan varnarleik en að auki þá voru KR-ingar ískaldir í sínum skotum því þau skotfæri sem voru opin vildu hreinlega ekki fara ofan í. Gestirnir voru nánast ekkert skárri en nýttu þó einhver skot og fóru með sjö stiga forskot inn í hlé milli leikhluta 8-15. KR vaknaði af vænum blundi og voru mun beittari í sínum aðgerðum sóknarlega og náðu að jafna metin og komast yfir í smá stund um miðjan annan leikhlutan en náðu þó ekki að slíta sig frá gestunum. Gestirnir hertu sinn róður og náðu að fara með eins stigs forystu til hálfleiks 30-31 en það sem vakti athygli er að ekkert þriggja stiga skot fór ofan í frá KR sem reyndu 13 þannig skot. Í seinni hálfleik virtist KR ætla að halda sama ákafa í sínum sóknarleik en Njarðvíkingar bættu hittni sína umtalsvert fyrir utan línuna og þar fór fremstur í flokki Elvar Már Friðriksson sem hitti fjórum þriggja stiga ofan í af fimm skotum í þriðja leikhluta. Þetta skapaði tveggja stafa forskot sem KR reyndi að naga til baka en alltaf þegar KR sýndi klærnar fengu þeir körfu í andlitið sem slökkti neistann eða töpuðu boltanum þannig að skriðþunginn hvarf úr leik þeirra. Einnig var dómgæslan að fara í taugarnar á KR-ingum sem fengu nokkrar tæknivillur dæmdar á sig en það hjálpaði þeim lítið í baráttunni við gestina. Í fjórða leikhluta var allt loft í raun og veru farið úr KR-ingum sem þýddi að Njarðvíkingar sigldu stigunum heim og í leiðinni náðu þeir að halda KR-ingum í 55 stigum. Svo lágt stigaskor frá KR hefur líklegast aldrei sést á heimavelli. Afhverju vann Njarðvík?Njarðvíkingar náðu að halda uppi baráttu anda og ákefð í sínum leik þrátt fyrir að sóknarleikurinn hafi verið stirður á köflum. KR-ingar létu sóknarstirðleikann hinsvegar fara í taugarnar á sér og misstu trúna á verkefnið í seinni hálfleik þegar ekkert gekk upp hjá þeim. Njarðvíkingar voru öflugri í varnarleik sínum en sóknarleik og sýnir það sig í því að KR skoraði ekki nema 55 stig í kvöld sem er 30 stigum minna en meðaltalið segir í deildartöflunni.Hverjir stóðu sig vel?Elvar Már Friðriksson fór fyrir sínum mönnum og skoraði 25 stig en þau komu flest í seinni hálfleik þar sem hann setti á fót þriggja stiga sýningu á tímabili og dúndraði niður fjórum þriggja stiga skotum í fimm tilraunum. Hann fékk svo meiri hjálp frá liðsfélögum sínum en það vantaði algjörlega hjá KR-ingum. Julian Boyd skoraði 29 stig og tók 11 fráköst en hann var sá eini hjá heimamönnum sem komst yfir 10 stig í stigaskori.Tölfræði sem vakti athygli?KR reyndi 13 þriggja stiga skot í fyrri hálfleik en hitti ekki einu einasta. Fáheyrt í Vesturbænum en í heildina rötuðu einungis fjögur þriggja stiga skot ofan í af 28 og átti Boyd tvö þeirra. Jón Arnór Stefánsson, til dæmis, sem er oft mjög skotviss reyndi sex þriggja stiga skot án þess að hitta neinu og munar um minna frá slíkum leikmanni.Hvað næst?KR-ingar þurfa heldur betur að sleikja sárin og ná áttum en næst fara þeir í heimsókn á Ásvelli en Haukar hafa verið þyrnir í síðu toppliðanna það sem af er tímabili. KR-ingar eru dottnir niður í fimmta sætið um stundir og það er sæti sem þeir vilja örugglega ekki vera í. Njarðvíkingar taka á móti grönnum sínum úr Grindavík í Ljónagryfjunni næst en þeir halda topp sætinu og tveggja stiga forskoti á Stjörnuna sem er heldur betur byrjuð að anda ofan í hálsmálið á þeim. Einar Árni: Ánægður með karakterinnHann var vonum ánægður með úrslitin hann Einar Árni Jóhannsson þegar blaðamaður náði á hann eftir glæsilegan sigur á KR fyrr í kvöld þar sem varnarleikurinn var aðalástæðan fyrir sigrinum að mati þjálfarans. „Algjörlega frá varnarleikur allan tímann en við áttum samt í erfiðleikum með Boyd sem er frábær leikmaður. Liðsvörnin var geggjuð og að halda þessu öfluga KR liði í 55 stigum á heimavelli er náttúrlega bara frábært og ég er ánægður með karakterinn. Það hefði verið auðvelt að mæta hingað lítill í sér eftir hörmungina á móti Haukum með allri virðingu fyrir Haukum sem yfirspiluðu okkur. Þá var ég mjög ánægður með hvernig mínir menn komu til baka í mjög mikilvægum leik“. Einar var sammála því að frammistaða Njarðvíkur gæfi góð fyrirheit fyrir framhaldið en einn leikur er eftir þangað til bikarkeppnin verður útkljáð en þar eigast Njarðvík og KR við í undanúrslitum. „Við vitum alveg sem er að KR-ingar mæta mikið beittari í undarúrslitin en núna erum við að hugsa um að gleðjast í kvöld og svo er það bara endurheimt og undirbúningu fyrir næsta leik á móti Grindavík. Þeir voru frábærir og sýndu mikið hjart í gær og við þurfum að mæta því á fullum krafti og við þurfum að passa okkur að fara ekki of hátt í gleðinni“. Eric Katenda spilaði sinn fyrsta leik fyrir Njarðvíkinga og Einar var ánægður með hans frammistöðu. „Miðað við enga alvöru æfingu þá er ég mjög sáttur við hann. Hann á eftir að komast betur inn í þetta hjá okkur en hann er flottur strákur sem fellur vel inn í hópinn og er mikill íþróttamaður þannig að hann á eftir að hjálpa okkur helling þegar fram líða stundir“. Ingi Þór: Vonsvikinn með með það hvernig við mættum til leiks„Við getum sagt mjög margt og verið lengi hérna en niðurstaðan er mjög súr“, voru fyrstu viðbrögðin frá þjálfara KR eftir slæmt tap á móti Njarðvík fyrr í kvöld. „Við fengum bara ekki nógu góða frammistöðu frá okkar mönnum í dag. Við vorum flatir þar sem við vorum að fá fullt af fínum sénsum í sókninni en skotlega séð vorum við mjög flatir. Við settum fjógur þriggja stiga skot niður af 28 tilraunum og skoruðum ekki eina slíka körfu í fyrri hálfleik. Það vantaði framlagið hjá okkur og svo voru tveir hlutir sem við ætluðum að gera varnarlega en gerðum ekki þó það sé ekkert að því þannig lagað að fá á sig 71 stig á heimavelli en það verður að vera í takt við það sem gerist í sókninni. Við verðum að gera betur varnarlega þar sem þeir eru gott skotlið og þurfa ekki mikinn frið til að setja skotinn ofan í. Það eru ekki nema nokkrir millimetrar sem þeir þurfa til að vera opnir og þeir náðu að nýta það vel í dag“. Ingi var þá spurður hvort það væri of stutt á milli leikja núna eða þá hvort hans menn hafi farið of hátt upp eftir sigurinn á Tindastól í seinustu viku. „Alls ekki, við vorum alveg meðvitaðir um það að við vorum ekki að sigra heiminn með því að vinna á Króknum. Heldur vorum við frekar að bjarga andlitinu eftir það hvernig við höfðum spilað þann leik. Það var mikill karakter í því hjá okkur en í dag saknaði ég neistans sem við ætluðum okkur að mæta með en þetta er það sem er fagurt við íþróttir að hugurinn er svo stór partur af þeim. Við sáum hvernig Njarðvík spilaði á móti Haukum en þetta var allt annað lið en mætti hér í dag og við vissum það og ég er svolítið vonsvikinn með það en það er bara áfram gakk“. Elvar Már: Skitan í seinustu leikjum skóp sigurinn í dagSeinustu tveir leikir Njarðvíkinga var það sem skóp sigur þeirra á KR fyrr í kvöld að mati Elvars Más Friðrikssonar leikstjórnanda Njarðvíkur. „Skitan í seinustu tveim leikjum skóp þennan sigur. Við þurftum að grafa djúpt og finna hvað var að hjá okkur og bæta upp fyrir það. Við vorum eiginlega komnir með bakið upp að veggnum þar sem Stjarnan var búin að jafna okkur að stigum eftir að við vorum komnir í ágætis stöðu. Svo var það bara baráttana, viljinn og leikgleðin sem við fundum aftur sem hjálpaði okkur. Við héldum þeim í 55 stigum og skoruðum 71, sem er minna en við gerum, þannig að það var baráttan í vörninni sem var aðalatriðið“. Njarðvíkingar náðu ekki að stöðva Julian Boyd leikmann KR en það skipti ekki miklu máli þar sem öðrum leikmönnum KR var haldið niðri. „Hann hitti vel enda frábær leikmaður þannig að við reyndum að stoppa aðra og leyfðum honum að sjá um þetta enda var hann á eldi í dag“. Eric Katenda spilaði sinn fyrsta leik fyrir Njarðvík í dag og leist Elvari vel á hann þó að sendingar sem Elvar reyndi á Eric hafi ekki alltaf gengið upp. „Við eigum eftir að finna kemistríið hjá okkur en varnarlega hjálpar hann okkur klárlega. Hann gefur okkur lengd inn í teig sem breytir skotum andstæðingsins og er tilbúinn að taka við sendingunum frá mér þegar við höfum spilað dálíti saman. Ég er gríðarlega ánægður með hann í kvöld“. Um framhaldið og undanúrslitin í bikarnum sagði Elvar: „Við þurfum að einbeita okkur að næsta leik þar sem Grindavík eru sjóðandi heitir og spiluðu vel í gær. Við þurfum að gera vel gegn þeim til að byggja ofan á frammistöðuna í dag áður en við förum í höllina þar sem við búumst við allt öðruvísi leik og meiri barning en í dag“. Dominos-deild karla
KR tók á móti Njarðvík í DHL höllinni fyrr í kvöld í leik sem hluti af 17. umferð Dominos deildar karla í körfuknattleik. Fyrirfram mátti búast við spennandi leik og hörku og framan af var það raunin. Bæði lið áttu í miklum erfiðleikum með að skora í fyrsta leikhluta enda ætluðu bæði lið að selja sig dýrt vitandi það að hvert einasta stig í topp baráttunni getur skipt sköpum. Bæði lið spiluðu harðan varnarleik en að auki þá voru KR-ingar ískaldir í sínum skotum því þau skotfæri sem voru opin vildu hreinlega ekki fara ofan í. Gestirnir voru nánast ekkert skárri en nýttu þó einhver skot og fóru með sjö stiga forskot inn í hlé milli leikhluta 8-15. KR vaknaði af vænum blundi og voru mun beittari í sínum aðgerðum sóknarlega og náðu að jafna metin og komast yfir í smá stund um miðjan annan leikhlutan en náðu þó ekki að slíta sig frá gestunum. Gestirnir hertu sinn róður og náðu að fara með eins stigs forystu til hálfleiks 30-31 en það sem vakti athygli er að ekkert þriggja stiga skot fór ofan í frá KR sem reyndu 13 þannig skot. Í seinni hálfleik virtist KR ætla að halda sama ákafa í sínum sóknarleik en Njarðvíkingar bættu hittni sína umtalsvert fyrir utan línuna og þar fór fremstur í flokki Elvar Már Friðriksson sem hitti fjórum þriggja stiga ofan í af fimm skotum í þriðja leikhluta. Þetta skapaði tveggja stafa forskot sem KR reyndi að naga til baka en alltaf þegar KR sýndi klærnar fengu þeir körfu í andlitið sem slökkti neistann eða töpuðu boltanum þannig að skriðþunginn hvarf úr leik þeirra. Einnig var dómgæslan að fara í taugarnar á KR-ingum sem fengu nokkrar tæknivillur dæmdar á sig en það hjálpaði þeim lítið í baráttunni við gestina. Í fjórða leikhluta var allt loft í raun og veru farið úr KR-ingum sem þýddi að Njarðvíkingar sigldu stigunum heim og í leiðinni náðu þeir að halda KR-ingum í 55 stigum. Svo lágt stigaskor frá KR hefur líklegast aldrei sést á heimavelli. Afhverju vann Njarðvík?Njarðvíkingar náðu að halda uppi baráttu anda og ákefð í sínum leik þrátt fyrir að sóknarleikurinn hafi verið stirður á köflum. KR-ingar létu sóknarstirðleikann hinsvegar fara í taugarnar á sér og misstu trúna á verkefnið í seinni hálfleik þegar ekkert gekk upp hjá þeim. Njarðvíkingar voru öflugri í varnarleik sínum en sóknarleik og sýnir það sig í því að KR skoraði ekki nema 55 stig í kvöld sem er 30 stigum minna en meðaltalið segir í deildartöflunni.Hverjir stóðu sig vel?Elvar Már Friðriksson fór fyrir sínum mönnum og skoraði 25 stig en þau komu flest í seinni hálfleik þar sem hann setti á fót þriggja stiga sýningu á tímabili og dúndraði niður fjórum þriggja stiga skotum í fimm tilraunum. Hann fékk svo meiri hjálp frá liðsfélögum sínum en það vantaði algjörlega hjá KR-ingum. Julian Boyd skoraði 29 stig og tók 11 fráköst en hann var sá eini hjá heimamönnum sem komst yfir 10 stig í stigaskori.Tölfræði sem vakti athygli?KR reyndi 13 þriggja stiga skot í fyrri hálfleik en hitti ekki einu einasta. Fáheyrt í Vesturbænum en í heildina rötuðu einungis fjögur þriggja stiga skot ofan í af 28 og átti Boyd tvö þeirra. Jón Arnór Stefánsson, til dæmis, sem er oft mjög skotviss reyndi sex þriggja stiga skot án þess að hitta neinu og munar um minna frá slíkum leikmanni.Hvað næst?KR-ingar þurfa heldur betur að sleikja sárin og ná áttum en næst fara þeir í heimsókn á Ásvelli en Haukar hafa verið þyrnir í síðu toppliðanna það sem af er tímabili. KR-ingar eru dottnir niður í fimmta sætið um stundir og það er sæti sem þeir vilja örugglega ekki vera í. Njarðvíkingar taka á móti grönnum sínum úr Grindavík í Ljónagryfjunni næst en þeir halda topp sætinu og tveggja stiga forskoti á Stjörnuna sem er heldur betur byrjuð að anda ofan í hálsmálið á þeim. Einar Árni: Ánægður með karakterinnHann var vonum ánægður með úrslitin hann Einar Árni Jóhannsson þegar blaðamaður náði á hann eftir glæsilegan sigur á KR fyrr í kvöld þar sem varnarleikurinn var aðalástæðan fyrir sigrinum að mati þjálfarans. „Algjörlega frá varnarleikur allan tímann en við áttum samt í erfiðleikum með Boyd sem er frábær leikmaður. Liðsvörnin var geggjuð og að halda þessu öfluga KR liði í 55 stigum á heimavelli er náttúrlega bara frábært og ég er ánægður með karakterinn. Það hefði verið auðvelt að mæta hingað lítill í sér eftir hörmungina á móti Haukum með allri virðingu fyrir Haukum sem yfirspiluðu okkur. Þá var ég mjög ánægður með hvernig mínir menn komu til baka í mjög mikilvægum leik“. Einar var sammála því að frammistaða Njarðvíkur gæfi góð fyrirheit fyrir framhaldið en einn leikur er eftir þangað til bikarkeppnin verður útkljáð en þar eigast Njarðvík og KR við í undanúrslitum. „Við vitum alveg sem er að KR-ingar mæta mikið beittari í undarúrslitin en núna erum við að hugsa um að gleðjast í kvöld og svo er það bara endurheimt og undirbúningu fyrir næsta leik á móti Grindavík. Þeir voru frábærir og sýndu mikið hjart í gær og við þurfum að mæta því á fullum krafti og við þurfum að passa okkur að fara ekki of hátt í gleðinni“. Eric Katenda spilaði sinn fyrsta leik fyrir Njarðvíkinga og Einar var ánægður með hans frammistöðu. „Miðað við enga alvöru æfingu þá er ég mjög sáttur við hann. Hann á eftir að komast betur inn í þetta hjá okkur en hann er flottur strákur sem fellur vel inn í hópinn og er mikill íþróttamaður þannig að hann á eftir að hjálpa okkur helling þegar fram líða stundir“. Ingi Þór: Vonsvikinn með með það hvernig við mættum til leiks„Við getum sagt mjög margt og verið lengi hérna en niðurstaðan er mjög súr“, voru fyrstu viðbrögðin frá þjálfara KR eftir slæmt tap á móti Njarðvík fyrr í kvöld. „Við fengum bara ekki nógu góða frammistöðu frá okkar mönnum í dag. Við vorum flatir þar sem við vorum að fá fullt af fínum sénsum í sókninni en skotlega séð vorum við mjög flatir. Við settum fjógur þriggja stiga skot niður af 28 tilraunum og skoruðum ekki eina slíka körfu í fyrri hálfleik. Það vantaði framlagið hjá okkur og svo voru tveir hlutir sem við ætluðum að gera varnarlega en gerðum ekki þó það sé ekkert að því þannig lagað að fá á sig 71 stig á heimavelli en það verður að vera í takt við það sem gerist í sókninni. Við verðum að gera betur varnarlega þar sem þeir eru gott skotlið og þurfa ekki mikinn frið til að setja skotinn ofan í. Það eru ekki nema nokkrir millimetrar sem þeir þurfa til að vera opnir og þeir náðu að nýta það vel í dag“. Ingi var þá spurður hvort það væri of stutt á milli leikja núna eða þá hvort hans menn hafi farið of hátt upp eftir sigurinn á Tindastól í seinustu viku. „Alls ekki, við vorum alveg meðvitaðir um það að við vorum ekki að sigra heiminn með því að vinna á Króknum. Heldur vorum við frekar að bjarga andlitinu eftir það hvernig við höfðum spilað þann leik. Það var mikill karakter í því hjá okkur en í dag saknaði ég neistans sem við ætluðum okkur að mæta með en þetta er það sem er fagurt við íþróttir að hugurinn er svo stór partur af þeim. Við sáum hvernig Njarðvík spilaði á móti Haukum en þetta var allt annað lið en mætti hér í dag og við vissum það og ég er svolítið vonsvikinn með það en það er bara áfram gakk“. Elvar Már: Skitan í seinustu leikjum skóp sigurinn í dagSeinustu tveir leikir Njarðvíkinga var það sem skóp sigur þeirra á KR fyrr í kvöld að mati Elvars Más Friðrikssonar leikstjórnanda Njarðvíkur. „Skitan í seinustu tveim leikjum skóp þennan sigur. Við þurftum að grafa djúpt og finna hvað var að hjá okkur og bæta upp fyrir það. Við vorum eiginlega komnir með bakið upp að veggnum þar sem Stjarnan var búin að jafna okkur að stigum eftir að við vorum komnir í ágætis stöðu. Svo var það bara baráttana, viljinn og leikgleðin sem við fundum aftur sem hjálpaði okkur. Við héldum þeim í 55 stigum og skoruðum 71, sem er minna en við gerum, þannig að það var baráttan í vörninni sem var aðalatriðið“. Njarðvíkingar náðu ekki að stöðva Julian Boyd leikmann KR en það skipti ekki miklu máli þar sem öðrum leikmönnum KR var haldið niðri. „Hann hitti vel enda frábær leikmaður þannig að við reyndum að stoppa aðra og leyfðum honum að sjá um þetta enda var hann á eldi í dag“. Eric Katenda spilaði sinn fyrsta leik fyrir Njarðvík í dag og leist Elvari vel á hann þó að sendingar sem Elvar reyndi á Eric hafi ekki alltaf gengið upp. „Við eigum eftir að finna kemistríið hjá okkur en varnarlega hjálpar hann okkur klárlega. Hann gefur okkur lengd inn í teig sem breytir skotum andstæðingsins og er tilbúinn að taka við sendingunum frá mér þegar við höfum spilað dálíti saman. Ég er gríðarlega ánægður með hann í kvöld“. Um framhaldið og undanúrslitin í bikarnum sagði Elvar: „Við þurfum að einbeita okkur að næsta leik þar sem Grindavík eru sjóðandi heitir og spiluðu vel í gær. Við þurfum að gera vel gegn þeim til að byggja ofan á frammistöðuna í dag áður en við förum í höllina þar sem við búumst við allt öðruvísi leik og meiri barning en í dag“.
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum