Umfjöllun: Skallagrímur - Haukar 80-79 │ Mikilvægur sigur Skallagríms Gunnhildur Lind Hansdóttir skrifar 4. febrúar 2019 21:30 vísir/bára Skallagrímsmenn unnu annan leik sinn í röð gegn sterku liði Hauka í 17. umferð Domino’s deildar er liðin mættust í Fjósinu í Borgarnesi í kvöld. Bæði lið er á veiðum eftir stigum. Haukar eru í sinni baráttu að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni á meðan Borgnesingar reyna að halda sér í úrvalsdeildinni. Leikurinn byrjaði vel og mikil baráttugleði ríkti á parketinu hjá báðum liðum. Þau stilltu sér upp í maður-á-mann vörn og skiptu með sér stigaskori. Munaði einungis einu stigi þegar tíu mínútur voru liðnar. Töluverður hraði bættist í leikinn í öðrum leikhluta þar sem lið voru dugleg að ýta boltanum upp völlinn og koma sér þannig í auðveldari færi. Þetta nýttu liðin sér og skiptust þau á að leiða leik út hálfleikinn en það voru Borgnesingar sem leiddu með þremur stigum þegar blásið var til hálfleiks. Heimamenn byrjuðu ákveðnari í seinni hálfleik og komust mest í níu stiga forskot. Eins snöggir og Borgnesingar voru að ná forskotinu þá misstu þeir það jafn fljótt og Haukar náður að jafna rétt undir lokin á fjórðungnum. Boðið var upp á mikla skemmtun í fjórða leikhluta sem einkenndist af mikilli baráttu og sigurvilja. Allt var í járnum nánast allan leikhlutann og virtist sem hvorugt liðið ætlaði að gefa eftir. Leikurinn réðist svo á loka sekúndunum þar sem Skallagrímsmenn komust fjórum stigum yfir. Arnór Bjarki náði að smella þrist til að minnka muninn í eitt stig en það dugði ekki til. Tvö dýrmæt stig til þá gulklæddur.Af hverju vann Skallagrímur? Skallagrímsmenn unnu á baráttunni. Þeir gáfu aldrei eftir, voru duglegir og orkumiklir í 40 mínútur. Haukarnir voru þó hvergi fjarri og sýndu álíka mikinn kraft og heimamenn. Sigurinn hefði hæglega getað dottið beggja megin en það voru Skallarnir sem náðu að kalla fram sigur í þetta skiptið. Fínasta skemmtun sem bæði lið buðu áhorfendum uppá í Fjósinu í kvöld.Hverjir stóðu uppúr? Domogoj var virkilega góður fyrir Skallagrímsmenn í kvöld. Hann endaði leika með 21 stigi og sett öll fimm tveggja stiga skot sín niður. Að auki tók hann 10 fráköst. Aundre Jackson var einnig góður í kvöld með 14 stig og 10 fráköst. Hjá Haukum var það Hilmar Smári sem var stigahæstur með 21 stig og 6 stoðsendingar. Rétt á eftir honum var Haukur Óskarsson með 16 stig.Hvað gekk illa? Það gekk illa á köflum fyrir Hauka að koma boltanum inná Russell. Oft voru sendingar þvingaðar inn í teiginn til hans. Af sama skapi voru stóru skotin ekki að detta niður í kvöld. Engu að síður þá voru Haukamenn virkilega duglegir og lítið hægt að setja út á þeirra leik í kvöld.Hvað gerist næst? Í næstu umferð halda Borgnesingar á Suðurnesið og mæta þar Keflvíkingum á fimmtudaginn kemur. Á sama tíma heimsækja Haukar KR-inga í Vesturbæinn og má búast við hörku leik þar Dominos-deild karla
Skallagrímsmenn unnu annan leik sinn í röð gegn sterku liði Hauka í 17. umferð Domino’s deildar er liðin mættust í Fjósinu í Borgarnesi í kvöld. Bæði lið er á veiðum eftir stigum. Haukar eru í sinni baráttu að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni á meðan Borgnesingar reyna að halda sér í úrvalsdeildinni. Leikurinn byrjaði vel og mikil baráttugleði ríkti á parketinu hjá báðum liðum. Þau stilltu sér upp í maður-á-mann vörn og skiptu með sér stigaskori. Munaði einungis einu stigi þegar tíu mínútur voru liðnar. Töluverður hraði bættist í leikinn í öðrum leikhluta þar sem lið voru dugleg að ýta boltanum upp völlinn og koma sér þannig í auðveldari færi. Þetta nýttu liðin sér og skiptust þau á að leiða leik út hálfleikinn en það voru Borgnesingar sem leiddu með þremur stigum þegar blásið var til hálfleiks. Heimamenn byrjuðu ákveðnari í seinni hálfleik og komust mest í níu stiga forskot. Eins snöggir og Borgnesingar voru að ná forskotinu þá misstu þeir það jafn fljótt og Haukar náður að jafna rétt undir lokin á fjórðungnum. Boðið var upp á mikla skemmtun í fjórða leikhluta sem einkenndist af mikilli baráttu og sigurvilja. Allt var í járnum nánast allan leikhlutann og virtist sem hvorugt liðið ætlaði að gefa eftir. Leikurinn réðist svo á loka sekúndunum þar sem Skallagrímsmenn komust fjórum stigum yfir. Arnór Bjarki náði að smella þrist til að minnka muninn í eitt stig en það dugði ekki til. Tvö dýrmæt stig til þá gulklæddur.Af hverju vann Skallagrímur? Skallagrímsmenn unnu á baráttunni. Þeir gáfu aldrei eftir, voru duglegir og orkumiklir í 40 mínútur. Haukarnir voru þó hvergi fjarri og sýndu álíka mikinn kraft og heimamenn. Sigurinn hefði hæglega getað dottið beggja megin en það voru Skallarnir sem náðu að kalla fram sigur í þetta skiptið. Fínasta skemmtun sem bæði lið buðu áhorfendum uppá í Fjósinu í kvöld.Hverjir stóðu uppúr? Domogoj var virkilega góður fyrir Skallagrímsmenn í kvöld. Hann endaði leika með 21 stigi og sett öll fimm tveggja stiga skot sín niður. Að auki tók hann 10 fráköst. Aundre Jackson var einnig góður í kvöld með 14 stig og 10 fráköst. Hjá Haukum var það Hilmar Smári sem var stigahæstur með 21 stig og 6 stoðsendingar. Rétt á eftir honum var Haukur Óskarsson með 16 stig.Hvað gekk illa? Það gekk illa á köflum fyrir Hauka að koma boltanum inná Russell. Oft voru sendingar þvingaðar inn í teiginn til hans. Af sama skapi voru stóru skotin ekki að detta niður í kvöld. Engu að síður þá voru Haukamenn virkilega duglegir og lítið hægt að setja út á þeirra leik í kvöld.Hvað gerist næst? Í næstu umferð halda Borgnesingar á Suðurnesið og mæta þar Keflvíkingum á fimmtudaginn kemur. Á sama tíma heimsækja Haukar KR-inga í Vesturbæinn og má búast við hörku leik þar
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum