Spyr sá sem ekki veit Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar 4. febrúar 2019 15:49 Lög kveða á um að í landinu skuli starfa svonefnd dómstólasýsla. Þetta er samkvæmt lögum sjálfstæð stjórnsýslustofnun sem sagt er að skuli annast sameiginlega stjórnsýslu dómstólanna. Ráðherra skipar fimm menn í stjórn þessarar stofnunar. Þar á meðal er formaðurinn sem kosinn er af dómurum Hæstaréttar úr þeirra röðum. Eitt helsta verkefni þessarar stjórnar er að gera tillögur um fjárveitingar til dómstóla. Meðal þeirra er Landsréttur sem hóf starfsemi sína í ársbyrjun 2018. Gert er ráð fyrir að tillaga um fjárveitingu til þessa dómstóls sé aðgreind frá öðrum tillögum sýslunnar. Að auki hefur þessi stjórnsýslustofnun margvísleg áhrif á almenna starfsemi dómstólanna, þ.m.t. Landsréttar. Afstaða hennar til slíkra málefna snertir beint starfshagsmuni þeirra sem þar starfa. Núverandi formaður dómstólasýslunnar heitir Benedikt Bogason og er hann hæstaréttardómari. Hann stendur persónulega í málaskaki fyrir dómstólum. Á síðasta ári áfrýjaði hann til Landsréttar dómi héraðsdóms Reykjaness í máli sem hann hafði höfðað gegn mér til ómerkingar á notkun minni á orðinu „dómsmorð“ um hæstaréttardóm sem hann hafði átt þátt í að kveða upp. Ég hafði með dóminum verið sýknaður af kröfu hans. Málið bíður nú málflutnings í Landsrétti. Mér er spurn. Hvernig ætlar Landsréttur að tryggja mér hlutlausa málsmeðferð í máli sem þessi valdamikli stjórnsýsluhafi í málefnum dómstólsins hefur höfðað gegn mér? Getur dómstóllinn tryggt mér slíka meðferð, þó að í hlut eigi valdsmaður sem getur haft afgerandi áhrif á fjárveitingar ríkisins til starfsemi dómstólsins? Spyr sá sem ekki veit.Höfundur er lögmaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Steinar Gunnlaugsson Mest lesið Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Halldór 01.02.2025 Halldór Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Mun seðlabankastjóri standa við orð sín Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Þegar réttarkerfið bregst – hvað kostar það börnin? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Sjá meira
Lög kveða á um að í landinu skuli starfa svonefnd dómstólasýsla. Þetta er samkvæmt lögum sjálfstæð stjórnsýslustofnun sem sagt er að skuli annast sameiginlega stjórnsýslu dómstólanna. Ráðherra skipar fimm menn í stjórn þessarar stofnunar. Þar á meðal er formaðurinn sem kosinn er af dómurum Hæstaréttar úr þeirra röðum. Eitt helsta verkefni þessarar stjórnar er að gera tillögur um fjárveitingar til dómstóla. Meðal þeirra er Landsréttur sem hóf starfsemi sína í ársbyrjun 2018. Gert er ráð fyrir að tillaga um fjárveitingu til þessa dómstóls sé aðgreind frá öðrum tillögum sýslunnar. Að auki hefur þessi stjórnsýslustofnun margvísleg áhrif á almenna starfsemi dómstólanna, þ.m.t. Landsréttar. Afstaða hennar til slíkra málefna snertir beint starfshagsmuni þeirra sem þar starfa. Núverandi formaður dómstólasýslunnar heitir Benedikt Bogason og er hann hæstaréttardómari. Hann stendur persónulega í málaskaki fyrir dómstólum. Á síðasta ári áfrýjaði hann til Landsréttar dómi héraðsdóms Reykjaness í máli sem hann hafði höfðað gegn mér til ómerkingar á notkun minni á orðinu „dómsmorð“ um hæstaréttardóm sem hann hafði átt þátt í að kveða upp. Ég hafði með dóminum verið sýknaður af kröfu hans. Málið bíður nú málflutnings í Landsrétti. Mér er spurn. Hvernig ætlar Landsréttur að tryggja mér hlutlausa málsmeðferð í máli sem þessi valdamikli stjórnsýsluhafi í málefnum dómstólsins hefur höfðað gegn mér? Getur dómstóllinn tryggt mér slíka meðferð, þó að í hlut eigi valdsmaður sem getur haft afgerandi áhrif á fjárveitingar ríkisins til starfsemi dómstólsins? Spyr sá sem ekki veit.Höfundur er lögmaður
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun