Boða rómantíska stemmningu á sundlaugarbakkanum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. febrúar 2019 14:01 Sundlaug Kópavogs nýtur mikilla vinsælda hjá íbúm í bænum og víðar á höfuðborgarsvæðinu. Kópavogur.is Vetrarhátíð fer fram í Kópavogi dagana 8. og 9. febrúar. Safnanótt er haldin föstudaginn 8. febrúar og laugardaginn 9. febrúar er komið að sundlauganótt. Að vanda er metnaðarfull dagskrá í Kópavogi bæði kvöldin. Menningarhúsin í Kópavogi, Kópavogskirkja og Midpunkt gallerí taka þátt í Safnanótt og hefst dagskrá klukkan 18.00 og stendur til 23.00. Pure Deli í Gerðarsafni verður þó opið til miðnættis en þar verður hamingjustund og tónlist. Sundlauganótt fer fram í Salalaug að þessu sinni. Ókeypis er inn í laugina frá klukkan 18 og opið til 22.00. Viðburðir, rómantísk stemning á bakknum og ókeypis ís fyrir börnin, að því er segir í tilkynningu frá Kópavogsbæ. „Dagskrá Vetrarhátíðar í Kópavogi hefur aldrei verið glæsilegri en núna. Viðburðir eru fjölmargir og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi,“ segir Soffía Karlsdóttir, forstöðumaður menningarmála í Kópavogi. Kópavogskirkja er eitt af þekktari kennileitum Kópavogs.Kópavogur.is Kirkjan tekur á sig óvenjulega mynd Ævar Þór Benediktsson er sérstakur gestur á Bókasafni Kópavogs á Safnanótt en hann er höfundur bókaflokksins góðkunna. Ratleikur í anda bókanna fer fram á öllum hæðum og Ævar Þór leiðir áheyrendur á vit ævintýranna með skemmtilegum viðburðum. Þar fyrir utan verða ýmsir fróðlegir og fjörugir viðburðir á Bókasafninu. Kópavogskirkja og Borgarholtið taka á sig óvenjulega mynd með vörpun á vídeóverki Hrundar Atladóttur . Inni í kirkjunni verður raftónlistarupplifun undir stjórn Arnljóts Sigurðssonar og Sr. Sigurður Arnarson veitir leiðsögn um nýuppgerða glugga Gerðar Helgadóttur. Í Náttúrufræðistofu verða lífverur í vötnum, sýnatökur og rannsóknir til umfjöllunar, sérfræðingar sýna aðferðir og svara spurningum forvitinna gesta. Í Gerðarsafni verður boðið upp á hefðbundna og dansleiðsögn um sýninguna Ó, hve hljótt. Þá leiðir Curver Thoroddsen viðburð þar sem gestir varpa eigin vídeóverki á veggi. Midpunkt gallerí tekur þátt og sýnir einnig brot af verkum frá síðustu sýningum. Í Salnum verða tvennir tónleikar með Gissuri Páli Gissurarsyni. Loks má þess geta að í Héraðsskjalasafni Kópavogs verða sýndar kvikmyndir frá ýmsum tímum undir leiðsögn valinkunnra sagnaþula bæjarins. Frítt í Salalaug á Sundlauganótt Salalaug tekur þátt í Sundlauganótt sem fram fer næsta laugardag, 9. febrúar. Frítt verður í laugina frá klukkan 18.00 og opið til 22.00. Boðið verður upp á skemmtilega dagskrá, aqua zumba, jóga, samflot og þá verður töframaður og uppistand. Rómantísk stemning og tónlist verður við útilaugina, og lýst upp með kyndlum. Ókeypis ís verður á boðstólum fyrir börnin. Vetrarhátíð í Kópavogi er hluti af Vetrarhátíð á höfuðborgarsvæðinu. Kópavogur Sundlaugar Vetrarhátíð Tengdar fréttir Dalur dauðans, miðbæjarflot og ljósaganga á Vetrarhátíð 2019 Vetrarhátíð verður haldin dagana 7. – 9. febrúar næstkomandi. Hátíðin er nú haldin í 18. sinn og fer fram í öllum sex sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins. 1. febrúar 2019 13:50 Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð hafi ekki lækkað í samræmi við verð á heimsmörkuðum Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Sjá meira
Vetrarhátíð fer fram í Kópavogi dagana 8. og 9. febrúar. Safnanótt er haldin föstudaginn 8. febrúar og laugardaginn 9. febrúar er komið að sundlauganótt. Að vanda er metnaðarfull dagskrá í Kópavogi bæði kvöldin. Menningarhúsin í Kópavogi, Kópavogskirkja og Midpunkt gallerí taka þátt í Safnanótt og hefst dagskrá klukkan 18.00 og stendur til 23.00. Pure Deli í Gerðarsafni verður þó opið til miðnættis en þar verður hamingjustund og tónlist. Sundlauganótt fer fram í Salalaug að þessu sinni. Ókeypis er inn í laugina frá klukkan 18 og opið til 22.00. Viðburðir, rómantísk stemning á bakknum og ókeypis ís fyrir börnin, að því er segir í tilkynningu frá Kópavogsbæ. „Dagskrá Vetrarhátíðar í Kópavogi hefur aldrei verið glæsilegri en núna. Viðburðir eru fjölmargir og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi,“ segir Soffía Karlsdóttir, forstöðumaður menningarmála í Kópavogi. Kópavogskirkja er eitt af þekktari kennileitum Kópavogs.Kópavogur.is Kirkjan tekur á sig óvenjulega mynd Ævar Þór Benediktsson er sérstakur gestur á Bókasafni Kópavogs á Safnanótt en hann er höfundur bókaflokksins góðkunna. Ratleikur í anda bókanna fer fram á öllum hæðum og Ævar Þór leiðir áheyrendur á vit ævintýranna með skemmtilegum viðburðum. Þar fyrir utan verða ýmsir fróðlegir og fjörugir viðburðir á Bókasafninu. Kópavogskirkja og Borgarholtið taka á sig óvenjulega mynd með vörpun á vídeóverki Hrundar Atladóttur . Inni í kirkjunni verður raftónlistarupplifun undir stjórn Arnljóts Sigurðssonar og Sr. Sigurður Arnarson veitir leiðsögn um nýuppgerða glugga Gerðar Helgadóttur. Í Náttúrufræðistofu verða lífverur í vötnum, sýnatökur og rannsóknir til umfjöllunar, sérfræðingar sýna aðferðir og svara spurningum forvitinna gesta. Í Gerðarsafni verður boðið upp á hefðbundna og dansleiðsögn um sýninguna Ó, hve hljótt. Þá leiðir Curver Thoroddsen viðburð þar sem gestir varpa eigin vídeóverki á veggi. Midpunkt gallerí tekur þátt og sýnir einnig brot af verkum frá síðustu sýningum. Í Salnum verða tvennir tónleikar með Gissuri Páli Gissurarsyni. Loks má þess geta að í Héraðsskjalasafni Kópavogs verða sýndar kvikmyndir frá ýmsum tímum undir leiðsögn valinkunnra sagnaþula bæjarins. Frítt í Salalaug á Sundlauganótt Salalaug tekur þátt í Sundlauganótt sem fram fer næsta laugardag, 9. febrúar. Frítt verður í laugina frá klukkan 18.00 og opið til 22.00. Boðið verður upp á skemmtilega dagskrá, aqua zumba, jóga, samflot og þá verður töframaður og uppistand. Rómantísk stemning og tónlist verður við útilaugina, og lýst upp með kyndlum. Ókeypis ís verður á boðstólum fyrir börnin. Vetrarhátíð í Kópavogi er hluti af Vetrarhátíð á höfuðborgarsvæðinu.
Kópavogur Sundlaugar Vetrarhátíð Tengdar fréttir Dalur dauðans, miðbæjarflot og ljósaganga á Vetrarhátíð 2019 Vetrarhátíð verður haldin dagana 7. – 9. febrúar næstkomandi. Hátíðin er nú haldin í 18. sinn og fer fram í öllum sex sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins. 1. febrúar 2019 13:50 Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð hafi ekki lækkað í samræmi við verð á heimsmörkuðum Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Sjá meira
Dalur dauðans, miðbæjarflot og ljósaganga á Vetrarhátíð 2019 Vetrarhátíð verður haldin dagana 7. – 9. febrúar næstkomandi. Hátíðin er nú haldin í 18. sinn og fer fram í öllum sex sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins. 1. febrúar 2019 13:50