Skriðu í gegn um holræsi til að ræna banka í Antwerpen Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 5. febrúar 2019 20:00 Rannsóknarlögreglumenn í belgísku borginni Antwerpen rannsaka nú bankarán sem ætti heldur heima á hvíta tjaldinu en í raunveruleikanum. Lögregla var kölluð út seint á sunnudagskvöld til að bregðast við viðvörunarbjöllu í útibúi BNP bankans í Antwerpen. Við nánari athugun virðast ræningjarnir hafa nýtt sér holræsi borgarinnar til að grafa sér leið inn í bankann. Þeir virðast hafa haft sér höfuðstöðvar í húsi í nágrenni við útibúið. Þaðan hafa þeir grafið sér göng ofan í holræsið og fikrað sig þaðan undir bankann. Þá tók við meiri mokstur, um fjögurra metra löng göng, inn í bankaútibúið. Ekki er búið að hafa upp á ræningjunum en lögregla kempir nú holræsin í leit að vísbendingum. Talskona skólphreinsifyrirtækis í borginni segir að það sé ótrúlegt að þeir hafi afrekað þetta og séu enn á lífi. „Í fyrsta lagi er hættulegt fyrir ræningjana að grafa þarna göng þar sem hætta er á jarðsigi,“ segir Els Lieken hjá fyrirtækinu Aquafin. „inni í holræsinu er líka mikil hætta til dæmis á skyndilegri hækkun vatnsyfirborðs og á brennisteinsvetni úr skólpvatninu.“ Þá er ljóst að þeir hafi þurft að skríða langa leið í gegn um skólpið en á kafla eru göngin einungis um 40 sentímetrar í þvermál. Eigandi hússins þaðan sem ræningjarnir grófu sér leið ofan í holræsið grunaði ekki neitt en hann leigði tveimur bræðrum kjallaraíbúð þar sem göngin fundust. „Þeir settu allan sandinn í plastpoka í svefnherbergi í íbúðinni þannig að enginn tók eftir neinu,“ segir Marijn Vercauteren, leigusali bræðranna. „Einhverjir nágrannar sögðust hafa heyrt grunsamleg hljóð. En þegar nágrannar eru með einhver smávegis læti kippir maður sér ekkert upp við það.“ Belgía Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fleiri fréttir Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Sjá meira
Rannsóknarlögreglumenn í belgísku borginni Antwerpen rannsaka nú bankarán sem ætti heldur heima á hvíta tjaldinu en í raunveruleikanum. Lögregla var kölluð út seint á sunnudagskvöld til að bregðast við viðvörunarbjöllu í útibúi BNP bankans í Antwerpen. Við nánari athugun virðast ræningjarnir hafa nýtt sér holræsi borgarinnar til að grafa sér leið inn í bankann. Þeir virðast hafa haft sér höfuðstöðvar í húsi í nágrenni við útibúið. Þaðan hafa þeir grafið sér göng ofan í holræsið og fikrað sig þaðan undir bankann. Þá tók við meiri mokstur, um fjögurra metra löng göng, inn í bankaútibúið. Ekki er búið að hafa upp á ræningjunum en lögregla kempir nú holræsin í leit að vísbendingum. Talskona skólphreinsifyrirtækis í borginni segir að það sé ótrúlegt að þeir hafi afrekað þetta og séu enn á lífi. „Í fyrsta lagi er hættulegt fyrir ræningjana að grafa þarna göng þar sem hætta er á jarðsigi,“ segir Els Lieken hjá fyrirtækinu Aquafin. „inni í holræsinu er líka mikil hætta til dæmis á skyndilegri hækkun vatnsyfirborðs og á brennisteinsvetni úr skólpvatninu.“ Þá er ljóst að þeir hafi þurft að skríða langa leið í gegn um skólpið en á kafla eru göngin einungis um 40 sentímetrar í þvermál. Eigandi hússins þaðan sem ræningjarnir grófu sér leið ofan í holræsið grunaði ekki neitt en hann leigði tveimur bræðrum kjallaraíbúð þar sem göngin fundust. „Þeir settu allan sandinn í plastpoka í svefnherbergi í íbúðinni þannig að enginn tók eftir neinu,“ segir Marijn Vercauteren, leigusali bræðranna. „Einhverjir nágrannar sögðust hafa heyrt grunsamleg hljóð. En þegar nágrannar eru með einhver smávegis læti kippir maður sér ekkert upp við það.“
Belgía Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fleiri fréttir Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Sjá meira