Lífið

Fokk, ég er með krabbamein!

Björk Eiðsdóttir skrifar
Hildur Björk Hilmarsdóttir, Vigdís Finbogadóttir, Daníel Reynisson og Guðlaug Guðjónsdóttir.
Hildur Björk Hilmarsdóttir, Vigdís Finbogadóttir, Daníel Reynisson og Guðlaug Guðjónsdóttir. Fréttablaðið/Eyþór
Teitið var haldið í tilefni þess að bókin LífsKraftur er komin út í algjörlega nýrri mynd. Margt var um manninn í veislunni þar sem „andlitslyftingu“ bókarinnar var fagnað. Bókin kom fyrst út fyrir tveimur áratugum en ákveðið var að endurskrifa hana þannig að hún höfðaði betur til ungs fólks.

Bókin er myndrænni en áður og er ætlað að svara auðveldlega spurningum sem koma upp í huga fólks þegar það greinist með krabbamein eða þegar ástvinur greinist.

„Undirtitill bókarinnar hittir beint í mark þó hann sé vissulega ögrandi líka en hann er Fokk, ég er með krabbamein, sem er jú kannski fyrsta hugsunin sem kemur upp þegar maður fær svona fréttir,“ segir Hulda Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Krafts.

Allir sem greinast með krabbamein á aldrinum 18-45 ára og fjölmargir fleiri fá bókina afhenta sér að kostnaðarlausu en hún liggur einnig frammi á öllum spítölum landsins. Einnig er bókin á vefsíðu Krafts, www.kraftur.org.



Karmen, Sigrún og Hlín.Fréttablaðið/Eyþór
Kristín Erla, Ösp, Guðný Ragnarsdóttir og Bergþór. Fréttablaðið/Eyþór
Frú Vigdís Finnbogadóttir mætti í boðið enda verndari Krabbameins­félags Íslands en Kraftur er einmitt eitt af aðildarfélögum þess.Fréttablaðið/Eyþór
Ragnheiður, Robbie, Súsanna og Arnar. Fréttablaðið/Eyþór





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.