Hlaupari kyrkti fjallaljón Samúel Karl Ólason skrifar 6. febrúar 2019 08:47 Frá 1990 hafa fjallaljón ráðist sextán sinnum á menn á svæðinu svo vitað sé. Getty/Wolfgang Kaehler Maður sem var að hlaupa eftir vinsælum slóða í fjöllum Colorado í Bandaríkjunum, drap fjallaljón sem réðst á hann með því að kyrkja það. Ungt ljón réðst aftan að manninum en hann mun hafa snúið sér við um leið og ljónið stökk á hann. Starfsmenn þjóðgarða Colorado sögðu frá þessu á dögunum. Maðurinn hlaut alvarleg sár á andliti og höndum en á einhvern hátt tókst honum að verja sig og kyrkja fjallaljónið, sem var þó ungt og karlkyns. Dýrið var krufið og staðfesti það frásögn mannsins.Eftir árásina tókst manninum að ganga til byggða og keyra til næsta sjúkrahúss. Hann hefur ekki verið nafngreindur. „Skokkarinn gerði allt sem hann gat til að bjarga lífi sínu. Ef ljón skyldi ráðast á ykkur þurfið þið að gera allt sem í valdi ykkar stendur til að berjast gegn ljóninu, eins og þessi herramaður gerði,“ hefur CBS Denver eftir Mark Leslie, yfirmanni þjóðgarðsins sem um ræðir.Þá hafði maðurinn nýverið lesið leiðbeiningar um hvernig verjast ætti árásum fjallaljóna og gat hann notað þær upplýsingar. Starfsmenn þjóðgarðsins segja afar sjaldgæft að fjallaljón ráðist á menn. CBS segir sextán árásir hafa átt sér stað á svæðinu frá 1990 og í þeim hafi þrír látið lífið. Bandaríkin Dýr Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Sjá meira
Maður sem var að hlaupa eftir vinsælum slóða í fjöllum Colorado í Bandaríkjunum, drap fjallaljón sem réðst á hann með því að kyrkja það. Ungt ljón réðst aftan að manninum en hann mun hafa snúið sér við um leið og ljónið stökk á hann. Starfsmenn þjóðgarða Colorado sögðu frá þessu á dögunum. Maðurinn hlaut alvarleg sár á andliti og höndum en á einhvern hátt tókst honum að verja sig og kyrkja fjallaljónið, sem var þó ungt og karlkyns. Dýrið var krufið og staðfesti það frásögn mannsins.Eftir árásina tókst manninum að ganga til byggða og keyra til næsta sjúkrahúss. Hann hefur ekki verið nafngreindur. „Skokkarinn gerði allt sem hann gat til að bjarga lífi sínu. Ef ljón skyldi ráðast á ykkur þurfið þið að gera allt sem í valdi ykkar stendur til að berjast gegn ljóninu, eins og þessi herramaður gerði,“ hefur CBS Denver eftir Mark Leslie, yfirmanni þjóðgarðsins sem um ræðir.Þá hafði maðurinn nýverið lesið leiðbeiningar um hvernig verjast ætti árásum fjallaljóna og gat hann notað þær upplýsingar. Starfsmenn þjóðgarðsins segja afar sjaldgæft að fjallaljón ráðist á menn. CBS segir sextán árásir hafa átt sér stað á svæðinu frá 1990 og í þeim hafi þrír látið lífið.
Bandaríkin Dýr Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Sjá meira