Lífið

Fatalína Biebers seldist strax upp

Elín Albertsdóttir skrifar
Justin Bieber hefur gengið í broskallabol eftir sjálfan sig síðan í haust.
Justin Bieber hefur gengið í broskallabol eftir sjálfan sig síðan í haust.
Justin Bieber og eiginkona hans, Hailey Bieber fyrirsæta, hafa verið dugleg að setja innlegg á Instagram um fatalínuna. Justin klæddist lengi vel íslenskri hönnun frá Inklaw Clothing, 66°North og JÖR. Kannski hann hafi fengið einhvers konar hugmyndaljómun í íslensku fötunum. Bieber hefur alltaf verið hrifinn af frjálslegum fatnaði.

Bieber er langt í frá sá eini frægi sem hefur hannað tískulínu. Það virðist reyndar vera í tísku um þessar mundir að koma með eigin hönnun á markað. Rihanna hefur nýlega sent frá sér nýtt fatamerki sem hefur verið vel tekið, Nicki Minaj gerði tískulínu fyrir Kmart árið 2013 og er þá aðeins lítið brot nefnt af því fræga fólki sem hefur komið nálægt tískuheiminum. Svo má ekki gleyma Victoriu Beckham sem einu sinni gerði garðinn frægan með Spice Girls en er nú einn af vinsælustu tískuhönnuðum heimsins.

Bieber verður 25 ára þann 1. mars næstkomandi en var aðeins 14 ára þegar hann var uppgötvaður og er fyrsta alþjóðlega stjarnan sem til verður á YouTube.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.