Enn skorar Harden yfir 30 stig og þrenna hjá slóvenska undrinu | Myndbönd Tómas Þór Þórðarson skrifar 7. febrúar 2019 08:00 James Harden skorar og skorar. vísir/getty NBA-meistarar Golden State Warriors áttu ekki í nokkrum vandræðum með að rúlla yfir San Antonio Spurs í nótt en meistararnir léku sér að gestunum á heimavelli, 141-102. Warriors-liðið skoraði 49 stig og gaf 16 stoðsendingar bara í þriðja leikhluta og skoraði þar fimm þriggja stiga körfur í sjö skotum. Á kafla í fyrri hálfleik skoraði liðið úr 24 skotum af 25 í röð, þar af fjórtán skotum í röð. Klay Thompson var stigahæstur meistaranna að þessu sinni með 26 stig en hann hitti úr fjórum af fimm þriggja stiga skotum sínum og Kevin Durant skoraði 23 stig, gaf níu stoðsendingar og tók átta fráköst. Steph Curry skoraði 19 stig, þar af þrjár þriggja stiga körfur.James Harden heldur áfram að fara á kostum en leikstjórnandi Houston Rockets skoraði 36 stig í öruggum sigri liðsins gegn Sacramento Kins, 127-101. Eftir leikinn fékk Sacramento svo Harrison Barnes frá Dallas. Harden, sem var valinn besti leikmaður deildarinnar í fyrra, skoraði 36 stig og tók sex fráköst en hann er nú búinn að skora 30 stig eða meira í 28 leikjum í röð. Það stefnir allt í að hann verði kosinn MVP annað árið í röð. Houston vann sinn þriðja leik í röð og er í fimmta sæti vestursins þar sem mjótt er á mununum en fjórir sigrar skilja að OKC Thunder sem er í þriðja sætinu og LA Clippers sem er í áttunda sæti vestursins.Ungu mennirnir í deildinni voru svo áfram að heilla en slóvenska undrið Luka Doncic hlóð í sína þriðju þrennu á ferlinum fyrir Dallas er hann skoraði 19 stig, tók tíu fráköst og gaf ellefu stoðsendinar í sex stiga sigri á Charlotte, 99-93. Gríska fríkið, Giannis Antetokounmpo, gerði enn betur í stigaskorun en hann setti 43 stig fyrir Milwaukee auk þess sem að hann tók sex fráköst og gaf fjórar stoðsendingar í 148-129 sigri á Washington Wizards. Bucks-liðið er á toppnum í austrinu með 40 sigra og aðeins þrettán töp en Toronto er þar aðeins einum leik á eftir. Dallas er í ellefta sæti vestursins með 25 sigra.Úrslit næturinnar: Brooklyn Nets - Denver Nuggets 135-130 Chicago Bulls - New Orleans Pelicans 120-125 Milwaukee Bucks - Washington Wizards 148-129 Dallas Mavericks - Charlotte Hornets 99-93 Utah Jazz - Phoenix Suns 116-88 Sacramento Kings - Houston Rockets 101-127 Golden State Warriors - San Antonio Spurs 141-102 NBA Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Í beinni: Grikkland - Ísland | Stíga nýjar hetjur fram á erfiðu sviði? Handbolti Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Orri nýr fyrirliði Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Sjá meira
NBA-meistarar Golden State Warriors áttu ekki í nokkrum vandræðum með að rúlla yfir San Antonio Spurs í nótt en meistararnir léku sér að gestunum á heimavelli, 141-102. Warriors-liðið skoraði 49 stig og gaf 16 stoðsendingar bara í þriðja leikhluta og skoraði þar fimm þriggja stiga körfur í sjö skotum. Á kafla í fyrri hálfleik skoraði liðið úr 24 skotum af 25 í röð, þar af fjórtán skotum í röð. Klay Thompson var stigahæstur meistaranna að þessu sinni með 26 stig en hann hitti úr fjórum af fimm þriggja stiga skotum sínum og Kevin Durant skoraði 23 stig, gaf níu stoðsendingar og tók átta fráköst. Steph Curry skoraði 19 stig, þar af þrjár þriggja stiga körfur.James Harden heldur áfram að fara á kostum en leikstjórnandi Houston Rockets skoraði 36 stig í öruggum sigri liðsins gegn Sacramento Kins, 127-101. Eftir leikinn fékk Sacramento svo Harrison Barnes frá Dallas. Harden, sem var valinn besti leikmaður deildarinnar í fyrra, skoraði 36 stig og tók sex fráköst en hann er nú búinn að skora 30 stig eða meira í 28 leikjum í röð. Það stefnir allt í að hann verði kosinn MVP annað árið í röð. Houston vann sinn þriðja leik í röð og er í fimmta sæti vestursins þar sem mjótt er á mununum en fjórir sigrar skilja að OKC Thunder sem er í þriðja sætinu og LA Clippers sem er í áttunda sæti vestursins.Ungu mennirnir í deildinni voru svo áfram að heilla en slóvenska undrið Luka Doncic hlóð í sína þriðju þrennu á ferlinum fyrir Dallas er hann skoraði 19 stig, tók tíu fráköst og gaf ellefu stoðsendinar í sex stiga sigri á Charlotte, 99-93. Gríska fríkið, Giannis Antetokounmpo, gerði enn betur í stigaskorun en hann setti 43 stig fyrir Milwaukee auk þess sem að hann tók sex fráköst og gaf fjórar stoðsendingar í 148-129 sigri á Washington Wizards. Bucks-liðið er á toppnum í austrinu með 40 sigra og aðeins þrettán töp en Toronto er þar aðeins einum leik á eftir. Dallas er í ellefta sæti vestursins með 25 sigra.Úrslit næturinnar: Brooklyn Nets - Denver Nuggets 135-130 Chicago Bulls - New Orleans Pelicans 120-125 Milwaukee Bucks - Washington Wizards 148-129 Dallas Mavericks - Charlotte Hornets 99-93 Utah Jazz - Phoenix Suns 116-88 Sacramento Kings - Houston Rockets 101-127 Golden State Warriors - San Antonio Spurs 141-102
NBA Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Í beinni: Grikkland - Ísland | Stíga nýjar hetjur fram á erfiðu sviði? Handbolti Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Orri nýr fyrirliði Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Sjá meira